Ég held með City

Ég vil bara árétta það að ég er City "fan" í leyni.  Hef haldið með þeim frá barnæsku, en þegar þeim hefur gengið illa (sem er reyndar alltaf), þá hef snúið við þeim baki.  Var mjög ánægður með þá fyrri hluta tímabilsins í fyrra, en varð ekki eins ánægður þegar þeir létu Sven Göran þjálfara fjúka.  Hvað héldu þessir stjórnendur að þeir væru.  Kannski að stjórna besta liði í heimi?  Sá brottrekstur var í raun fáránlegur og ég hætti þá að halda upp á tælenska forsætisráðherrann fyrrverandi.

Núna er hins vegar bjartir tímar framundan og við eigum eftir að verða með bestu liðum á Englandi.  Verðum þá í hópi með Man. Utd, Chelsea, Arsenal og Liverpool.  Kannski verðum við meistarar í vor, hver veit.

Annars er mitt lið Newcastle!  Hef haldið með þeim í áratugi, eins og Man. City.  Hver segir annars að maður megi ekki halda með fleiri en einu liði.  Er það nokkuð bannað?  Hver bannar það?  Verst ef Newcastle ætlar að reka Kevin Keagan.  Hann er auðvitað goðsögn hjá City og Newcastle.  Hann kemur þá bara aftur til City, þegar Mark Hughes verður rekinn.


mbl.is Ætlar að fá Ronaldo til Man.City og skáka öllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Nú líst mér á þig Gunnar. Ég hef alltaf samúð með erlendum liðum sem spila í KR búningnum.

Sigurður Sigurðsson, 3.9.2008 kl. 07:21

2 Smámynd: Gunnar Freyr Rúnarsson

Ert þú stundum á KR-vellinum?  Við gætum kannski drukkið saman kaffi, einhvern tíman og rætt saman um kvennamál og fótbolta?

Gunnar Freyr Rúnarsson, 3.9.2008 kl. 20:04

3 Smámynd: arnar valgeirsson

þetta er leim gunzzzzzz. koma út úr skápnum þegar peningarnir byrja að flæða ha. minnir mann á allskyns hór.

maður heldur með einu liði já. einu í ensku og einu á íslandi. má halda með öðru ef það er í annarri deild.

KA er númer eitt. Fram er númer tvö.

En Leeds er hreinlega lífið og tilveran. jamm, bíddu bara. endurreisn Leeds tekur styttri tíma en City.

arnar valgeirsson, 3.9.2008 kl. 21:00

4 Smámynd: Gunnar Freyr Rúnarsson

Síðasti Leeds-arinn.  Eða eru þið kannski tveir eftir?  Ég held líka pínulítið með Hull og Tranmere......

Gunnar Freyr Rúnarsson, 4.9.2008 kl. 03:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Freyr Rúnarsson
Gunnar Freyr Rúnarsson
Kominn á góðan aldur og í góðu jafnvægi.

Spurt er

Hvað á ég að gera á HM?

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 4783

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband