9.7.2008 | 13:07
Við rákum gyðinga burt
Auðvitað átti Ramses og lögfræðingur hans að sækja um ríkisborgararétt til allsherjarnefndar, því það er besti möguleikinn fyrir fólk utan Schengensvæðisins að verða ekki sendir úr landi. Það hefði alveg mátt reyna á það, því sú nefnd var ansi hjálpleg á sínum tíma.
Annars eru auðvitað flestir sendir burt af þeim hælisleitendum sem hingað leita. Frægt er hvernig íslensk stjórnvöld snéru við gyðingum á sínum tíma. En sennilega er frægasta dæmið um útlendingahatur Íslendinga þegar Nathan Friedman var sendur úr landi árið 1921. Nathan sem þjáðist af augnsjúkdómi kom hingað til Íslands snemma á síðustu öld var vísað úr landi árið 1921. Ég skrifaði m.a menntaskálaritgerð um þetta mál á sínum tíma og er þetta mál mörgum minnistætt. Litli drengurinn Nathan var gyðingur og leiddar eru líkur að því að hann hafi lokið lífskeiði sínu í einni af útrýmingarbúðum nasista.
![]() |
Kært til ráðherra í dag vegna máls Paul Ramses |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spurt er
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gunnar, ætterni Nathans hafði ekkert með brottvísunina að gera. Hann lést síðan fyrir stríð, ekki í búðum. Það er löngu vitað. Ágætt að hafa grunnþættina á hreinu áður en farið er af stað og bullað...
Snorri Bergz, 11.7.2008 kl. 06:34
Nú ertu hættur að verja gyðingana? Vitna bara í hið fróma rit DV og bók Hendrik Ottesen sem hann skrifaði árið árið 1961 um atburðina örlagaríku. Það er löngu vitað, ágætt að hafa grunnþættina á hreinu áður en farið er stað og bullað..
Gunnar Freyr Rúnarsson, 11.7.2008 kl. 12:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.