Færsluflokkur: Bloggar
24.6.2008 | 07:25
Athyglisvert
Mjög athyglisvert. Ef þetta hefur verið kind núna og hestur um daginn, þá er þetta hætt að vera fyndið. Hef þó samúð með því fólki, sem telur sig hafa séð rándýrið. Þetta er greinilega sama heilkenni og þjáir fólk sem telur sig hafa séð fljúgandi furðuhluti, drauga og aðrar kynjaverur. Því allt sem kemst í umræðuna verður smitandi. Þess vegna verðum við alltaf að fara varlega þegar við ræðum um viðkvæm mál eins og einelti og kynferðisofbeldi. þá gerist nákvæmlega þetta. Draugagangurinn byrjar.
![]() |
Björninn væntanlega rolla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.6.2008 | 10:13
Loksins
![]() |
Íbúðalánasjóður lækkar vexti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.6.2008 | 01:26
Helgin var góð
Komst ekki á þetta mót. Var að hugsa um þetta mót í vor, en núna er maður bar orðinn sófahlunkur og læt EM ganga fyrir. Fór með fjölskyldunni upp í sumarbústað Eflingar, þar sem maður horfði á leikina í EM í 20 tomma United tæki.
![]() |
Helgi Ólafsson sigraði í Djúpavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 24.6.2008 kl. 06:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2008 | 01:24
Nýtt Lúkasar-mál?
Þetta hundamál minnir óneytanlega á Lúkasarmálið í fyrra. Eini munurinn er sá að í þessu máli er augljóst að misþyrmingar á dýrinu hafi raunverulega átt sér stað, en í fyrra var engu slíku að dreifa. Sögusagnir fóru á stað með hörmulegum afleiðingum eins og menn muna. Og þessi Ísbjarnarblús síðustu daga hefur líka verið með ólíkindum. Nú sjá menn & konur hvítabjörn í hverju horni og þjóðin öll er af ganga af göflunum. Ég er þó enn þeirrar skoðunar að það hafi verið níðingsverk að myrða hvítabirnina. En hundurinn Urður var þó heppnari. Hún fannst á lífi og heilsast vel miðað við aðstæður.
![]() |
Dýraníðings leitað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 24.6.2008 kl. 06:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.6.2008 | 22:01
Tyrkjaránið
Króatar náðu ekki að hefna fyrir Tyrkjaránið, því Tyrkir unnu Króata í alveg mögnuðum leik áðan. Verð að viðurkenna að þessi leikur slær þá dramatískustu út, m.a Meistaradeildarleikinn frá árinu 1999. Tyrkir náðu að jafna leikinn á síðustu mínútu í framlengingunni. Þeir unnu svo í vítaspyrnukeppni, þar sem Rustu markvörur varða m.a eina vítaspyrnu.
Tyrkir eru eitt af mínum liðum eins og áður hefur komið fram. Ég átti m.a forláta trefil merktan tyrkneska landsliðinu, en hann er núna í eigu Narfa bróður sem er líka eitilharður aðdáandi tyrkneska landsliðsins.
Ég var reyndar á aukavakt í nótt, þar sem umræðuefnið var meint fjöldamorð Tyrkja á Armennum í upphafi síðustu aldar. Tyrkir dagsins í dag geta varla borið ábyrgð á þeim hörmungum, frekar en ungir Þjóðverjar í dag bera ábyrgð á grimmdarverkum Hitlers. Tyrkir mættu samt viðurkenna glæpinn og einnig mega þeir bæta sig á mörgum sviðum mannréttindamála, m.a framkomu þeirra í garð Kúrda.
Svo er auðvitað nauðsynlegt að hamra á því að það voru ekki Tyrkir sem rændu og rupluðu á Íslandi á miðöldum, heldur dyggir þjónar þeirra Hund-Tyrkir frá Alsír.
Minn gamli vinur Róbert Samúelsson frá Armeníu verður alveg brjálaður þegar hann fréttir að ég sé orðinn einn dyggasti stuðningsmaður tyrkneska landsliðsins. Svo er það auðvitað Íslandsvinurinn Halim-Al sem sem hefur verið góð landkynning fyrir Tyrki á Íslandi. Það mál hefur skemmt mikið fyrir Tyrkjum sem hér eru búsettir. Ég hef kynnst örfáum Tyrkjum og þeir eru síst verri en aðrir nýbúar. Alla veganna skárri en Grikkir. Áfram Tyrkland!
![]() |
Tyrkir unnu í dramatískum leik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.6.2008 | 20:59
Þýska stálið
Þjóðverjar voru rétt í þessu að vinna skemmtilegt lið Portúgala í EM í knattspyrnu. Þýska stálið stendur enn fyrir sínu og skiptir þá engu máli hvernig þeir litu út í riðlakeppninni. Þeir gera bara það sem þarf. Það sama gera Ítalir sem ég spái að fari í úrslitaleikinn gegn Þjóðverjum.
Skemmtileg lið eins og Holland, Portúgal, Króatía, Tyrkland og Spánn eiga engan séns gegn liðum eins og Ítalíu og Þjóðverjum. Frakkar eru líka í hópi þessara liða sem oftast fara alla leið, þótt þeir hafi ekki gert það í þetta skiptið. Það eru eiginlega alltaf þessi þrjár Evrópuþjóðir sem vinna þessar stórkeppnir, með örfáum undantekningum þó. Sem dæmi náðu Danir að vinna 1992 og Grikkir árið 2004.
Mitt lið í þessari keppni er spænska liðið, en til vara held ég með Tyrkjum. Einnig hef ég taugar til hollenska liðsins, en það breytir því ekki að ég tel að þjóðverjar vinni þessa keppni með því að vinna Ítalíu í úrslitaleik.
Spá mín:
1. Þýskaland
2. Ítalía
3. Holland
4. Rússland
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.6.2008 | 12:00
Salou-Tarragona-Barcelona
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2008 | 00:10
Klúður II ?
![]() |
Erfið aðgerð framundan að Hrauni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.6.2008 | 16:34
Víkingaskák
Víkingaskákin hefur legið í dvala frá haustinu 2007, en þá féll höfundur Víkingaskákarinnar Magnús Ólafsson frá. Því miður hafa félagsmenn klúbbsins ekki komið saman til að far a yfir málin, því Magnús átti mikið af Víkingatöflum og borðum, sem gagnast engum nema þeim sem hafa áhuga á Víkingaskákinni. Víkingaskákin var hugarfóstur Magnúsar og við viljum halda minningu hans í heiðri með því að halda fljótlega stórt minningarmót honum til heiðurs. Vonandi náum við að halda trúboðinu áfram, en klúbburinn í Reykjavík er ennþá óformlegur, þs enginn stjórn, mótaætlun eða þannig formlegheit. Mótin hafa verið að 1-3 sinnum á ári og við ætlum okkur að halda þessu áhugamáli okkar gangandi með áframhaldandi trúboði.
Vestfirðingar voru líka með sín reglulegu mót, en ég hef engar upplýsingar um mót hjá þeim hin síðari ár. Þeir kölluðu sína meistara al-heimsmeistara og sama gerum við.
Alheimsmeistarar frá upphafi:
1999: Skúli Þórðarson
2000: Hrafn Jökulsson
2000: Dóra Hlín Gísladóttir (kvennaflokki)
2001: Halldór Bjarkason
2002: Orri Hjaltason
2003: Gylfi Ólafsson
2002-4: Sveinn Ingi Sveinsson
2005-6: Gunnar Fr. Rúnarsson
2006: Halldór Ólafsson
2007: Sveinn Ingi Sveinsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.6.2008 | 02:24
Hneyksli
Ég er að reyna að setja mig inn aðstæður fyrir norðan og velti fyrir mér hvers vegna mátti ekki þyrma dýrinu. Hvítabjörninn er dýr sem sagt er í mikilli útrýmingarhættu. Samt er hlupið til í einhverju móðusíkiskasti og dýrið aflífað. Hvers vegna var ekki hægt að elta dýrið með Víkingasveitinni. Jafnvel þótt þoka hefði skollið á þá vissi öll þjóðin að Björninn litli hefði gengið laus og fólk hefði farið varlega. Hvers vegna var eitt hundruðum milljóna að bjarga Keikó á sínum tíma, en ekkert gert fyrir litla og sæta dýrið.
Við búum við ótta á hverjum degi. Sem dæmi þá ganga alvarlega veikir menn lausir á Íslandi, sem geta hvenær sem er tekið upp á því að meiða menn eða drepa. Fólk sem er í mikilli neyslu og gengur um tryllt og galið um bæinn. Bara tímaspursmál hvenær þeir drepa einhvern. Hvers vegna eru þessir einstaklingar ekki aflífaðir til að ég geti gengið öruggur um bæinn. Eða að minnsta kosti skotnir sterkum deyfilyfjum til að svæfa þá og flytja þá á Litla Hraun eða Sogn í laus pláss.
Hvers vegna eru umferðaníðingar ekki teknir úr umferð. Menn sem eru teknir aftur og aftur á manndrápshraða í umferðinni. Menn sem geta valdið stórtjóni hvenær sem er. Ég legg til að þessi menn verði teknir úr umferð eða svæfðir með deyfilyfjum.
Hvers vegna eru ofbeldismenn ekki teknir úr umferð á íslandi? Nei ekki fyrr en þeir slasa einhvern alverlega eða drepa einhvern. Eru ofbeldismenn kannski í útrýmingarhættu?
Það verður að vera til einhver viðbragðsáætlun næst þegar Hvítabjörn sést á Íslandi. Það þurfa að vera til rétt deyfilyf til að svæfa Björninn og senda hann aftur til sinna náttúrulegu heimkynna hver sem þau nú eru. Eða setja hann í Húsdýragarðinn með stórt svæði í kringum sig. Varla getur það verið verra en að aflífa dýrið. Svo gæti líka farið að heimsóknir Hvítabjarna til Íslands fari fjölgandi á næstu árum og áratugum, vegna hlýnunar jarðar og minnkunar jökla. Þá verða þeirra náttúrulegu heimkynni á Íslandi. Þá verður þeim endanlega útrýmt eins og Geirfuglinum.
![]() |
Skýrist á næstu dögum hvað verður um ísbjörninn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Spurt er
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Erlent
- Frans páfi er látinn
- Rússar hefja loftárásir að nýju
- Sagður hafa deilt leyndarmálum í öðru spjalli
- Rússar brotið páskavopnahlé ítrekað
- Mistök leiddu til þess að 15 bráðaliðar voru drepnir
- Skemmdarverk unnin á styttu af Mandela
- Ljón drap 14 ára stúlku
- Flokkur Farage stærstur í Bretlandi
- Maður fannst látinn í brennandi bifreið
- Fordæmdi gyðingaandúð og ástandið á Gasa