14.7.2008 | 13:29
Bílana eigum við!
Ég hef reyndar fundið til með fyrrverandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur í þessari aðför að honum. Til hvers að nota fréttastofu RÚV til að taka manninn af lífi í fjölmiðlum, bara til að skila einhverjum pappírum til baka með látum.
En öðrum máli gegnir um bílinn Toyota Land Cruiser árgerð 2006. Hvers vegna þarf fyrirtæki eins og Orkuveitan að sjá forstjóra sínum fyrir bíl. Og í annað stað hvers vegna stendur á því að manninum er reddað bíl, sem svo enginn veit hvort honum ber að skila bílnum eftir að ráðningasamningnum líkur. Eru þessir menn ekki á það góðum launum að þeir eiga ekki að þurfa að fá sjö milljón króna lúxuskerru í bónus við starfskjör sín. Þess vegna á Guðmundur Þórmundsson að skila lúxuskerru sinni, Toyota Land Cruiser að verðmæti sjö milljónir á markaðsvirði. Guðmundur lítur á bílinn sem hluta af sínum ráðningasamningi. Hvers vegna er ekki hreinar línur í þessu bílamáli? Hvað eru margir ríkisforstjórar að keyra um á lúxusbílum eins og þessum. Eiga þessir menn ekki bíla fyrir?
Páll Magnússon er líka maður sem lætur engan eiga neitt inni hjá sér. Hann brást illa við þeim orðum Ögmundar Jónassonar alþingismanns að hann ætti að selja glæsibifreið sína til að minnka halla Ríkisútvarpsins ohf, sem hefur að undanförnu verið að segja upp fréttamönnum á landsbyggðinni til að mæta stórfelldum hallarekstri. "Það er eðlilegt að þetta hvarfli að Ögmundi en sjálfum finnst mér þetta svo mikið lýðskrum og sýndarmennska að það er varla boðlegt", segir Páll Magnússon í samtali við dv.is.
Páll Magnússon er sagður aka um á tvöfalt dýrari bíl, en ráðherra. Bíllinn er af gerðinni AUDI Q7, Slík bifreið kostar rúmar níu milljónir króna. Ríkisútvarpið greiðir 200 þúsund krónur á mánuði vegna bílsins. Ég vona að þetta sér ekki lýðskrum, en finnst mönnum þetta almennt í lagi? Þs að forstjórar á launum frá okkur skattborgurum þessa lands, fái auka bónus í formi lúxusbifreiðar.
Ekki mér. Ég þarf sjálfur að finna mér bíl þessa dagana og er að leita að lúxuskerru. Þarf að greiða hann út eigin vasa þrátt fyrir að vera einn besti starfsmaður ríkisins. Ég segi eins og Skrámur forðum,Spilling hvað? Árni Johnsen hvað?
Guðmundur skilaði gögnunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spurt er
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jamm, góðir punktar hjá þér ! Meiriháttar skandall/alar með aukabónusana. Hverjir samþykkja að láta þessa kalla fá lúxuskerrur sem VIÐ borgum? Eða símreikningana að auki? Og þeir sem hafa himinhá mánaðarlaun???
Er ekki í lagi með þetta lið? Almennt er svona framferði og ákvarðanir flokkaðar undir "Bananalýðveldi". Manni verður óglatt
Alma (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.