18.11.2008 | 09:59
Sorglegt
Það er sjónarsviptir af Guðna Ágústsyni af þingi. Hann var mjög skemmtilegur karl, sem maður sér eftir. Hann var m.a fulltrúi ákveðna gilda, sem eiga alveg fullan rétt á sér. Fornlegur í tali og þéttur í lund. Maður hafði gaman af þessum körlum eins og Steingrími Hermannsyni, Ólafi Þórðarsyni og Bjarna Hagðarsyni. Bjarni og Guðni voru m.a upprunnir í sunnlenskum sveitum alveg eins og ég. Samt er það leiðinlegt að Guðni skildi hætta með svona látum og láta m.a ekki ná í sig. Láta kerlinguna svara fyrir sig í dyrasímann er ekki nógu karlmannlegt. Menn eiga að gefa tækifæri á einu drottningarviðtali, en láta sig svo hverfa. Guðni ætti að sýna kjósendum sínum smá virðingu, þótt einhverjir vitleysingar í Bændaflokknum hafi náð að æsa hann svona upp. En ég virði ákvörðun Guðna. Gleymum því ekki að eftirlaunalögin góðu munu reynast honum góð sárabót að hætta með hærri laun, en Guðni verður 60. ára á næsta ári og sagt er að nýju eftirlauni munu verða c.a 200.000 kr hærri en núverandi laun. Vona að Birgir Ármannsson og félagar nái að svæfa málið í þingi, þangað til fólk er búið að gleyma eftirlaunaósómanum. Það verður spennandi að fylgjast með því máli, því ég ætla að éta hattinn minn upp á það að fólk verði búið að gleyma þessu í vor. Þá verða allir hættir að tala um eftirlaunalögin.
Nú eiga fleiri að fylgja í kjölfar þeirra Guðna Ágústssonar og Bjarna Harðarsonar og hætta. Ég skora á ríkistjórnina að segja af sér og boða til nýrra kosninga. Stjórna og varastjórna fjármálaeftirlitsins á að segja af sér. Seðlabankastjórnin á að segja af sér. Seðlabankastjórnin líka og varastjórn þeirrar ágætu stofnunnar. Ætlar til dæmis gamli komminn Ragnar Arnalds að sitja þetta af sér? Nei við skulum ekki persónugera þetta, en nú vill ég að allir hætti og drífi sig á eftirlaun, þannig að hreingerningin geti hafist.
1. Valgerður Sverrisdóttir á að hætta. Hún er greinilega að hugsa um að verða formaður í kosningum á næsta landsþingi, en ég vil hana burt. Hún ber m.a sök á mesta spillingarmáli allra tíma á Íslandi þegar bankarnir voru einkavæddir.
2. Steingrímur J. Sigfússon á líka að hætta og Einhver sendiherrastaða ætti að duga honum. Sendum Guðmund Árna heim og sendum Steingrím út. Guðfríður Lilja á að taka við flokknum.
3. Ég vil að þeir hætti allir, m.a allir lítilsigldu ungu þingmennirnir hjá íhaldinu, sem gerðu ekkert annað en að verja spillinguna, en höfðu ekkert fram að færa. Þetta eru auðvitað eldklárir strákar og stelpur, en hafa alla tíð verið í 100% hagsmunagæslu. Hafa ekki nokkrar hugsjónir, nema ný-frjálshyggju. Hún er alla veganna steindauð í bili.
Við skulum ekki persónugera þetta, en ef þetta lið hættir ekki þá verður það borið út úr sínum vinnustöðum fljótlega. Það er svo mikil reiði í samfélaginu.
Reyndar er ég eins og Ragnar Reykás. Segi það enn og aftur að fólk á Íslandi kann ekki að mótmæla. Margir eru svo stoltir að þeir láta ekkert heyra í sér. Ekki einu sinni sjá sig. Þeir munu kjósa allt gamla liðið aftur í vor.
![]() |
ESB „ýtti við“ Guðna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spurt er
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 5086
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það þarf að afnema eftirlaunalögin. Ekki að setja þau á eins og ég skrifaði. kv Ragnar Reykás
Gunnar Freyr Rúnarsson, 18.11.2008 kl. 10:40
Tek undir þetta, og almenningur VERÐUR að muna þetta í heild sinni ásamt að sjálfsögð og ómótmælanleg krafa er að afnema Ó-LÖG
Alma (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 14:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.