Ekki kosningar

Nei, ekki kosningar núna. Fáum frekar þann besta til að koma landinu á fætur aftur. Við Sjálfstæðimenn viljum fá Hann til baka. Ég er orðinn þreyttur á því að persónugera þessa svokölluðu reiði. Árásir á ákveðinn mann hafa verið mjög ámaklegar. Það kom skýrt fram hjá Jóni Sigurðssyni í Kastljósi í gær að hrun Íslands er engum að kenna. Þetta er bara hvirfilbylur, sem við réðum ekki við. Sökudólgarnir eru bara tveir. Hannes Hólmsteinn skýrði þetta út fyrir okkur í mjög vandaðri grein í Fréttablaðinu um daginn. Þeir sem bera ábyrgð eru Ólafur Ragnar og Jón Ásgeir. Jón Ásgeir fyrir að starta útrásinni og Ólafur Ragnar fyrir að neita að skrifa undir fjölmiðlalögin. Eftir þann gjörning vissum við Sjálfstæðimenn að Ólafur myndi stoppa okkar mann í hvert skipti sem við reyndum að koma böndum á óreiðumennina. Það sem myndi bjarga landinu væri að Messías myndi snúa aftur og taka við stjórnartaumunum. Ég veit að margir Sjálfstæðimenn eru mér sammála.

Á Austurvelli fantar skulu frjósa (Baugsmenn)
Fræjum ills þeir sá í lundu reiða
En ávallt mun ég Davíð kallinn kjósa
Úr kröggum þessum mun hann okkur leiða

dav_jpg_550x400_q95_733057.jpg


mbl.is Ráðherrar vilja kosningar í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Freyr Rúnarsson

Hvernig geta t.d. fjölmiðlalögin haft áhrif á kreppuna?

Þetta var ekki mín skoðun, heldur skoðun Meistara Gissurarsonar  Ég klippti greinin út á sínum tíma og geymdi vandlega.  Þarf bara að finna.  Mig minnir að röksemdarfærslan hafi gengið út á það að Ólafur hafi stoppað af góð lög, sem koma hefði átt böndum á vondu auðmennina.  Það tókst hjá Ólafi, sem varð til þess að Davíð lagði ekki í að koma böndum á þá aftur.  Ólafur og fjölmiðlalögin voru því höfuðásæða þess að þetta hrundi síðan allt yfir okkur.  

Gunnar Freyr Rúnarsson, 21.11.2008 kl. 02:41

2 identicon

Jahá.. sínum augum lítur hver á silfrið.

Fólk á ekki að samþykkja allt hrátt frá "sínum flokki", alveg óritskoðað. Allir kosningaþegar hafa þá frumskyldu að kynna sér málið/in, meta í samræmi við eigin skynjun og taka svo ákvörðun.. án samráðs við "sinn flokk".

Slíkt er ábyrgra

Og kjósa svo.

Alma (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Freyr Rúnarsson
Gunnar Freyr Rúnarsson
Kominn á góðan aldur og í góðu jafnvægi.

Spurt er

Hvað á ég að gera á HM?

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband