Fćrsluflokkur: Bloggar
2.9.2008 | 19:35
Meistari
Masterinn náđi ađ vinna 125 kg flokkinn á Íslandsmótinu í réttstöđulyftu á laugardaginn. Árangurinn var kannski ekki eins góđur og mađur óskađi sér, enda hafa ćfingar veriđ frekar stopular. Samt gaman ađ fá titilinn og bikarinn sem var auđvitađ glćsilegur.
Úrslit hér:
Ljóđ um Masterinn hér:
Ćfingablogg hér:
Ţrír gamlir skákmenn tóku ţátt í Íslandsmótinu á laugardaginn og svo skemmtilega vildi til ađ ţeir urđu allri Íslandsmeistarar í sínum flokkum. Sverri Sigurđsson (2021 eló stig) sigrađi í 125 kg flokki međ 310 kg, sem er Íslandsmet hjá Metal. Gunnar Fr. Rúnarsson (2114 eló stig) sigrađi í 110 kg flokki međ 255 kg og Kári Elíson (2050 íslensk stig) sigrađi í 82.5 kg flokki međ 250 kg. Kári hefur m.a náđ mjög góđum árangri í bréfskák. Einnig eru ţeir Kári og Sverri stigaháir á Queenalice skák-servernum, en Kári er ţar stigahćstur allra.
Sigurjón Ólafsson kom manna mest á óvart í mótinu. Hann keppti í 100 kg flokki (sem betur fer fyrir Masterinn) og sett glćsilegt Íslandsmet 287.5 kg. Bjarki fóstbróđir hans stóđ sig líka vel, en tapađi naumlega fyrir Sverri Sigurđssyni. Sir-Magister átt líka endurkomu ţegar hann sigrađi í 82.5 kg flokki. Myndin var ekki tekin á mótinu á Eiđistorgi um daginn, heldur var myndin tekin fyrir ţrem árum á Íslandsmótinu í réttstöđu sem haldin var á sama stađ!
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
30.8.2008 | 11:15
Heim?
Leitt ađ heyra međ Pólverjana, ef ţeir ţurfa ađ snúa heim. Ég hef alltaf veriđ Póllandsvinur, enda hefur föđurfjölskylda mín haft órjúfanleg tengsl viđ landiđ. Afi var rćđismađur Póllands á Íslandi og sonur hans tók síđan viđ keflinu. Sonur hans er nú titlađur kjörrćđismađur Póllands á Íslandi, en ég veit ekki hver ţessi Michal Sikorski er. Hef bara ekkert vit á ţessu diplómatadćmi og segi ţví bara pass.
Pólverjar eru ekki verri en ađrar nágrannaţjóđir okkar og ég hef átt viđskipti viđ marga Pólverja, ţótt ekki hafi ţau veriđ eins umfangsmikil og viđskipti afa forđum. Hann sagđi mér oft margar sögur af Póllandsferđum sínum og hann talađi meira ađ segja hrafl í pólsku. Margar sögur voru úr stríđinu og um seinni tíma samskipti Pólverja viđ Sovétmenn og seinna Rússa. Einnig um samskipti Pólverja viđ Ţjóđverja í stríđinu og seinna viđ Austurţýska alţýđulýđveldiđ. Pólska ţjóđin hefur lent í meiri hremmingum en viđ getum ímyndađ okkur, enda liggur landiđ á milli tveggja af mestu herveldum sögunnar, Sovétríkjanna og Ţýskalands. Afi hafđi miklar mćtur á Pólverjum mig langar mikiđ ađ kynnast ţeim betur. Nćsta "draumaferđ" verđur til Póllands.
Auđvitađ fáum viđ ađ kynnast dökku hliđinni á öllum ţjóđum. Hingađ slćđast alltaf međ glćpamenn og viđ sáum nokkra Pólverja leidda inn í réttasalinn í vikunni. Ţeir voru m.a grunađir um hrottalega árás á samlanda sína. Ef viđ td dćmum alla pólsku ţjóđina út af ţessum fréttamyndum, ţá myndum viđ auđvitađ vilja senda alla Pólverja heim strax. Sendum hins vegar bara glćđamennina heim. Hinir mega vera sem lengst.
![]() |
Hópast heim til Póllands |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:17 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
27.8.2008 | 23:32
STRÁKARNIR OKKAR III
Frábćr dagur er ađ kveldi kominn. Strákarnir okkar voru fyrstu verđlaunahafar Íslands í hópíţrótt á ólympíuleikum. Eđa hvađ? Ísland hefur nefnilega áđur átt verđlaunahafa á Ólympíuleikum, fyrir utan handknattleik, Vilhjálms Einarssonar, Bjarna Friđrikssonar & Völu Flosadóttur. Íslendingar áttu nefnilega gullverđlaunahafa í hópíţrótt.
Áriđ 1920 vann landliđ Kanada gullverđlaun í Ice Hockey á Ólympíuleikunum í Andverpen. Megin uppistađa Kanadíska liđsins "Fálkarnir" voru Íslendingar. Sem sagt Vestur-Íslendingar sem unnu gull undir merkjum Kanada. Ţetta er í raun mjög merkileg saga, sem mig langar ađ skođa betur. Ađeins einn leikmađur Winnipeg-Falcons var ekki af íslensku bergi brotinn. Ţeir hétu:
Sigurđur Franklin "Frank" Fredrickson
Kristmundur N. "Chris" Friđfinnson
Magnús "Mike" Goodman
Halldór (Harold) "Slim" Haldorson
Konráđ "Konnie" Johannesson
Jakob Walter "Wally" Byron
Róbert John "Bobby" Benson
Allan Charles "Huck" Woodman (Af enskum ćttum)
Ţetta var í fyrst skiptiđ sem keppt var í Ice Hockey á Ólympíuleikum, en deilt hefur veriđ um hvort keppnin hafi í raun veriđ sýningakeppni, ţs sýningargrein eđa fullgild grein.
Fyrir nokkrum árum tilkynnti Íshokkísamband Kanada ađ merki Toronto Granites yrđi á keppnistreyjum kanadíska landsliđsins í íshokkí á Vetrarólympíuleikunum í Salt Lake City 2002, til ađ minnast ţess ađ liđiđ hefđi fyrir hönd Kanada orđiđ Ólympíumeistari í íshokkíi 1924, fyrst allra liđa. Eins og gefur ađ skilja féll ţetta í grýttan jarđveg víđa í Kanada, ekki síst hjá afkomendum Fálkanna og "íslenska" samfélaginu í Manitoba, sem fannst stórlega ađ Fálkunum vegiđ. Kanadamenn unnu nefnilega keppnina einnig áriđ 1924, en ţá var keppnin haldin í París. En vetrargreinarnar voru ţá ađskildar í fyrsta sinn og fór sú keppni fram í Chamonix.
Kanadamenn unnu gulliđ á fyrstu fjórum Ólympíuleikum, en áriđ 1936 unnu hins vegar Bretar, en Kanadamenn urđu ţá ađ sćtta sig viđ silfriđ. Eftir Ólympíuleikana í Andverpen var byrjađ ađ tvískipta keppninni í sumar og vetrar Ólympíuleika. Ólympíuleikarnir í Andverpen voru ţeir síđustu ţar sem vetraríţróttir og sumaríţróttir voru á sömu leikum. Ţess vegna var keppt í íshokkí og skautum í apríl & maí, međan ennţá var frekar kalt í veđri. Mjög skemmtileg saga, sem menn ćttu ađ kynna sér:
3. Fálkarnir
![]() |
"Fálkarnir um alla framtíđ" |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Breytt 28.8.2008 kl. 13:53 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
27.8.2008 | 20:54
Velkominn heim II
Ađ sjálfsögđu tölti ég í bćinn til ađ taka á móti strákunum okkar í dag. Viđ eigum nefnilega aldrei ađ sleppa tćkifćrinu ađ fagna og njóta augnabliksins. Hvert tilefniđ er skiptir ekki öllu máli. Svona góđur árangur ţjappar ţjóđinni saman og ţetta var sannarlega stórkostleg stund í miđbć Reykjavíkur í dag. Fleiri en einn hneyksluđust ţó á ţví ađ ég skyldi hafa látiđ sjá mig ţarna, enda átti ég ađ vera einhver andstćđingur handboltans. Ţađ er ég alls ekki, en ţađ fór samt alltaf í taugarnar á mér öll lćtin á milli leikjanna í fjögra liđa úrslitunum og úrslitaleiknum sjálfum. Mađur á aldrei ađ byrja ađ fagna í miđri keppni. Handboltinn er heldur ekki beint jađarsport eins og ég hef stundum haldiđ fram. Handboltinn var m.a vinsćlasta íţróttagrein í gömlu Sovétríkjunum. Rússland er í dag 17. milljónir ferkílómetrar. En hvađ voru Sovétríkin stór? Ţau voru risastór alveg eins og handboltinn. Handbolti er ekki neitt rottuhlaup. Handboltinn er alvöru karlmannaíţrótt!
Ég settist ásamt Faaborgmeistaranum á kaffihús á Lćkjartorgi og viđ keyptum okkur einn eđalkaffi í tilefni dagsins og fylgdumst međ hátíđahöldunum á Arnarhóli í hćfilegri fjarlćgđ. ég pantađ kaffiđ hjá föngulegri dömu og bađ um tvo bolla af kaffi fyrir mig og félaga minn. Please speak english sagđi afgreiđsludaman. Ţetta skemmdi pínulítiđ daginn fyrir mér.
![]() |
Međ stöđugan kökk í hálsinum |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
27.8.2008 | 06:34
Velkominn heim!
Reynum nú ađ lćra af reynslunni...
![]() |
Grátiđ af gleđi |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2008 | 06:25
Viđ erum
Ísland er ekki lítiđ land, Ísland er stórasta ......
![]() |
Íslendingar voru 319 ţúsund um mitt ár |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2008 | 10:22
STRÁKARNIR OKKAR II
Strákarnir okkar stóđu sig vel og enduđu međ silfriđ. Frábćr árangur, en hins vegar ćtla ég ađ vera örlítiđ fúll á móti í eina viku eđa svo. Ţoli ekki ađ tapa og vill auđvitađ alltaf ađ ég og mínir vinni gulliđ, sama í hvađa íţróttagrein um rćđir. Gleymum ţví ekki ađ litla Ísland hefur veriđ í topp tíu í handboltaheiminum síđan ég fór ađ muna eftir mér. Man t.d eftir mér í bíl áriđ 1975, ţegar Siggi Sig var ađ lýsa stórmögnuđum sigri íslenska liđsins yfir besta handboltaliđi heims. Axel Axelsson, Geir Hallsteinsson og félagar voru ţá bestu handknattleiksmenn í heimi og sigruđa alltaf ţá bestu.
Handknattleikur er bara spilađur í örfáum löndum ađ einhverju viti. Viđ getum ţví ekki alltaf veriđ ađ afsaka okkur međ ţví ađ viđ séum bara 300.000 hrćđur. Handknattleikur er hvergi eins vinsćll og á Íslandi og ţađ fullyrđi ég. Viđ getum ţví alveg boriđ höfuđiđ hátt og ţurfum ekki alltaf ađ afsaka okkur fyrirfram međ fámenninu. Handknattleikur er leikinn á norđurlöndunum og í flestum af gömlu austantjaldslöndunum. Smá áhugi er í Ţýskalandi, Frakklandi og á Spáni, en í ţessum löndum telst handknattleikur vera jađarsport.
Berum bara höfuđiđ hátt og hćttum ţessu vćli. Viđ vinnum bara nćsta eđa ţarnćsta stórmót og hćttum ţessari minnimáttarkennd.
Ég vil líka benda áhugasömum íţróttamönnum á íţróttaafrek sem unniđ var um daginn. Landsleikur Íslands og Austur Grćnlands fór fram í bćnum Tassilak á Amassalikeyju og var ég svo gćfusamur ađ vera valinn í landsliđ Íslands, sem skipađ var bestu knattspyrnumönnum Íslands sem ţá voru staddir í Grćnlandi. Uppistađan í liđinu voru m.a Kátir biskupar & Hróksmenn, auk nokkurra annarra snillinga. Grćnlenska liđiđ var skipađ bestu knattspyrnumönnum í Tassalak, en helmingurinn af liđinu var hins vegar ungir og efnilegir skákmenn. Landsleikur Íslands og Austur-Grćnlands er árviss viđburđur í tilefni ađ skákhátíđ Hróksins á ţessum slóđum.
Ég lék sem hćgri bakvörđur, en var skipt út af í rúmlega hálftíma, en kom aftur inná til ađ klára leikinn. Reyndar var knattspyrnuformiđ ekki mikiđ og átti ég nokkur mistök sem kostađi nokkur mörk. Hins vegar átti ég nokkrar frćknar tćklingar sem sennilega hefur bjargađ okkur frá tapi.
Leikurinn fór 5-5, en viđ náđum síđan ađ vinna landsliđ Grćnlands í vítaspyrnukeppni. Glćsilegur árangur, sem ekki hefur fariđ hátt í fjölmiđlum hér heima.
Hér má sjá glćsilegasta knattspyrnuvöll á Austur-Grćnlandi sem viđ lékum landsleikinn á. Tassilak er Austu-Grćnlandsmeistari í Knattspyrnu og unnu ţeir m.a liđ frá Kulusuk og Kummimut í landsmótinu. Stór hluti af meistaraliđi Tassalik tók ţátt í landsleiknum viđ Ísland og voru ţeir rosalega fljótir og leiknir.
Masterinn í varnarhlutverki hér:
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:45 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
23.8.2008 | 11:42
Skákćfingar
Nú er ćtlunin ađ gera Víkingaklúbbinn ađ Íslandsmeisturum skákfélaga. Reyndar í 4. deild, en ţađ ćtti ekki ađ skemma fyrir ánćgjunni. Til ţess ađ Víkingar verđi í baráttunni verđum viđ ađ ćfa okkur eitthvađ. Sjálfur ćtlar formađurinn ađ sýna gott fordćmi. Fyrst fór hann til Grćnlands og tók ţátt í Grćnlandsmeistaramótinu í 5. mínútna skák. Löberen-meistaramótiđ, sem hann náđi ađ vinna ásamt Einari Einarssyni međ 4.5 vinninga af fimm mögulegum. Sagt var ađ Masterinn hefđi tapađ á stigum, en reglan er nú reyndar sú ađ menn deila titlinum, en sá sem vinnur á stigum tekur fyrstu veđlaunin. Borgarskákmótiđ er t.d eitt dćmi um ţađ.
Tveim dögum seinna tók Masterinn ţátt í Greenland Open, en ţađ gekk ekki eins vel, enda var ţar teflt í 7. mínútna skákum, sem henta karlinum ekki eins vel. Ţar endađi Masterinn í 5-14 sćti.
Ţegar heim var komiđ skellti karlinn sér á Borgarskákmótiđ og endađi ţar í 6-9 sćti međ 5 vinninga af sjö mögulegum. Tefldi ţar viđ sex stigahćrri skákmenn, en einungis einn var stigalćrri. Vann ţar kempur eins og Lenku, IM-Sćvar Bjarnason, Braga Halldórsson og Pálma Pétursson. Tapađi fyrir Arnari Gunnarsyni & Guđmundi Kjartanssyni.
Nćsta verkefni var hrađskákkeppni skákfélaga ţar sem Víkingasveitin mćtti sterkri sveit KR-inga, en KR karlarnir eru geysiharđir og flestir ennţá vel yfir 2100 eló-stig. KR-ingar unnu reyndar međ 52 vinningum gegn 18. Sjálfur fékk ég 9.5 vinninga af 12 mögulegum, sem ég var reyndar mjög ánćgđur međ enda keppendurnir ekki af verri endanum. Tefld m.a tvöfalt viđ meistara eins og Hrannar Baldursson, Gunnar KR. Gunnarsson, Jóhann Örn Sigurjónsson, Jón Friđjónsson, Hilmar Viggósson, Sigurđ Herlufsen og hin geysiharđa formann KR, Kristján Stefánsson. Hinir félagar mínir voru ekki í stuđi og fengu samanlagt átta og hálfan vinning.
Hins vegar bođuđu tveir menn forföll á síđustu stundu og varamađurinn Emil Ólafsson hljóp í skarđiđ og stóđ sig međ prýđi, enda átta ađ ţjálfa hann upp í ađ verđa kletturinn í B-liđi Víkingasveitarinnar á nćsta tímabili. Kristberg Jónsson sterkasti mađur heims fatlađra kom líka óvćnt inn í liđiđ og hann mun vonandi nýtast B-liđinu á nćsta keppnistímabili.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:32 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2008 | 12:35
STRÁKARNIR OKKAR
Gott hjá strákunum okkar. Hverjir eru ţađ sem eru annars ađ níđa handboltann niđur. Talandi um jađaríţrótt og fámennisíţrótt. Fótbolti er reyndar vinsćlasta íţrótt í heimi, en handboltinn kemur eitthvađ í humátt á eftir, nánar tiltekiđ númer hundrađ fimmtíu og ţrjú. Tveim sćtum á eftir indversku rottuhlaupi. Nei ţessi brandari er auđvitađ útţynntur. Handboltinn er auđvitađ alvöru íţrótt og viđ stöndum svo sannarlega međ strákunum okkar.
![]() |
Íslendingar í úrslitaleikinn |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
16.8.2008 | 15:05
100 metrar
Ţađ var eins gott ađ Gay var ekki međ, ţví annars hefđi ţetta orđiđ hálfgert gay-pride. En Usain Bolt frá Jamaica sigrađi hins vegar glćsilega í 100 metrunum. Ég hafđi reyndar aldrei séđ hann hlaupa, en held ađ ég hafi séđ hann í gćr í undanrásunum, ţar sem hann labbađi í mark, eins og í sjálfu úrslitahlaupinu. Ţađ er reyndar ótrúlegt ađ hann hafi leyft sér ađ hćtta ađ hlaupa, ţegar 15. metrar voru eftir, en setja samt heimsmet. Tími hans var 9.69, en hvađ hefđi gerst ef hann hefđi ekki hćtt ađ hlaupa. Ţetta er í raun fáránlegt og mađurinn hlýtur ađ vera algerlega steiktur í hausnum.
![]() |
Gay ekki í úrslit í 100 metra hlaupinu |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Breytt 17.8.2008 kl. 23:49 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
Spurt er
Hvað á ég að gera á HM?
Fćrsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar