Náttúruhamfarir

Ég er einn af þeim þessum sauðsvarta almenningi sem hef verið alveg brjálaður yfir ástandinu.  En geri ekki neitt.  Hvað gerði ég td þegar góðærið náði hámarki.  Jú, ég raupaði nokkrum yfir ofurlaununum.  Var auðvitað helvíti fúll yfir græðginni í Bjarna Ármannsyni og co og skrifaði um það á bloggið mitt.  En ég vildi aldrei rífa kjaft við þjónustufulltrúa minn í bankanum.  Hefði átt að láta þær heyra um álit mitt á bankastjórninni og bankastjóranum.  En hvað átti ég að segja?  Hvert átti ég að fara?  Átti ég að færa mig yfir í KB, Kaupþing, Kaupthing eða hvað þessi drullubanki hét.  Ekki voru þeir skárri, með sín ofurdekurlaun.  Eða átti ég að færa mig yfir í Landsbankann.  Vissi reyndar þá að bankastjórar Landsbankans væru á ofurlaunum, en ekki eins brjálæðislegum og hinir þrjótarnir.  Minn gamli vinnufélagi Sigurjón Árnason var ekki eins gráðugur og hinir, en maður gat bara ekki fært sig neitt, enda eiga bankarnir okkur með öll okkar lán og skuldbindingar.  Maður færir sig ekki mikið á milli með allan milljónaslóðann.  EN ég hefði átt að gera eitthvað. Segja eitthvað meira!

Það er rétt sem Eiríkur (Reiði) Stefánsson segir oft í pistlinum sínum á Útvarpi Sögu.  Við erum ekki þjóð.  Það er hægt að raupa um það á tyllidögum hversu vel við stöndum saman og hversu margar þrengingar við höfum gengið í gegnum osf.  En þegar náttúrhamfarir sem þessar skella yfir okkur þá gerum við varla neitt.  Jú, fólk er ofsareitt og ráðamenn, embættismenn og útrásarvíkingarnir fá sér nokkra lífverði um hríð, en ekkert mun gerast.  Sjálfstæðiflokkurinn mun að öllum líkindum halda áfram að stjórna landinu, en velja sér flokk (eða flokka), eftir að Samfylkingin gengur af skaftinu.  Hverjir bera eiginlega ábyrgð á ástandinu?  Það er í raun allt þetta lið.  Meira að segja Vinstri Rauðir, sem hálfpartinn hafa ekkert aðhafst.  Framsóknarflokkurinn sem ber höfuðábyrgð með einkavæðingu bankanna til góðvina á sínum tíma, sem flestir eru sammála um að sé stór ástæða fyrir þessu hruni í dag.  Og að koma með kosningavíxilinn um 90% húnsæðilánin á sínum tíma, en í framhaldinu dældist 400 milljarðar inn í hagkerfið og þjóðin skuldsetti sig upp að hálsi, húsnæðisverð rauk upp með skelfilegum afleiðingum.  

Man einhver eftir Guðmundar Árna-málinu.  Guðmundur Árni þáverandi ráðherra þurfti að taka ábyrgð og sagði af sér á sínum tíma, í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar.  Man einhver eftir syndum hans?   Árni Johnsen þurfti líka að taka sína ábyrgð?  Osf.  Guðmundur Árni fékk reyndar sendiherraembætti að launum fyrir eftirlaunafrumvarpið góða og það er að mínu mati hans höfuðsynd.  En ætlar einhver að taka ábyrgð á versta klúðri Íslandssögunnar?  Eigum við t.d að treysta liðinu sem lagði Baugsfjölskylduna í einelti í mörg ár fyrir því að rannsaka málið.  Á Björn Bjarnason að stjórna rannsókninni á klúðrinu?

Allir eru að fara aftur í niðrí skotgrafirnar.  Ég heyrði af manni um daginn, sem tapað hefur c.a 100 milljónum króna þegar allt er talið.  Hafði m.a endurfjármagnað einbílshúsið með gengislánum.  Hafði keypt hlutabréf fyrir tugi milljóna og geymt sinn ævisparnað í ýmsum vafasömum sjóðum, sem nú er sennilega glatað fé.  Hann er ekki reiður út í Davíð Oddson.  Nei, hann er brjálaður út í Jón Ásgeir!

Svo eru það aðrir sem vilja helst sjá hausinn á ákveðnum seðlabankastjóra á gullfati.  Þeir kenna því um að hann hafi þjóðnýtt Glitni á sínum tíma, bara til að hefna sín á stærsta eigandanum  Hatrið á þeirri fjölskyldu hafi verið svo mikið, að hann hafi ekki hlustað á fjölda manna, sem þó reyndu að benda honum á að ef Glitnir væri tekin, þá myndi þetta allt hrynja yfir okkur.  Hvers vegna var þessi embættismaður með svona mikil völd, þegar vitað var að hann hafði marg oft lagt stein í götu þessarar fjölskyldu.  Já, þvílíkur endir á frábærum ferli, að fara inn í Seðlabankann sem aðalbankastjóri, eftir að hafa drottnað sem stjórnmálamaður aldarinnar. Skilja svo Ísland eftir í rjúkandi rúst.  Er hann ekki maðurinn sem ber ábyrgð á hruni Íslands?  En fólk trúir enn á Guðinn.  Hann er sá Messías sem við þurfum.  Við eigum bara að setja hann aftur í forsætisráðherrann.  Minni á flotta varnargrein fyrir Davíð Oddsson, eftir Bald Hermannsson í Morgunblaðinu í gær.  Og Kjartan frændi Gunnarsson snéri baki við foringjanum eina kvöldstund, en snérist svo hugur og skrifaði varnargrein honum til handa.  Kjartan hefur sennilega tapað um 2. milljörðum á þessu frumhlaupi vinar síns, en hann snéri sem betur fer ekki baki við besta vini sínum.  Hvað eru tveir milljarðar milli vina?  Stokkhólmsheilkennið?

Nei, ég held að það muni lítið breytast á Íslandi.  Menn munu bara hlaupa niðrí í sínar skotgrafir, með eða á móti Davíð Oddsyni.  Þrælslund Íslendinga mun verði til þess að menn munu kjósa sömu skussana aftur og aftur.  Skiptir þá engu að allt er hér að hruni komið.

Sjálfur hef ég dáðst af Baugsfjölskyldunni og tel að hún beri ekki sök á því sem gerðist.  Jón Ásgeir hefur m.a komið fram í Silfri Egils og hjá Inga Hrafni á INN og verið þar mjög málefnalegur og skýr.  Gleymum því ekki að það var ekki fjölskylda Jóns Ásgeir sem fékk ríkisbankana okkar á gjafverði.  Hefur t.d verið rannsakað það hrikalega klúður, þegar "réttu" mennirnir fengu bankana frá Davíð Oddsyni og Halldóri Ásgrímssyni. 

Þjóðin er komin á hausinn og það er ekki þessum mönnum að kenna.  Hverjum er um að kenna.  Að sjálfsögðu þarf nú að fara fram hreingerning.  Fáum útlendinga og óháða í málin.  Ég segi það enn og aftur að ég treysti engum úr þessu klíkuþjóðfélagi okkar til að rannsaka málin.

Nú erum við aftur komin á byrjunarreit.  Eða "BACK TO BASICS"

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er að sammála flestu, og skil ekki af hverju ofur-launin eru og voru réttlætt með mikilli ábyrgð, hvaða ábyrgð. Finnst að það ætti að byrja á að skilgreina ábyrgð þeirra sem eru að stjórna bönkunum núna. Ákveða svo afleiðingar mistaka, síðan má svo ákveða laun og afkomu bónusa ( SEM EIGA RÉTT Á SÉR EF VEL GENGUR OG ÞÁ TIL ALLRA SEM VINNA VEL, EKKI BARA STJÓRANNA!)

haha (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 08:21

2 Smámynd: Gunnar Freyr Rúnarsson

Flokkurinn sem er búinn að stjórna standslaust í 18. ár og lagt landið í rúst tapar örfáum prósentum.  Sannar þrælslundina. 

Frétt af DV.is :+Sjálfstæðisflokkurinn fær slæma útreið í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, eða 29,2 prósent. Hinn stjórnarflokkurinn, Samfylking, er aftur á móti á fleygiferð og mælist með 36 prósenta fylgi. Hefur fylgi Sjálfstæðisflokksins, ef marka má fríblaðið, ekki verið minna síðan í maí 2004, þegar aðeins 25,0 prósent studdu flokkinn. Samkvæmt könnuninni fengi flokkurinn 20 þingmenn en hefur 25 þingmenn en Samfylkingin fengi 24 þingmenn. Mesta fylgistap Sjálfstæðisflokksins er á höfuð­borgarsvæðinu, rúmlega sex prósentustigum að sama skapi styrkist Samfylkingin þar mest, eða um 10 prósentustig. Fylgi Samfylkingar hefur á hinn bóginn ekki verið meira frá því í júní 2004, þegar 37,0 prósent sögðust myndu kjósa flokkinn. Nú er fylgið 36,0 prósent

Gunnar Freyr Rúnarsson, 26.10.2008 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Freyr Rúnarsson
Gunnar Freyr Rúnarsson
Kominn á góðan aldur og í góðu jafnvægi.

Spurt er

Hvað á ég að gera á HM?

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 4816

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband