Færsluflokkur: Bloggar

kanslari Austurríkis

Hvað getur maður sagt um Austurríkismenn?  Ég meina hvað á maður að halda?  Ein mesta menningarþjóð Evrópu og vagga Evrópu.  Miðstöð menninga og lista.  Sjálfur hef ég haft á þeim miklar mætur síðan Njalli frændi sótti þangað menntun sína.  Sem smitaðist út í fjölskyldunni.  Seinna má segja að ég hafi tengst landinu fjölskylduböndum aftur, því þar á ég bæði mágkonu og svila.  En landið hefur yfir sér dimma áru, því óeðlilega mikið að hrottum hafa orðið til á þessum litla bletti, M.a sjálfur Dolli Hitler, Abdou flugvallarstarfsmaður Austrian og djöfullinn í mannsmynd Josef Fritzl .  Já kanslari Austurríkis má alveg hafa áhyggjur, því orðspor Austurríkis hefur enn og aftur beðið hnekki.  Þetta er bara toppurinn á ísjakanum.  Þegar ég var staddur á Pattaya síðast og horfði á túristana fór maður ósjálfrátt að hugsa um skemmdu eplin.  Í strandbænum fallega voru oft evrópskir karlmenn frekar ógæfulegir.  Þeir voru oft einir á ferð og báru af sér illan þokka.  En svona er lífið víst.  Nágranni þinn gæti þess vegna verið hinn mesti hrotti.

Jósef fór til Thailands 

Jósef á Pattaya (myndband) 


mbl.is Kanslari Austurríkis óttast orðspor landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óttar forseti

Ég ætla mér að kjósa þennan mann sem arftaka Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur í embætti forseta Skáksambands Íslands. Hinn frambjóðandinn Björn Þorfinnsson er mjög efnilegur og ber af sér góðan þokka. En ég þekki hann ekki neitt. Hef aldrei talað við hann og ótrúlegt en satt aldrei teflt við hann. Nema kannski á ICC. Er þó ekki viss. Björn er líka á mikilli uppleið í skákinni og það væri synd að skemma það, en Björn er núverandi atskákmeistari Íslands.  Óttar er hins vegar gamall félagi og þrátt fyrir að vera oftast stigalægri hefur karlinn haft mig oftar í skákinni. Hann er líka skemmtilega athyglissjúkur.  Hann mætti þó  blogga meira karlinn! 

Óttar býður sig fram í embætti forseta.

 

Ottar_Felix_Hauksson_forma_ur_TR_2005-


Úrklippan

gamlamyndin15gamlamyndin14

Mótmæli eða skrílslæti?

Ég veit ekki hvað skal segja?  Var ekki á svæðinu og veit ekki hvað gerðist.  Horfði þó á beina útsendingu frá "mótmælunum" í dag og fannst þetta eitthvað óraunverulegt.  Leið eins og ég væri að horfa á fréttamyndir frá París eða Tíbet.  Eða frá Torgi hins himneska friðar fyrir áratug, en ég heyrði í útvarpinu í dag að gárungarnir væru farnir að kalla þetta hringtorg uppi Norðlingaholti, Torg hins himneska friðar.

Ég er að sjálfsögðu á móti skrílslátum, en er samt ánægður að Íslendingar geta mótmælt eins og menn.  Hingað til hefur landinn látið allt yfir sig ganga.  Það er kannski 2-3 skipti á síðustu öld sem sambærilegir atburðir hafa gerst.  Gúttóslagurinn 1932.  Innganga landsins í Nató árið 1949 og einhver stúdentamótmæli í tíð 68-kynslóðarinnar.  Það er því kannski 50 ár síðan lögreglan hefur þurft að berja svona marga í einu.  

Hvernig væri nú að mótmæla alvöru ranglæti eins og kvótakerfinu, eftirlaunafrumvarpinu og öllum náttúruspjöllunum.  Eru Íslendingar loksins að verða menn eða?


mbl.is 21 handtekinn í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síðasta tækifærið?

Hefði Eiður skorað hjá þessum Kameni hefði hann kannski fengið að vera með í næsta leik.  Næsti leikur verður gegn Man. Utd í Meistaradeildinni, þar sem Manchester menn eru mun líklegri sigurvegarar.  En það getur reyndar allt gerst í fótbolta.  Hitt er hins vegar ljóst að Barcelona verður ekki spænskur meistari í ár.  Og vonandi verður nú Rijchard þjálfari látinn fara.  Nema þeir nái að grísa á þessa Meistaradeild.  Og Eiður fái að vera með gegn Utd.  Ef Eiður verður Evrópumeistari með Barca í vor, þá fær hann mitt atkvæði sem besti knattspyrnumaður Íslands. 

Sjónvarpstöðin Sýn (það fær mig enginn til að kalla þessa stöð, stöð 2 sport) stendur fyrir skemmtilegum leik, þar sem fólk á að velja besta knattspyrnumann Íslandssögunnar.  Sniðugur leikur þar sem knattspyrnuáhugamenn fá að bera saman epli og appelsínu.  Nær allir sem taka þátt í kjörinu voru ekki einu sinni fæddir þegar Albert Guðmundsson var upp á sitt besta.  Þannig að mat manna hlýtur að vera huglægt, frekar en byggt á eigin reynslu.  Samt vill ég meina að Albert hafi verið sá besti.  Hann hafi staðið jafnfætis þeim Pusckas og DeStefano, sem voru bestir á þeim árum. 

Ásgeir Sigurvinsson er að mínu mati næst bestur, þótt ég telji að hann hafi alla tíð verið ofmetinn leikmaður.  Hann var fastamaður í miðlungsliði Stuttgart á sínum tíma.  Hann sat eitt ár á bekknum hjá Bayern og lagði sig aldrei fram með Íslenska landsliðinu.  Svo var hann algerlega einfættur leikmaður, sem var uppi á alveg hárréttum tíma.  Eiður Smári hefur hins vegar aldrei verið fastamaður í sínum liðum.  En hann hefur samt leikið með bestu liðum heims, sem útaf fyrir sig er afrek.  Albert er að mínu mati sá best frá upphafi.  Get ekki rökstutt það, en hef þetta bara á tilfinningunni.  Eiður verður hins vegar sá besti í mínum huga ef hann fær og að spila úrslitaleikinn í Meistaradeildinni og skorar mark. 

Listi þeirra Sýn-armanna er langt í frá fullkominn (frekar en minn listi).  Á tíu manna listanum vantar m.a Eyjólf Sverrisson, sem hefur m.a verið lykilmaður í þrem meistaraliðum í Evrópu, auk þess að eiga langan og gæfuríkan feril.  Hermann Hreiðarsson hefur líka alltaf verið lykilmaður í sínum liðum, þótt þau hafi flest skrapað botninn á Englandi.  

A. 10. bestu að mati stöð2

B. 20. manna hópurinn (æviágrip) 

Minn listi:

1. Albert Guðmundsson

2. Ásgeir Sigurvinsson

3. Eiður Smári

4. Jóhannes Eðvaldsson

5. Arnór Guðjónssen

6. Eyjólfur Sverrisson

7. Hermann Gunnarsson

8. Þórólfur Beck

9. Ríkharður Jónsson

10. Atli Eðvaldsson 

 


mbl.is Eiður lék fyrri hálfleikinn í jafnteflisleik Barcelona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snilld

Hvað snillingur kom þessum kubb aftur á kortið.  Þetta var svo vinsælt fyrir einum 28. árum, eða þegar ég var unglingur.  En nú er hann kominn aftur. 
mbl.is 5 ára Rubik snillingur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laga STRAX

Ég fór þarna suður-með-sjó í vikunni.  Tók æfingu í Massanum í Njarðvík með Spjóta-yfiranda.  Yfirandinn er alltaf þrælsterkur reyndist mér meðal annars hjálplegur á Metalmótinu núna um daginn.  Á mánudaginn var hins vega bara liðnir tveir dagar frá móti og skrokkurinn var ekki búinn að jafna sig.  Tók bara létta bekkpressu 90 kg nokkur reps.   Fljótleg verður 200 kg múrinn (á móti) rofinn  í guðsgreininni.

Á leiðinni fór ég auðvitað fram hjá þessum fræga Vogarafleggjara.  Skil ekki hvers vegna ekki sé hægt að laga þetta strax.  Það er ekki hægt að bjóða suðurnesjamönnum upp á þetta glapræði.   


mbl.is Úrbætur á Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nettengdur

Þá er maður loksins orðinn nettengdur aftur. Ákvað að prófa létta NOVA tengingu og gefa OgVodafone frí í smá tíma.  Kosturinn við Nova er auðvitað verðið og svo er líka hægt að tengjast hvar sem er á Reykjavíkursvæðinu auk þess sem búnaðurinn á að virka í sumarbústaðinn, s.b Grímsnesið.

Keppti í dag á fyrsta kraftlyftingamóti Metals.  Komst því miður ekki á verðlaunapall í dag, því andstæðingar mínir í 110 kg flokknum voru allir í feiknastuði.  Baráttan hjá mér í dag snérist um að bæta eigin árangur og ná kannski 3. sæti í tótali.  Því miður hafðist það ekki í dag og engum get ég kennt um það nema sjálfum mér.  Æfingarnar hafa verið stopular og hnébeygjan setið á hakanum eins og fyrri daginn.  Hins vegar var þetta ekki svo alslæmt, því ég bætti mig bæði í bekkpressu (á móti) og samanlögðum árangri.  Ég hafði 190 kg í þriðju tilraun í bekkpressunni, eftir að hafa gert 180 kg ógilt og klikka svo á 190 kg í annarri tilraun.  Aftur var það Fjölnir læknanemi sem gerði kraftaverk, en 200 kg á móti náðist því ekki að þessu sinni.  Það kemur eftir mánuð á síðasta mótinu.  Þá ætla ég að taka 250 kg í hnébeygjum, 200 kg í bekkpressu og 285 kg í réttstöðulyftu.  Eða samtals 735 kg.  Á maður ekki að vona það besta.  Þetta var þó ekki svo slæmt þrátt fyrir allt.  Maður er jú bara gamall gigtsjúklingur.  


Í pílukastið

Ég tók þá ákvörðun í dag að verða pílukastari.  Ástæðan er sú að mig langar mikið að breyta til og hella mér úr í nýja dellu.  Gömlu áhugamálin eru hvort eð er ekki að gefa mér eins mikla gleði.  Skákin stendur bara í stað, eins og Víkingaskákin.  Lyftingarnar eru líka skemmtilegar og ég mun að sjálfsögðu stunda þær áfram eins og öll þjóðin gerir.  En ég mun ekki keppa oftar í því sporti, því útilokað er að ég nái lengra sem gamall gigtarsjúklingur.  Ég hef hvort eð er alltaf æft mér  til ánægju og tekið þátt í nokkrum mótum með félögunum.  Samt gaman að eiga nokkrar medalíur í safni sínu.  Þar á meðal þrjú "gull".  Annars hefur árangur ekki verið neitt sérstakur, en það hefur ekki skipt öllu máli.  Annað er að áhugamálin skipta orðið minna máli en áður.  Fjölskyldan er að sjálfsögðu númer eitt.  Vinnan númer tvö.  mennta sig meira númer þrjú og áhugamálin númer fjögur.  Læt því allan leikaraskap mæta afgangi. 

Ég náði nefnilega lífstíðarmarkmiði mínu í síðustu viku, þegar ég bætti mig loksins í bekkpressu.  Ég náði að pressa upp 200 kg í bekkpressuslopp.  Gamla æfingametið mitt var 190 kg, en ég hef verið að taka mest 180-85 kg á móti.  Nú þegar útbúnaðurinn í bekkpressu er orðinn það góður að hann er sennilega farinn að gefa mér 30-40 kg aukalega, sem leiddi til þess að ég náði þessum áfanga. 

Einn af mínum gömlu æskuhetjum Erlendur Valdimarsson kringlukastari náði m.a annars að pressa 200 kg með því að leggja handklæði á brjóstkassann og henda upp 200 kg.   Fimmtudaginn 27. mars mætti í svo í Silfursport með sloppinn góða í töskunni.  Fjölnir læknanemi og yfir-sloppafræðingur aðstoðaði mig við að koma mér í flíkina.  Svo tók maður nokkrar upphitunarþyngdir, flestar misheppnaðar, en fór svo í 180 kg.  Fjölnir rak mig svo í 190 kg, en vildi svo að ég færi næst í 200 kg.  Ég taldi manninn vera brjálaðan en lét svo vaða.  Þyngdin fór svo upp, með smá bumbulyftu.  Að sjálfsögðu var þetta ekki lögleg lyfta þar sem hún var ekki tekin á móti, en engu að síður braut maður loksins sálræna múrinn.  Flestir áhugamenn um líkamsrækt haf ekki tekið sína mestu lyftur í keppni.  Því er auðvitað ekki hægt að færa sönnur á lyftuna.  Einungis æfingafélagarnir geta staðfest árangurinn.  Ég held því miður að ég nái ekki lengra en þetta.  Vissulega gott að hafa loks náð að klára 200 kg, þótt lyftan hafi ekki verið framkvæmd á "ketinu" eða í móti.

Pílukastið er þegar hafið.  Þjálfari minn er vinnufélagi minn Þröstur Ingimarsson, margfaldur meistari í bridds, skák og pílukasti.  Bílskúrinn minn mun verða innréttaður sem æfingasalur af bestu gerð, þs þegar hann losnar.  Ég er bara með 700 elóstig í pílukasti eins og er, en reikna með að verða 1000 stiga eló-maður áður en sumarið byrjar. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnar Freyr Rúnarsson
Gunnar Freyr Rúnarsson
Kominn á góðan aldur og í góðu jafnvægi.

Spurt er

Hvað á ég að gera á HM?

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband