Heim?

Leitt að heyra með Pólverjana, ef þeir þurfa að snúa heim.  Ég hef alltaf verið Póllandsvinur, enda hefur föðurfjölskylda mín haft órjúfanleg tengsl við landið.  Afi var ræðismaður Póllands á Íslandi og sonur hans tók síðan við keflinu.  Sonur hans er nú titlaður kjörræðismaður Póllands á Íslandi, en ég veit ekki hver þessi Michal Sikorski er.  Hef bara ekkert vit á þessu diplómatadæmi og segi því bara pass.

Pólverjar eru ekki verri en aðrar nágrannaþjóðir okkar og ég hef átt viðskipti við marga Pólverja, þótt ekki hafi þau verið eins umfangsmikil og viðskipti afa forðum.  Hann sagði mér oft margar sögur af Póllandsferðum sínum og hann talaði meira að segja hrafl í pólsku.  Margar sögur voru úr stríðinu og um seinni tíma samskipti Pólverja við Sovétmenn og seinna Rússa.  Einnig um samskipti Pólverja við Þjóðverja í stríðinu og seinna við Austurþýska alþýðulýðveldið.  Pólska þjóðin hefur lent í meiri hremmingum en við getum ímyndað okkur, enda liggur landið á milli tveggja af mestu herveldum sögunnar, Sovétríkjanna og Þýskalands.  Afi hafði miklar mætur á Pólverjum mig langar mikið að kynnast þeim betur.  Næsta "draumaferð" verður til Póllands.  

Auðvitað fáum við að kynnast dökku hliðinni á öllum þjóðum.  Hingað slæðast alltaf með glæpamenn og við sáum nokkra Pólverja leidda inn í réttasalinn í vikunni.  Þeir voru m.a grunaðir um hrottalega árás á samlanda sína.  Ef við td dæmum alla pólsku þjóðina út af þessum fréttamyndum, þá myndum við auðvitað vilja senda alla Pólverja heim strax.  Sendum hins vegar bara glæðamennina heim.  Hinir mega vera sem lengst.


mbl.is Hópast heim til Póllands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hvernig voru þessar myndir sem þú tókst á deddmótinu?

Sir Cat (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 18:09

2 Smámynd: Gunnar Freyr Rúnarsson

Tók nokkrar vídeó-klippur af síðustu lyftunum í þyngri flokknum.  Hinar sem Baldvin tók mistókust.

Gunnar Freyr Rúnarsson, 2.9.2008 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Freyr Rúnarsson
Gunnar Freyr Rúnarsson
Kominn á góðan aldur og í góðu jafnvægi.

Spurt er

Hvað á ég að gera á HM?

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 15
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 4768

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband