Færsluflokkur: Bloggar

Gullmaður

Hef engan áhuga á sundi, en það er gaman að fylgjast með þessu "fyrirbæri", Michael Phelps.  Heyrði um daginn að hann hefði hinn fullkomna vöxt í sundið.  Langar hendur, stuttar fætur.  hann er á góðri leið með að jafna árangur Mark Spitzfrá því í Munchen 1972.

Ég fylgdist líka með júdómanninum okkar í nótt.  Hann komst í aðra umferð en tapaði þar fyrir írönskum fauta, sem barðist frekar óheiðarlega.  Þormóður á þó séns á uppreisnarglímu.

Hef líka verið að horfa á "strákana okkar".  Strákarnir okkar keppa í handboltanum, sem er eins og menn vita léleg jaðargrein.  Ekkert ósvipað indversku rottuhlaupi.  En ég stend samt alltaf með strákunum.  Áfram Ísland!


mbl.is Sjötta gullið hjá Phelps
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helgin

Skrapp á tvö skákmót um helgina.  Mótin voru í Grænlandi og þangað hafði ég bara komið fyrir c.a 14 árum.  Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt.  Ég tók með mér fjallgönguskó og veiðistöng.  Þ.s til að veiða silunga og bleikju.  Skákin gekk alveg þokkalega, en ég vann m.a annað mótið.  Átti víst að hafa tapað á stigum.  Í hinu mótinu gekk allt á afturfótunum og tapaði ég m.a síðustu umferð fyrir Real-manninum Jorgi Fonzega. Vann þó allavega Grænlandmótið í sjómann sem við héldum heima.  Það var þó auðvitað óformlegt.

Þetta var auðvitað erfitt ferðaleg, enda svaf maður á gólfinu í Lionshúsinu í Tasselak.  Hittum mikið af skemmtilegu fólki m.a ledgentinu Sigurði Ísmanni.  Um hann væri vafalaust hægt að skrifa heila bók.  Sonur hans er líka helvíti efnilegur.  Svo fór maður í góða fjallgöngu aleinn og yfirgefinn.  Var auðvitað skríthræddur um að rekast á Ísbjörn á leiðinni.  Skilst þó að þeir séu ekki eins algengir á Angmagssalik-eyju  En aðallega á kulusukeyju.  Rakst þó á einn hjá kjörbúðinni.

dsc_0112.jpg


Hrikaleg veiðiferð

Við fórum í hrikaleg veiðiferð um daginn.  Byrjuðum að reyna að veiða eitraða ála í Varmá í Hveragerði, en færðum okkur svo til Þingvalla í landi Miðfells.  Þar vildi Benjamín endilega veiða á erfiðast svæðinu.  Svæðið lítur í raun sakleysislega út, en veiðiferðin endaði samt með því að hálf veiðistöngin endaði í vatninu.  Hvernig strákurinn fór að því er of löng saga, en vonlaust var að veiða stöngina úr vatninu með góðu móti, vatnið var of kalt og steinarnir sleipir og hættulegir á þessu svæði.  Endaði þó með því að óðalsbóndinn Sveinn bjargaði stönginni með aðstoð báts um þrem dögum seinna.  Það fór þó ekki betur en svo að Sveinn hrasaði á sleipum steinunum og var í raun heppinn að stórslasa sig ekki.  Hann lét þó gera að sárum sínu á læknavaktinni í Mosfellsbæ.  Það er því ljóst að sjaldan er of varlega farið í veiðimennskunni.  Það skal þó taka fram að Benjamín litli veiddi tvo væna silunga áður en hann týndi stönginni. Masterinn veiddi hins vegar ekki neitt.

 


25. ÁR

Það eru heil 25. ár síðan ég fór á mínu fyrstu og einu þjóðhátíð.  Ég var bara 17. ára gutti staddur með fjölskyldu minni í Vestmannaeyjum sumarið 1983.  Þetta er orðinn gífurlega langur tími og ég stefni á að fara næst til Vestmannaeyja árið 2013.  Þá verða 30. ár síðan ég var síðast á þjóðhátíð.
mbl.is Loftbrú milli lands og Eyja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ok!

Má ég ekki bara einfalda þetta.  Er það ekki einmitt Landsbankinn sem hefur sýnt gott fordæmi í að vera ekki með þessa kaupréttasamninga og ofurlaun eins og Glitnir og KB-banki.  Var að skoða tekjublað Frjálsrar Verslunar í morgun.  Ég sá að aðalbankastjórinn Sigurjón Árnason var frekar neðarlega á þessum lista bankamanna.  Er þetta kannski bara rugl í mér, en ég myndi ábyggilega færa mig yfir í Landsbankann ef Glitnir væri ekki með mig í vasanum.  Hins vegar á almenningur að rísa upp gegn þessum gegndarlausu ofurlaunum.  Nú er mál að linni.

Svo komst ég líka að því í morgun að tekjur mínar eru mun hærri en tekjur Hrafns Gunnlaugssonar & Egils Ólafssonar til samans.  Gaman að þessu.


mbl.is Afskrifa milljarða króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vin í Grænlandi

Skákmenn úr Vin, Hróknum, Kátu biskupunum og Víkingaklúbbnum hafa tekið stefnuna á Grænland.  Aldrei hefur Masterinn komist með í þessar ferðir, en er þó einlægur aðdáandi heimalands Hvítabjarnarins hrikalega.  Einnig núverandi heimkynni Ísmannsins Ógurlega.  Hver veit nema ég fái leyfi konunnar til að skreppa á stutt skákmót í Tasiilaq.  Ég veit að Arnar Laufabrauð og félagar úr Skákklúbbnum Vin eru þegar mættir og búnir að raða upp fyrir mótið.
mbl.is Skákhátíð Hróksins á Grænlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grái fiðringurinn

Það er auðvitað skelfilegt að hafa hætt að drekka.  Núna getur maður ekki lengur horft á peningana sína brenna upp í ekki neitt.  Alltaf sama skemmtilega fólkið í dýragarðinum á þessum svokölluðu skemmtistöðum.  Vísakortið straujað á reykmettuðum búllum.  Vaknaði með dúndrandi timburmenn og haldið áfram næsta dag eða næstu helgi.  Mórall fram eftir vikuna og síðan næsta helgi tekin eins og sú síðasta.  Eins og að horfa á sömu bíómyndina aftur og aftur og telja sig vera að missa af einhverju í hvert einasta skipti.

Í dag verður maður því að finna sér nýjan farveg fyrir eyðsluna.  Ein þekkt leið fyrir gamla útbrunna alka er að fá sér nýtt leiktæki.  Þetta hérna er ágætis æfingarhjól áður, en maður fær sér öflugra.  Þetta hjól er eiginlega hálfgerð "vespa" við hlið þeirra stóru.  Sagt er um mótorhjólamenn að það séu tvær gerðir til af þeim.  Þeir sem hafa vit á hjólum og þeir sem ekki hafa vit.  Þeir sem ekki hafa vit segja váá, þegar þeir sjá Harley.  Ég telst vera í þeim flokki.

 


Loksins

Loksins hitti ég átrúnaðargoðið.  Hann dvelur nú í Laugardælargarði þar sem friður ríkir.  Því miður hitti ég ekki manninn í þessu lífi.  Sá hann stundum á Laugarveginum og eitt sinn á kaffihúsi.  Hann er sterkasti skákmaður sem uppi hefur verið og lauk sínu æviskeiði hér á klakanum.

Daginn eftir tók ég þátt í afmælismóti VINJAR í skák.  Það var eins og ég hefði fengið andlega  vitrun í Flóarhreppi í gær, því ég tefldi af ótrúlegu öryggi.  Eina skýringin á árangrinum í dag er sú andlega vitrun sem ég fékk eftir að hafa hitt meistarann í fyrsta skiptið.  Blessuð sé minning hans.

Mótið fór þannig að ég náði að vinna alla skákirnar fimm, en m.a keppanda voru m.a nokkrir 2000 stiga menn, m.a Þorvarður Ólafsson, Hrannar Jónsson, Ágúst Ingimundarsson, Bjarni Sæmundsson, Elsa Þorfinnsdóttir, Arnar Valgeirsson og Emil nokkur Ólafsson.  En Emil er að hefja aftur glæsilegan skákferil.  Emil kraflyftingamaðurinn sterki var m.a með unnið á mig í báðum skákunum (upphitunarskákinni líka).   Hrikalegur andi í skákinni í dag.

Redcross.is

Skak.is

 


Tvær stjörnur

Tvær stjörnur slógu í gegn í síðustu viku.

Herbert Guðmundsson komst enn og aftur í fréttirnar, en ekki fyrir ís í brauðformi, eða skemmt þak í raðhúsi heldur kom það í ljós að sjálfur Rolling Stones trommarinn Charlie Watts hefði slegið húðir á bestu plötu Íslandsögunar, Dawn on the Human Revolation,  sem kom út 1985.  Þar á meðal í stórsmellnum Can´t Walk Away

Agnes Bragadóttir kom líka með skemmtilegt innlegg þegar hún upplýsti okkur Sjálfstæðimenn um að Ólafur Ragnar Grímsson hefði ekki verið velkominn vestur á Flateyri í minningarathöfn um Bjargvættinn Einar Odd.  Agnes sýnir með þessu að hún er sannur Sjálfstæðimaður að minna okkur á óvini flokksins.  Agnes móðgaði víst einhverja Flateyinga, en hún móðgaði ekki okkur sanna Sjálfstæðimenn.  Við höldum baráttunni áfram.

Hér má sjá skemmtilegt myndband með þessum tveim skemmtilegu stórstjörnum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnar Freyr Rúnarsson
Gunnar Freyr Rúnarsson
Kominn á góðan aldur og í góðu jafnvægi.

Spurt er

Hvað á ég að gera á HM?

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband