Færsluflokkur: Bloggar

Ein jarðskjálftasaga

Sem betur fer var jarðskjálftinn á fimmtudaginn ekki mannskæður, en engu að síður voru margir í miklu sjokki vegna eyðileggingar á innbúi.  Sem dæmi lenti einn vinnufélagi minn í Hveragerði mjög illa í því.  Hins vegar er merkilegt að heyra reynslusögur fólk í Reykjavík.  Sjálfur var ég t.d ekki staddur á heimili mínu sem staðsett er á þriðju hæð í Álftamýri.  Já í miðri mýri upp á þriðju hæð.  Mér er sagt að það hafi verið hrikaleg upplifun að sjá gólfið og rúður bogna í skjálftanum.  Konunni var svo brugðið að hún hljóp út úr húsinu skelfingu lostinn, en vinkona hennar sem var í heimsókn flúði með henni með sinn strák. 

Ég var sjálfur á aukavakt á geðdeild Landspítalans við Hringbraut og var að opna hurðina fyrir einhverjum gesti þegar ég heyri mikil læti.  Það fyrsta sem mér datt í hug var að einn skjólstæðingur minn væri að "snappa", en einn karlmaður á deildinni hafði verið að spennast upp eftir að líða tók á daginn og ég ályktaði sem svo að hann væri nú byrjaður að henda til húsgögnum í stofunni.

Þegar ég áttaði mig á að um jarðskjálfta var að ræða, þá brunaði ég heim til að taka niður verðmætar styttur og verðalauna gripi sem ég hafði raðað mjög ógætilega á hillu, sem staðsett er beint yfir hornsófa stofunnar.  Sem betur fer hrundi ekkert úr þeirri hillu, en mér er sagt að sjónvarpið hafi verið á fleygiferð á á sínum stað.  Síðan brunaði ég í Hafnarfjörðinn, þar sem ég er að vinna á sambýli.  Ég mætti þangað alltof seint, enda þurfti tók tíma að koma við heima til að kíkja hvort ekki væri í lagi með mitt fólk og innanstokksmuni.  Ég gat að sjálfsögðu ekki hringt heim, því farsímakerfið lá niðri fyrsta klukkutímann eftir skjálftann.  Einnig var fólki ráðlagt að vera ekki að tala í símann að óþörfu.


mbl.is Snarpir eftirskjálftar í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á skólabekk

Ég mun setjast á skólabekk enn og aftur í haust.  Núna verður námið eilítð þyngra, en fyrri námskeið.  Núna verður fötlunarfræðin fyrir valinu.  Námið er á MA stigi, en einnig er boðið upp á diplómanám.  Það nám er einungis 15. gamlar einingar.  Veit ekki hvort maður getur stundað þetta sómasamlega vegna fjölskylduaðstæðna, en það verður bara að koma í ljós. 

Fötlunarfræði


Eurovision-nörd

Fyrir svona Eurovision-nörd eins og mig er alltaf gaman að rifja upp gullmola síðustu ára

Sigurlögin frá 1970

1956-07 (1)

1956-07 (2)

1970-79

1970

1971 

1972

1973

1974

1975

1976

1977

1978

1979

1980


Imba í Tallinn

Núna er komið að því.  Gleðibankinn er kominin í úrslit í Efró-vision með asíulöndunum og fyrrum Sovétlýðveldum eins og Azerbajdian og Armeníu.  Og núna er komið að skuldardögum, því  Eystrasaltsþjóðirnar verða núna að borga okkur til baka stuðninginn sem við veittum þeim í sjálfstæðisbaráttunni á tíunda áratug síðustu aldar.  En hvað er Imba Gísla annars að gera í Eistlandi.  Er hún að flýja efnahagsvandann?  Ég veit bara að ef hún afnemur ekki þessi fjárans eftirlaunalög, þá mun ég kjósa Vinsrti-rauða í næstu kosningum. 
mbl.is Íslendingar eiga marga stuðningsmenn í Eistlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æfingablogg

Núna er stefnan tekin á 770 kg í samanlögðu í kraftlyftingum.  Til að ná því takmarki verður maður meðal annars að æfa.  Núna ætla ég að uppljósta einn af mínum leynustöðum, þar sem ég byggði mig upp fyrir 715 kg bætinguna.  Hinir staðirnir voru, Bigg-Daddy gym og Silfursport.  Fjórði staðurinn er líka leynistaður, en þar voru meðal annars þrír WPC meistarar að æfa í gær.  Þetta er hins vegar leynistaður númer EITT: 

Tekinn hefur verið í notkun nýr og glæsilegur líkamsræktarsalur á Kleppi. 

Í tilefni af aldarafmæli Klepps vorið 2007 fékk spítalinn eina milljón króna að gjöf frá ACTAVIS.  Ákveðið var að ráðstafa gjöfinni á þann hátt að hún nýttist sem allra flestum á endurhæfingu geðsviðs.
Gamla starfsmannaráðið lagði líka til eina miljón króna  sem var lokaverkefni starfsmannanefndarinnar á Kleppi og fyrir tilstuðlan
Hreyfingar voru tækin í líkamsræktarsalnum á Kleppi endurnýjuð. Þannig varð til hinn glæsilegasti tækjasalur sem er nú til afnota fyrir sjúklinga og starfsfólk.

Þann 3. apríl 2008 var nýi líkamsræktarsalurinn opnaður með viðhöfn að viðstöddum fulltrúum frá
Actavis og sviðsstjórum geðsviðs ásamt sjúklingum og starfsfólki á Kleppi.


4. sæti

Þrátt fyrir að hafa unnið efsta manninn í síðustu umferð þá náði Masterinn ekki að komast á verðlaunapall.  Endaði í 4. sæti eftir að hafa unnið Íslandsmeistara öðlinga í hraðskák.  Hann heitir Róbert Lagerman Harðarson og telst því vera besti hraðskákmaður landsins í sínum flokki.  Mótið var geysisterkt, enda voru margir aldnir meistarar mættir til leiks.  Masterinn tapaði aðeins fyrir Kristjáni Guðmundsyni & Sæbirni Guðfinnssyni.

Úrslit 

oldungur


Víkingaklúbburinn

Ég var búinn að bíða mörg ár eftir að komast á aðalfund skáksambandsins, en mitt gamla félag á skipaskaganum skuldaði alltaf svo mikið að þeir voru aldrei kjörgengir aðalfundi.  Formaður Víkingaklúbbsins tók því sig til og borgaði árgjaldið á réttum tíma.  Hins vegar var það mikið áfall þegar formaðurinn frétti að aðalfundurinn væri haldi sama dag og Íslandsmót WPC í kraftlyftingum.  Það var því nauðsynlegt fyrir formanninn að mæta á aðalfundinn kl. 10.00 um morguninn og hverfa svo af fundi til að keppa í lyftingunum.  Kaffið sem ég fékk á fundinum virðist hafa farið vel í mig úr því maður náði að bæti sig í öllum greinum mótsins.

Ég var kosningalið Óttars Haukssonar, enda hef ég haldið fleiri bjórfundi með honum en hinum frambjóðandanum.  Hins vegar held ég að Björn verði fínn forseti, en ég óttast að það verði á kostnað elóstiga Löngumýraættarinnar.  

Víkingaklúbburinn var samþykktur inn í skáksambandið ásamt hinu félaginu sem ég er skráður í, en skákfélag Vinjar var líka tekið inn í sambandið.  Á skákmóti í Vín í byrjun vikunnar var nýji forsetinn mættur og náði að leggja sterkasta skákmann Íslands í einni skrítnustu skák sem tefld hefur verið. 

Formaður Víkingaklúbbsins er ekki reynslumikill í félagstörfum og náði því ekki að snú upp á hendina á hinum fulltrúa Víkingaklúbbsins að kjósa Óttar á aðalfundinum á laugadaginn.  Sá vildi meina að Björn hafi viljað halda link skákhornsins á skák.is (sem er styrkt af skáksambandinu).  En á skák.is var ekki leyft að hafa link á hið stórhættulega skákhorn.  Það þurfti víst sérstakan ályktun um það á sínum tíma og skáksambandi lét víst fjarlægja linkinn.  Ég vona því að nýji forsetinn noti nú vald sitt og lagfæri þessa vitleysu.  Það getur vel verið að Óttar hafi verið á móti þessu, en ég kaus hann nú samt.  Varla stærsta málið í skákhreyfingunni, en enga síður heitt mál.

Hinn nýji forseti verður örugglega mjög duglegur, því hann var meira og minna í símanum milli umferða.  Á myndinni má sjá forsetan í símtali í miðri myndatöku.  Gaman að þessu. 

Vormót Lóunnar: vinskak


Golfsettið

Þá fer maður að pússa golfsettið fyrir sumarið, en í því sporti er ég nú komin með rétt 1000 elóstig.  Vonast þó til að enda í 1500-1600 elóstigum þegar sumarið verður búið.  Einnig hef ég nú tekið fram fjallgönguskóna, en elóstigin í því sporti verða ekki gefin upp.  Svo verður maður líka að stunda líkamsrækt og lyftingar í sumar, því vinir og kunningjar hafa hvatt mig til að hætta ekki núna, úr því maður var að fjárfesta í alvöru útbúnaði, eins og stálbrækur og sloppAR sem eiga að gefa manni séns á bætingum á næsta keppnistímabili. 

Íslandsmeistari

Þá tókst manni loks að vinna kraftlyftingamót, þar sem keppt er í öllum þrem greinum kraftlyftinga.  Áður hafði ég náð að vinna gull í Íslandsmót Kraft í réttstöðulyftu tvisvar sinnum og eitt gull í "Pull & push", þar sem einungis var keppt í tveim greinum kraftlyftinga, þs bekkpressu & réttstöðulyftu.

Eftir geysiharða keppni við Sverri Sigurðsson & Sigurjón Ólafsson náði ég að vinna gullið.  Fyrir mánuði síðan lenti ég í fjórða sæti í Metal-mótinu í sama flokki og þar sigraði Sverrir mig glæsilega, þegar hann reif upp 300 kg í réttstöðu eins og hrat.  Eftir það mót var ég harðákveðin að gera betur á síðasta móti keppnistímabilsins.  Ég dreif loks í því að fá mér útbúnað sem ég hafði svo lengi trassað.  M.a vegna þess að ég hafði ekki tekið þetta nægilega alvarlega.  

Á þessu síðasta móti vetrarins var ég með allan útbúnað í lagi, m.a sérstaka hnébeygjubrók, sérstaka deddbrók og tvo bekkpressusloppa.  Nýja sérútbúna hnébeygjuskó og nýtt kraftlyftingabelti.  Það dugði ekki minna til ef ég ætti að eiga séns í menn eins og Sverri, sem var í feiknaframför.  Annar gamall moli, Bjarki Hriki hafði greinilega engan áhuga að keppa í sama flokki og við, en hann var bara rétt rúmlega kíló þyngri en ég.  Hann hefði sennilega hirt gullið ef hann hefði skellt sér í gufubað.  Hann kaus hins vegar að keppa við sjálfan Magnús Ver í 125 kg flokknum, en Bjarki vigtaðist 111 kg.

Þrátt fyrir frekar stopular æfingar, náði ég loksins móti sem allt gekk upp.  Í fyrsta lagi var útbúnaðurinn í hnébeygju að gefa mér vel.  Svo hafði ég með mér frábæran aðstoðarmann, Metal-doktorinn Fjölni Teygjutvist sem eitt mesta tækniséní í þessu sporti.  Held að dæmið hafi ekki gengið upp á aðstoðar hans.  Einu vonbrigðin voru þau að taka ekki 200 kg í bekkpressu á mótinu, en upphaflega ætlaði ég bara ætlað að einbeita mér að því verkefni.  Því miður tókst það ekki að þessu sinni, en ég rétt lyftu rassinum af bekknum sem dómararnir tóku eftir.  

Niðurstaðan var bæting í öllum þrem greinunum og bæting í samanlögðu.  Bæting um tíu kíló í hnébeygju, tvö og hálft kíló í bekkpressu, tvö og hálft kíló í réttstöðulyftu og þrjátíu og fimm kíló í samanlögðu.  Samt finnst mér að ég eigi auðveldlega að geta bætt mig meira.  Í fyrsta lagi hefur maður aldrei nennt að æfa alvöru hnébeygjur með strákunum.  Í öðru lagi eiga tvöhundruð kílóin eftir að detta inn í bekkpressunni og gott betur og 300 kílóin í réttstöðu detta líka inn, þegar maður er farinn að taka hnébeygjur eins og maður.

Úrslit Íslandsmeistaramóts WPC


Congratulation

Í dag er stór dagur, því bæði aðalfundur skáksambandsins og Íslandsmóti WPC í kraftlyftingum er í dag. Í kvöld fögnum við með sigurvegurunum, hverjir sem þeir svo verða.  

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnar Freyr Rúnarsson
Gunnar Freyr Rúnarsson
Kominn á góðan aldur og í góðu jafnvægi.

Spurt er

Hvað á ég að gera á HM?

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband