20.7.2008 | 11:39
Húsið
Á hverjum degi verður mér hugsað vestur á Hornstrandir. Ekki það að ég þekki svæðið neitt sérstaklega vel, heldur liggja þarna rætur mínar. Þær liggja nú reyndar víða, en föðurafi minn var Aðalvíkingur. Hann flutti suður á fjórða áratug síðustu aldar, en var alltaf trúr sinni sveit. Því miður er hann nú fallin frá og tengin mín við hornfar aldir hafa nú rofnað mikið.
Aldrei talaði hann afi minn um hvítabirni, svo ég muni. En margar sögur sagði hann mér af forfeðrum sínum, hetjudáðum og daglegu lífi. Stórfjölskyldan hefur í áraraðir haft aðgang að litlu húsi fjölskyldunnar á Látrum í Aðalvík í Sléttuhreppi. Þangað hef ég aðeins komið einu sinni, eða árið 2004. Stefnan var sett á að heimsækja húsið litla í sumar, en konan sagðist ekki treysta sér vegna heilsu sinnar. Einnig er litli Siggi bara tveggja ára og ferðin vestur er ennþá töluvert fyrirtæki.
Frétt um hvítabirni á Íslandi eru á þessu ári teknar mjög alvarlega. Það er vegna tveggja bjarna sem hingað þvældust fyrr í sumar. Þeir voru báðir drepnir eins og alþjóð veit og því var ég mjög stóryrtur í mínu bloggi. Ég er ennþá þeirrar skoðunar að það hefði mátt gera miklu mun betur í máli hvítabjarnana. Hins vegar verður alltaf að fara öllu með gát þess vegna var björgunarskipið Gunnar Friðriksson frá Ísafirði var kallað út og það sent áleiðis norður á Hornstrandir með tvo lögreglumenn um borð. Skemmtileg tilviljun er að björgunarskipið er nefnd í höfuðið á afa mínum, sem vann mikið fyrir Slysavarnarfélagið á sínum tíma.
Ef það sannast að hvítabirnir hafa verið að leika sér á Hornströndum, þá hef ég og mín fjölskylda fundið fyrirtaks afsökun fyrir að fara ekki vestur í bili a.m.k
Engir ísbirnir fundust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spurt er
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.