22.8.2008 | 12:35
STRÁKARNIR OKKAR
Gott hjá strákunum okkar. Hverjir eru það sem eru annars að níða handboltann niður. Talandi um jaðaríþrótt og fámennisíþrótt. Fótbolti er reyndar vinsælasta íþrótt í heimi, en handboltinn kemur eitthvað í humátt á eftir, nánar tiltekið númer hundrað fimmtíu og þrjú. Tveim sætum á eftir indversku rottuhlaupi. Nei þessi brandari er auðvitað útþynntur. Handboltinn er auðvitað alvöru íþrótt og við stöndum svo sannarlega með strákunum okkar.
![]() |
Íslendingar í úrslitaleikinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spurt er
Hvað á ég að gera á HM?
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.3.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 5077
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hallærisleg athugasemd. Fáránleg. Einn sem gat ekki bara glaðst. Nei varð að pota. Spurning um að not bíb dæmið hans Óla. Í stað þess að segja eitthvað neikvætt gastu bara sagt bíb. Hefur þú ekki eitthvað jákvætt að segja þá er spurning um bíba smá.
Hanna (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 17:22
Hanna mín
Ég dýrka strákana okkar þessa dagana. Hjarta mitt er að rifna af stolti. Skil ekki hvað þú átt við um niðurrifsstarfsemi. Hins vegar hef ég stundum verið fúll á móti, eins og gengur. Þá kalla ég þetta sport rottuhlaup
Gunnar Freyr Rúnarsson, 22.8.2008 kl. 18:40
Boltaíþróttir á Olympíuleikum hafa nú ekki þótt merkilegar hingað til en vegur þeirra fer samt vaxandi. Við klakverjar höfum auðvitað verið sérlega lélegir á þessum leikum í sundinu, badmintoninu, og frjálsu íþróttunum (leikarnir snúast mest um frjálsar)en reyndar ágætt þannig hjá judomanninum okkar.
Aldeilis rábær frammistaða handboltaliðsins gleður þjóðina auðvitað mjög og verðlaun þar í öllu falli stórkostlegt. Kannski gull,hver veit?
Sir Magister (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 07:49
Heyr, heyr
Þó stundum sé glensað og grínað þá er enginn vafi á að Allir Íslendingar hljóta bara að samgleðjast góðu gengi landans, í sama hverju er.
Það var auðvitað löngu kominn tími á að gera stóra hluti á stóru móti eins og 'OL og nú er það handboltinn sem blómstrar að þessu sinni. Við höfum reyndar alltaf verið góð/ir í honum og trúlega er það hin sterklega líkamsbygging okkar
Áfram.. alla leið upp á efsta pall!
Alma (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 12:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.