15.8.2008 | 06:26
Gullmaður
Hef engan áhuga á sundi, en það er gaman að fylgjast með þessu "fyrirbæri", Michael Phelps. Heyrði um daginn að hann hefði hinn fullkomna vöxt í sundið. Langar hendur, stuttar fætur. hann er á góðri leið með að jafna árangur Mark Spitzfrá því í Munchen 1972.
Ég fylgdist líka með júdómanninum okkar í nótt. Hann komst í aðra umferð en tapaði þar fyrir írönskum fauta, sem barðist frekar óheiðarlega. Þormóður á þó séns á uppreisnarglímu.
Hef líka verið að horfa á "strákana okkar". Strákarnir okkar keppa í handboltanum, sem er eins og menn vita léleg jaðargrein. Ekkert ósvipað indversku rottuhlaupi. En ég stend samt alltaf með strákunum. Áfram Ísland!
![]() |
Sjötta gullið hjá Phelps |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spurt er
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikki Phelps virðist vera millistig manns og fisks: straumlínuskrokkur.. stuttir fætur... sem enda í einskonar blöðkum nr.49
Jaðarsport hefur löngum virkað á Íslandinu: glíman.. júdó.. handbolti.. fara í sjómann.. Á að telja upp meira? Við erum spes
Alma (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 14:08
Og síðan eru menn að falla á steraprófinu á Ólympíuleikunum. Meira að segja í jaðaríþróttum.
Sigurður Sigurðsson, 15.8.2008 kl. 17:15
Gaman að þú sért lifandi Sigurður. Ég hitti nefnilega gamlan vin þinn Sigurð Ísmann. Þið voruð víst saman á síðutogurunum í gamla daga.
Gunnar Freyr Rúnarsson, 15.8.2008 kl. 22:45
http://www.mbl.is/mm/sport/frettir/2008/08/16/phelps_med_sjo_gullverdlaun/
Phelps er búin að jafna Spitz í fjölda gulla... þs á einum ólympíuleikum!
Gunnar Freyr Rúnarsson, 16.8.2008 kl. 08:02
.. og Ísland komið áfram í 8 liða úrslit í handbolta á Ól
Við getum ýmislegt !
Alma (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 14:44
Gott hjá strákunum okkar!
Gunnar Freyr Rúnarsson, 16.8.2008 kl. 14:45
8. gull!
http://www.mbl.is/mm/sport/frettir/2008/08/17/phelps_tokst_thad/
Gunnar Freyr Rúnarsson, 17.8.2008 kl. 09:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.