Færsluflokkur: Bloggar

FL

Jæja, vill einhver segja mér hvað varð um FL?

Húsið

Á hverjum degi verður mér hugsað vestur á Hornstrandir.  Ekki það að ég þekki svæðið neitt sérstaklega vel, heldur liggja þarna rætur mínar.  Þær liggja nú reyndar víða, en föðurafi minn var Aðalvíkingur.  Hann flutti suður á fjórða áratug síðustu aldar, en var alltaf trúr sinni sveit.  Því miður er hann nú fallin frá og tengin mín við hornfar aldir hafa nú rofnað mikið.

Aldrei talaði hann afi minn um hvítabirni, svo ég muni.  En margar sögur sagði hann mér af forfeðrum sínum, hetjudáðum og daglegu lífi.  Stórfjölskyldan hefur í áraraðir haft aðgang að litlu húsi fjölskyldunnar á Látrum í Aðalvík í Sléttuhreppi.  Þangað hef ég aðeins komið einu sinni, eða árið 2004.  Stefnan var sett á að heimsækja húsið litla í sumar, en konan sagðist ekki treysta sér vegna heilsu sinnar.  Einnig er litli Siggi bara tveggja ára og ferðin vestur er ennþá töluvert fyrirtæki.  

Frétt um hvítabirni á Íslandi eru á þessu ári teknar mjög alvarlega.  Það er vegna tveggja bjarna sem hingað þvældust fyrr í sumar.  Þeir voru báðir drepnir eins og alþjóð veit og því var ég mjög stóryrtur í mínu bloggi.  Ég er ennþá þeirrar skoðunar að það hefði mátt gera miklu mun betur í máli hvítabjarnana.  Hins vegar verður alltaf að fara öllu með gát þess vegna var björgunarskipið Gunnar Friðriksson frá Ísafirði var kallað út og það sent áleiðis norður á Hornstrandir með tvo lögreglumenn um borð.  Skemmtileg tilviljun er að björgunarskipið er nefnd í höfuðið á afa mínum, sem vann mikið fyrir Slysavarnarfélagið á sínum tíma.   

Ef það sannast að hvítabirnir hafa verið að leika sér á Hornströndum, þá hef ég og mín fjölskylda fundið fyrirtaks afsökun fyrir að fara ekki vestur í bili a.m.k

latrar.jpg


mbl.is Engir ísbirnir fundust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið afrek

Þetta afrek Benedikts er sennilega eitt mesta íþróttaafrek Íslendings.  En hann fær nú samt ekki styttuna góðu frá Íþróttafréttamönnunum.  Sundið sjálft virðist hafa tekið sextán klukkutíma og ég held bara að þetta afrek sé mun meira, en þegar Grettir Ásmundarson synti yfir í Drangey með eldinn á sínum tíma.  En hver trúir þessum sögum um Gretti?  Ég hef reyndar alltaf gert það.  Sjálfur nenni ég ekki að synda neitt sjálfur.  Skrepp þó í sund í dag eftir æfingu, en ekki til að synda.  Ætla að skreppa í sjávarpottinn, ef hann er þá opinn. 
mbl.is Tókst að synda yfir Ermarsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott Björn

Góð smjörklípa þarna!  Verð að viðurkenna að mér var fyrst verulega brugðið.  Var Björninn sjálfur að svíkja okkur Sjálfstæðimenn með þessu ábyrgðarlausa hjali.  Okkur er nefnilega stranglega bannað að tala um evru og Evrópusambandið.  Nú leyfðist sjálfum Birni að tala eins og ábyrgðarlaus Samfylkingamaður um evru.  Hann hefur ekkert umboð frá flokkforustunni til að tala svona fjálglega.  Hélt fyrst að við yrðum að setja sjálfan Björn út í kuldann eins og gert var við Baugshyskið, Skífu-Jonna og Stefán Ólafs.  Við yrðum hreinlega að berja niður okkar eigin mann.  Það hefði verið hálf leiðinlegt að berjast gegn eigin manni með tilheyrandi skatta og lögreglurannsókn.  En núna held ég að þetta hafi verið nauðsynlegt innlegg hjá Birni að berja niður þessa leiðinda Evrópu & evruumræðu niður.  Hvernig tekst maður á við uppreisn í fangelsi?  Maður lemur hana auðvitað niður af fullu afli og sýnir enga linkind.  Þess vegna eigum við að kæfa þessa umræðu með öllum tiltækum ráðum.  Jafnvel með hótunum ef því er að skipta.  Ekki séns að taka upp evru.  Bráðum fáum við flottan tíuþúsundkrónuseðil með Davíð konung á framhliðinni.  Ekki séns að taka upp evru fyrir þann tíma.  En allt í lagi að koma með flotta smjörklípu til að dreifa umræðunni á dreif.  Þessi smjörklípa var miklu flottari, en þessi sem Geir kom með um daginn.  Þs brandarinn að taka upp dollara í staðinn fyrir evru.  Það var nú bara hlegið að því.
mbl.is Evruleið fremur en aðildarleið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Of seint

Ég er sennilega orðinn of gamall í þetta afbrigði af skák.  Æfði þó karate hjá Atla Karate fyrir rúmlega tíu árum síðan.  Það var í karatefélagi Reykjavíkur.  Einnig prófaði ég kickbox hjá Jimmy nokkrum, en gerði varla mikið meira, en að versla af honum boxhanska.  Ég hefði kannski kýlt á svona íþrótt fyrir c.a tíu árum, en maður á kannski aldrei að segja aldrei.  Ég væri t.d alveg til í að æfa þetta afbrigði og kannski að keppa í öldungaflokki.  Lofa þó engu um árangur, en þetta gæti samt verið skemmtilegt.  Hins vegar hefur maður oft verið að hugsa um einhverskonar útfærslu af skákmóti, kraftlyftingamóti, lyftingamóti og aflraunum.  Það er auðvitað endalaust hægt að búa til nýjar útfærslur af slíku.  Ég þekki samt nokkra skákmenn sem gætu keppt í þessu afbrigði.
mbl.is Skákbox nýtur vaxandi vinsælda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bílana eigum við!

Ég hef reyndar fundið til með fyrrverandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur í þessari aðför að honum.  Til hvers að nota fréttastofu RÚV til að taka manninn af lífi í fjölmiðlum, bara til að skila einhverjum pappírum til baka með látum. 

En öðrum máli gegnir um bílinn Toyota Land Cruiser árgerð 2006.  Hvers vegna þarf fyrirtæki eins og Orkuveitan að sjá forstjóra sínum fyrir bíl.  Og í annað stað hvers vegna stendur á því að manninum er reddað bíl, sem svo enginn veit hvort honum ber að skila bílnum eftir að ráðningasamningnum líkur.  Eru þessir menn ekki á það góðum launum að þeir eiga ekki að þurfa að fá sjö milljón króna lúxuskerru í bónus við starfskjör sín.  Þess vegna á Guðmundur Þórmundsson að skila lúxuskerru sinni, Toyota Land Cruiser að verðmæti sjö milljónir á markaðsvirði.  Guðmundur lítur á bílinn sem hluta af sínum ráðningasamningi.  Hvers vegna er ekki hreinar línur í þessu bílamáli?  Hvað eru margir ríkisforstjórar að keyra um á lúxusbílum eins og þessum.  Eiga þessir menn ekki bíla fyrir?

Páll Magnússon er líka maður sem lætur engan eiga neitt inni hjá sér.  Hann brást illa við þeim orðum Ögmundar Jónassonar alþingismanns að hann ætti að selja glæsibifreið sína til að minnka halla Ríkisútvarpsins ohf, sem hefur að undanförnu verið að segja upp fréttamönnum á landsbyggðinni til að mæta stórfelldum hallarekstri.  "Það er eðlilegt að þetta hvarfli að Ögmundi en sjálfum finnst mér þetta svo mikið lýðskrum og sýndarmennska að það er varla boðlegt", segir Páll Magnússon í samtali við dv.is.

Páll Magnússon er sagður aka um á tvöfalt dýrari bíl, en ráðherra.  Bíllinn er af gerðinni AUDI Q7, Slík bifreið kostar rúmar níu milljónir króna. Ríkisútvarpið greiðir 200 þúsund krónur á mánuði vegna bílsins.  Ég vona að þetta sér ekki lýðskrum, en finnst mönnum þetta almennt í lagi?  Þs að forstjórar á launum frá okkur skattborgurum þessa lands, fái auka bónus í formi lúxusbifreiðar.  

Ekki mér.  Ég þarf sjálfur að finna mér bíl þessa dagana og er að leita að lúxuskerru.  Þarf að greiða hann út eigin vasa þrátt fyrir að vera einn besti starfsmaður ríkisins.  Ég segi eins og Skrámur forðum,Spilling hvað?  Árni Johnsen hvað?


mbl.is Guðmundur skilaði gögnunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fallandi frægð

karpi.jpgFallandi frægð er best sagði víst einhver spekingurinn.  Þegar ég kíkti á eló-skákstigalistann í vikunni komst ég að því til skelfingar að ég hafði lækkað um heil 30 elóstig.  Þetta voru auðvitað vonbrigði þar sem ég er að mestu hættur að tefla, nema eingöngu fyrir Víkingaklúbbinn.  Það var einmitt í Íslandsmóti skákfélaga sem ég misst þessi stig, en ég náði samt 5 vinninga af sjö mögulegum.  Ég hækkaði við þann árangur á Íslenskum stigum, en hríðlækkaði á alþjóðlegum.  Það var vegna þess að ég tefldi bara við tvo sveppi með alþjóðleg stig og tapaði fyrir báðum.  Því hrapaði ég úr 2141 stigi niðrí 2115. 

Eftir að hafa spurst fyrir um þetta komst ég að því að ég hafði víst svo háan stuðul ennþá, sem þýðir að við hvern vinning tapar maður slatta af stigum og vinnur hækkar líka vel ef vel gengur.  Stuðullinn hjá mér er víst ennþá 25.   Ég verð því að sætta mig við að vera fallandi "stjarna" og reyna nú með öllum mætti mínum að halda mig fyrir ofan 2100 stiga múrinn.  Besta leiðin til þess er auðvitað að hætta alveg að tefla. Stjórna þá hreinlega Víkingasveitinni á hliðarlínunni í versta falli.

Spurning hvort ég sé nokkuð fallandi í bréfskákinni.  Ég hef nýlega keypt mér betri tölvu, sem er mun hraðari og með meira innra minni en gamla tölvan.  Síðan komu tveir af betri bréfskákmönnum landsins með besta skákforritið sem hægt er að fá í dag og settu það í tölvuna mína.  Vonandi er maður ekki alveg ellidauður í þeirri tegund skákar.

Fallandi frægð er kannski það besta.  Á myndinni má sjá fjórar fallandi stjörnur.  Talið frá vinstri, Jóhann Hjartarson fyrrum ísl. meistari í skák, Anatoly Karpov fyrrum heimsmeistari í skák, Lew Aronian fyrrum Armeníumeistari í skák & hirðfíflið Gunz fyrrum al-heimsmeistari í Víkingaskák.


Nútíma þrælahald

Við köllum þetta nútímaþrælahald.  Ungir menn sem vita ekki aura sinna tal, eru samt fastir í ánauð einræðisherra og nútímaþrælahaldara.  En að fara til Real Madrid er samt eins og að fara úr öskunni í eldinn.  Manninum er greinilega ekki viðbjargandi.

slaveryaldo.gif

 


mbl.is Pele: Ronaldo á að standa við gerðan samning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þýðir ekkert

Þýðir ekkert að flýja lögregluna svona, enda er frændi minn í lögreglunni í Reykjavík og frænka mín er fangavörður.  En að öllu gamni slepptu þá er mjög illa komið í fangelsismálum þjóðarinnar.  En ljósið í myrkrinu er auðvitað að við höfum fengið Margréti Frímannsdóttir á Litla Hraun.  Þar á hún auðvitað heima blessunin, enda vel upp alin í pólitík.
mbl.is Fangi reyndi að flýja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innrás?

Hvers vegna mega Íranar ekki eiga kjarnorkuvopn eins og Ísraelar?  Erum við ekki að horfa upp á sama ruglið og þegar Saddam Hussein var að koma sér upp gereyðingarvopnum.  Núna á að taka Írani og senda þá niðrá steinaldarstigið eins og gert var við írösku þjóðina, en í þetta sinn verður mótstaðan meiri.  Íran er óvinurinn sem Ísrael og leppríki þeirra Bandaríkin hafa óttast.  Og ég óttast að þetta brölt í heimsvaldasinnum eigi eftir að leiða yfir okkur þriðju heimstyrjöldina.


mbl.is Ísraelar við öllu búnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnar Freyr Rúnarsson
Gunnar Freyr Rúnarsson
Kominn á góðan aldur og í góðu jafnvægi.

Spurt er

Hvað á ég að gera á HM?

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband