Gefum Samfylkingunni frí!

Ég kaus Samfylkinguna í síðustu kosningum og var þá að vonast eftir vinstri stjórn, enda orðinn leiður á gamla íhaldinu.  En hvað gerðist?  Samfó fór í stjórn með Sjálfstæðiflokknum.  Og Sjálfstæðimenn hafa staðið sig vel og ég er nú orðinn heitur fyrir íhaldinu.  Sjálfstæðisflokkurinn er nefnilega eini flokkurinn sem kann að stýra efnahagsmálum.  Þeir hafa stjórnað með glæsibrag í 17. ár og gera enn.  Margt hefur verið til mikils sóma, m.a komum við besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi á koppinn með góðri hjálp þáverandi stjórnmálaflokks Framsóknar.  Kerfið hefur sannað sig og verið staðfest vel og tryggilega.  M.a hafa margir hina svokölluðu kvótagreifa getað leigt eða selt kvóta á frjálsum markaði, eftir að frjálsa framsalið hófst.  Með því hefur orðið til gott kerfi, þar sem þeir sem hafa besta þekkingu og tækni geta veitt verðmætan aflann okkur öllum til heilla.  Allir flokkar hafa reyndar stutt þetta góða kerfi, m.a Samfylking og Vinstri Grænir. Þetta er gott kerfi sem gaf okkur mikla velsæld.  Sem dæmi þá var frjálsa framsalið fyrsta skref okkar inn í góðærið.  Vellauðugir kvótaeigendur gátu veðsett kvóta og keypt stærri eignir, tekið síðan stærri lán og fjárfest í mjög góðum eignum.  Íslenska útrásin var í eðli sínu mjög góð og sjálfstæðistefnan var grunnurinn að öllu góðærinu.  Einkavæðing bankana og íslenska útrásin var mjög vel heppnuð.  Helmingarskiptin milli flokkana gengu mjög vel og öll þjóðin var alsæl með árangurinn, enda græddum við öll kerfinu.  Það var þó helst Glitni, sem var í eigu vondra manna og ekki okkur þóknanlegir,  sem skemmdu allan árangurinn, eins og alþjóð veit núna.

Því berum við Sjálfstæðimenn enga ábyrgð á kreppunni.  Kreppan var bara hvirfilbylur sem við réðum ekki við.  Seðlabankastjórnin hefur ásamt ríkisstjórninni staðið sig mjög vel að berjast við hvirfilbylinn.  Við erum í miðri brimöldunni og við förum nú varla að skipta um áhöfn í miðjum brimskaflinum.  Hinir flokkarnir geta heldur ekki stýrt efnahagsmálum, það vitum við sem munum eftir vinstri stjórnunum, sem ekkert gátu.  Við Sjálfstæðismenn berum enga sök á öldurrótinu, hvorki ríkistjórnin, seðlabankinn eða alþingi. 

Það voru nefnilega bara tveir sökudólgar sem bera ábyrgð á hruni Íslands.  Þeir voru Hr. Ólafur Ragnar Grímsson og Jón Ásgeir.  Ólafur neitaði að skrifa undir fjölmiðlalögin, sem varð til þess að Davíð foringi okkar gat ekki brugðið fyrir Jón Ásgeir fæti, eins og við ætluðum að gera.  Það var til þess að Íslandi hrundi og þúsundmilljarða skuldarinn og Baugsforsetinn bera þar alla ábyrgð á.  Þetta má meðal annars lesa um í mjög vönduðum greinum Hannesar Hólmsteins í Fréttablaðinu og MBL og á heimasíðu Björns Bjarnasonar.  

Einkavæðing bankana gekk m.a mjög vel og einkavæðingarferlið var til fyrirmyndar.  Það var því mikið áfall fyrir okkar að okkar menn að Björgúlfsbankinn skyldu falla eins og Baugsbankinn.  Seðlabankastjórnin tók niður Baugsbankann af því að við vorum búnir að bíða lengi eftir þessu tækifæri.  Lánshæfismat og lánalínur lokuðust reyndar samdægurs, en það var auðvitað ekki Björgúlfunum eða seðlabankastjórninni að kenna.  Við vitum öll hverjir sögudólgarnir eru.  Það liggur í augum uppi.

Svo þegar þessari orrahríð verður lokið þá einkavæðum við bankana aftur.  Okkar menn fá þá Landsbankann, en einhverjir Framsóknar-kratar fá síðan KB.  Og nýtt góðæri mun byrja aftur, sjáið þið til.  Og við Sjálfstæðimenn þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur, því öll gömlu atkvæðin munu skila sér aftur í kjörkassann.  Vitið þið bara til, því við fáum góðan fjárhagstuðning frá LÍÚ.  Fiskveiðistjórnunarkerfið er ekki alslæmt.


mbl.is Viðskipta- og hagfræðingar afhenda stjórnvöldum tillögur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Freyr Rúnarsson

Tja, íhaldið er auðvitað djók. Getur varla verið auðvelt að vera Sjálfstæðismaður í dag..

Gunnar Freyr Rúnarsson, 3.12.2008 kl. 22:56

2 Smámynd: Gunnar Freyr Rúnarsson

Gott viðtal við Hannes tekið fyrir 1. ári.  Útrásin lofuð....

Viðtal hér

Gunnar Freyr Rúnarsson, 4.12.2008 kl. 01:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Freyr Rúnarsson
Gunnar Freyr Rúnarsson
Kominn á góðan aldur og í góðu jafnvægi.

Spurt er

Hvað á ég að gera á HM?

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 4822

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband