Ö

Karlinn er bara flottur.  Hann talaði tæpitungulaust og hann sagði sína skoðun.  Var kannski aðeins i glasi eða heitur í hamsi, en hann var ekki í umboði neins nema sjálfs sín.  Landsliðsþjálfaramálin eru hvort eð er komin í ógöngur og það er bara mannlegt að reiðast.  Biðjast svo afsökunar er líka stórmannlegt.  Íþróttamenn vita að það fjúka orð í hita leiksins. 

En aftur að landsliðsþjálfarastöðunni.  Boð mitt um að taka við landsliðinu stendur enn.  Handknattleikforustan hefur ekki enn haft samband við mig, þannig að þeir ættu bara að tala núna við gömlu jaxlana.  Viggó er fínn kostur eins og ég hef áður sagt.  Menn verða að horfast í augu við það.  Þorbergur er jafnvel líka fínn kostur.  Maður sem þorir og hefur gert þetta allt áður.  Meira að segja Bogdan væri gott innlegg.  Siggi Sveins líka, þótt hann hafi ekki tekið nein þjálfaranámskeið eða þjálfað bestu lið í heimi.  Guðjón Þórðarson úr fótboltanum væri líka góður kostur, vegna þess að starf landsliðsþjálfara felst ekki í því að þjálfa, heldur felst það í því að ´"módivera" liðið.  Berja það saman og byggja upp sjálfstraust.  Aðstoðarmenn þjálfarans geta síðan talað um leikkerfin og álíka vitleysu.

En aftur að afsökunarbeiðni Þorbergs.   Því það mættu margur maðurinn taka hann til fyrirmyndar.  Þá á ég við mann sem að fyrsti stafurinn í nafni hans byrjar á Össur.  Ég meina það þótt ég segi líka að ég hef enga sérstaka samúð með Gísla Marteini.  Hann á þola "létt grín" og afsökunarbeiðni í kjölfarið.  Mig grunar nefnilega að félagi Össur hafi líka verið pínulítið í því eins og ónefndur Þ.  Já Ö og Þ eru ekki bara síðustu stafirnir í stafrófinu.  Ö & Þ eru breyskir menn sem láta menn heyra það og eiga líka að vera menn til að biðjast afsökunar.


mbl.is Þorbergur biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jamm, ég er sammála þér. Menn eiga að geta beðist afsökunar... sumir gera það en aðrir bara alls ekki. Varðandi hina hliðina á Þ að tjá sig svo skorinort (en ég sá þetta ekki sjálf), þá eiga blaðamenn að vera það kurteisir(!) og tillitssamir... að taka ekki viðtöl við menn sem eru bæði æstir og undir áhrifum. Vitandi það að mun auðveldara er að fá þá til að tjá sig þannig á sig komna. Blaðamaðurinn sem tók þetta upp átti auðvitað að skoða viðtalið áður en það fór í loftið...

Alma (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 19:15

2 Smámynd: Gunnar Freyr Rúnarsson

Held reyndar að þátturinn hafi verið í beinni á fimmtudagskvöldið.  Annars er þetta bara fyndið.  Vonandi finnst einhver þjálfari.  Eða eins og Óli Stef sagði.  Best að ráða einhvern vitleysing og setja svo Hlyn Bæringsson (körfuboltamann) í vörnina.  Ekki svo galinn hugmynd.  Þess vegna gæti ég tekið við liðinu.  Síðan fæ ég mér tvo fyrrnefnda aðstoðarmenn og fæ svo Sigga Sveins til að kenna þessum strákum að skjóta.

Gunnar Freyr Rúnarsson, 25.2.2008 kl. 01:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Freyr Rúnarsson
Gunnar Freyr Rúnarsson
Kominn á góðan aldur og í góðu jafnvægi.

Spurt er

Hvað á ég að gera á HM?

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 4812

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband