Færsluflokkur: Bloggar
2.12.2007 | 05:34
Æfingablogg
Hér í Thailandi ætlaði maður að skella sér á æfingu til að halda sér í formi. Það var liðinn hálfur mánuður af ferðinni, þegar maður skellti sér á fimmstjörnu hótelið hér í Loei (Loei Palace Hótel) og vildi borga fyrir æfingu "gay"-gymminu. Starfsmaðurinn í móttöku hótelsins sagði að því miður væri bæði sundlaugin og fitness salurinn lokaður vegna viðgerða og viðhalds og opnaði ekki fyrr en eftir um tíu daga. Að sjálfsögðu var þetta smá áfall í viðburðarleysinu hér í sveitinni, en smá tilhlökkun fór að berast í brjósti mér vegna þess að nú ætlaði hótelið að taka til hendinni og endurnýja "salinn", sem stóða varla undir nafni. 12. nóvember mættum við svo fjölskyldan á æfingu, en þá kom í ljós að sundlaugin og æfingasalurinn voru í nákvæmlega sama ástandi og í fyrra. Erfitt var að sjá hvort eitthvað hafi verið unnið á svæðinu, en helst datt manni í hug að sturtuaðstaðan hefði verið tekin í gegn, en það var ekki að sjá. Við fengum eiginlega enga skýringu á þessari vitleysu, en þetta varð til þess að lítið var æft í ferðinni. Manni hefur svo sem dottið í hug að í Loei, stærsta bænum í sveitinni gæti leynst viðskiptatækifæri og ég gæti orðið frumherji á sviði líkamsræktar á svæðinu. Einhverskonar Bjössi í World-Class hér í Leoi. Held að ég láti bara verða af því næst þegar ég kem hingað. Nenni heldur ekki að vera svo mikið í Wangsaphung (bænum mínum), heldur finnst mér miklu skemmtilegra að vera í Leoi, sem er mun stærri bær og starfsemi af þessu tagi myndi frekar ganga upp.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.11.2007 | 04:18
29. nóvember
Viktoría Johnsen á afmæli í dag. Hún er fædd 1993 og er því 14 ára gömul. Gunnar Friðriksson afi var fæddur þennan dag árið 1913 og hann hefði því orðið 94. ára í dag hefði hann lifað. Það þarf ekki að taka það fram að björgunarskipið Gunnar Friðriksson frá Ísafirði er nefnt eftir Gunnari Friðrikssyni frá Látrum í Aðalvík.
Gunnar fæddist 29. nóvember 1913, að Látrum í Aðalvík. Foreldrar hans voru hjónin Friðrik Magnússon, útvegsbóndi og Rannveig Ásgeirsdóttir. Gunnar ólst upp í Aðalvík en sótti barnaskóla, m.a. á Ísafirði, einn vetur og gagnfræðanám og útskrifaðist úr gagnfræðaskóla á Ísafirði 1932. Sama ár hóf hann útgerð og fiskvinnslu í heimabyggð sinni í Aðalvík aðeins 18 ára gamall. Rak hann þar útgerð og stundaði sjómennsku til ársins 1935. Gunnar stundaði sjómennsku, verslunar- og verksmiðjustörf í Djúpuvík og Reykjavík til 1940 er hann stofnaði ásamt Sæmundi Stefánssyni eigið innflutningsfyrirtæki, Vélasöluna hf. í Reykjavík. Rak hann það fyrirtæki í yfir 60 ár. Upp úr 1950 hóf Gunnar undirbúning að innflutningi á fiskiskipum fyrir útgerðarmenn og jukust smám saman umsvif hans á því sviði. Stóð hann að innflutningi mikils fjölda skipa um árabil. Þá átti Gunnar um skeið hlut í útgerðarfyrirtækjum. Gunnar lét sig slysavarnamál miklu varða. Hóf hann störf á þeim vettvangi um 1950 og var kjörinn í aðalstjórn Slysavarnafélags Íslands 1956. Var Gunnar rúman aldarfjórðung í stjórn SVFÍ og var hann forseti félagsins í 22 ár, frá árinu 1960 til 1982. Gunnar vann að ýmsum öðrum félagsmálum allt frá unglingsárum og átti sæti í stjórn fjölda félaga og samtaka. 17 ára gamall var hann t.d. fulltrúi á þingi Alþýðusambands Íslands. Árið 1940 kvæntist Gunnar Unni Halldórsdóttur frá Sandbrekku í Hjaltastaðaþinghá. Unnur lést árið 1999. Eignuðust þau þrjú börn, Friðrik, Rúnar og Guðrúnu, en áður átti Gunnar einn son, Sæmund.
Myndin af Gunnari afa og Gísla Halldórssyni er sennilega ein síðasta mynd sem tekin var af honum, en myndin var tekin á Kaffi París í nóvember árið 2004. Þar sátu þessar öldnu kempur löngum stundum og ræddu gamla tíma. Á veggnum á kaffistofunni var síðan hengt upp mynd af þessum öldnu fastakúnnum, en eftir að staðnum var breytt virðist enginn vita hvað varð um myndina góðu
![]() |
Gunnar Friðriksson kominn að báti sem bilaði í Jökulfjörðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.11.2007 | 02:06
Landeyjarnar
Frábært framtak. Núna getur maður farið í Landeyjarnar án þess að rústa bílnum sínum. Á Krossi í A-Landeyjum skammt frá Bakkafjöru er nefnilega gömul falleg kirkja og á lóðinni er reiturinn sem gamla húsið langömmu og langafa stóð. Ég var nú reyndar ekki fæddur þegar gamla húsið var rifið, en fjölskyldan reynir að fara í pílagrímsferðir að Krossi, minnsta kosti einu sinni á ári.
Afi minn hét Guðni Gíslason og var af hinu svokallaða Sleifarkyni, kennt við bæinn Sleif í sveitinni. Af þeirri ætt eru m.a nokkrir frægir Íslendingar, en sagt var að Gísli faðir Guðna hefði verið rangfeðraður. Afi Gísla langafa var einn af voldugustu mönnnum nítjándu aldarinnar og sagður bera ættanafnið Thorarensen, en gamlar frænkur þora ekki enn að ganga í þetta mál, enda sennilega of seint. Þar með á maður að öllum líkindum fullt af náskyldum ættingjum, sem komnir eru af hinum þekkta embættismanni, en það er hvergi skráð, m.a í Íslendingabók.
lang-amma mín Helga María Þorbergsdóttir var líka rangfeðruð, en pabbi hennar var líka mjög þekktur á sinni tíð vegna athafnarsemi sinnar. Ekki er heldur þorandi að nafngreina hann vegna þess að hann á líka mikið af afkomendum, sem yrðu kannski ekki ánægðir að frétta þetta á einhverju bloggi út í bæ. Sagt var að Þorbergur, sem dó árið sem langamma fæddist, hafi ekki verið faðir hennar. Langafi og langamma voru bláfátækir leiguliðar, sem eignuðust fjögur börn, þrjár stelpur og einn strák. Vegna mikillar fátæktar var bara hægt að senda elsta soninn til mennta, en seinna varð hann (Þórarinn Guðnason) mjög þekktur skurðlæknir og bókaþýðandi. Þýddi m.a uppáhaldsbókina mína Manntafl, eftir Stefan Zweig.
Amma mín, Bergþóra og systur hennar Þórhalla og Guðrún voru líka búnar miklum mannkostum, en amma mín starfaði mikið við aðhlynningu eftir að hún flutti til Reykjavíkur með afa mínum Sigurði Guðmundsyni barnaskólakennara. Afi var Skaftfellingur í húð og hár, fæddur í Vík í Mýrdal, en kenndi lengi vel að Seljalandi og Skógum undir Eyjafjöllum. Þessir staðir eru líka helgir í huga fjölskyldunnar, þs, Skógar, Seljaland og Vík. Sjálfur hef ég ekki farið í mörg ár að Krossi, en var á leiðinni þangað um verslunarmannahelgina, þegar bíllinn næstum bræddi aftur úr sér. Nú voru góð ráð dýr, en við troðum okkur því öll inn í litla bílinn hennar mömmu og við komust á endanum á helgasta stað á Íslandi. Svo bauðst fjölskyldunni að byggja sumarbústað á lóðinni, af þáverandi landeigendum, en ekki nokkur maður í stórfjölskyldunni hafði áhuga eða getu til að standa í svoleiðis vitleysu fyrir c.a 20. árum. Nú er útlit fyrir að þetta svæði verði svakalega vinsælt og eftirsótt, en það er að sjálfsögðu allt of seint að fara að heimta skikann núna, enda allt aðrir eigendur held ég.
Þessi pistill er reyndar skrifaður til að losa um mikla ritstíflu, sem hefur verið að angra mig að undanförnu. Hef eiginlega engan áhuga á að blogga lengur, en þessi pistill ætti að losa um stífluna í bili.
![]() |
400 milljónir til Bakkafjöruvegar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2007 | 17:25
Glæsilegt

![]() |
Hvergerðingur Bahamameistari í skák |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.11.2007 | 03:19
Hamagangur á hóli
Ég er að reyna að sjá fyrir mér ef Ólafur Ragnar Grímsson sæti á milli þeirra Geir Haarde og Chavez. Nei mér datt þetta bara svona í hug, því ég hélt í einfeldni minni að Spánarkonungur væri vandaður rólyndismaður. En hvað um það þá fær Chavez mitt atkvæði ef það verður kosið á morgun. Lifi sósíalisminn! ¿Socialismo O Muerte?
Myndbandið hér:
![]() |
Chavez krefst afsökunarbeiðni frá Spánarkonungi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.11.2007 | 07:18
Hundalíf
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.11.2007 | 15:56
Frá Bratislava til Bangkok
Þetta var hálfgerð heimsreisa á nokkrum dögum. Við ætluðum til Bangkok, en enduðum í Bratislava í Slóvakíu. Ætluðum í sólina og hitann, en enduðum bak við gamla góða járntjaldið!
Mynd 1. Kjartan Friðþjófsson og fjölskylda voru strandaglópar líka í Kúben og við eltum þá (kona hans náði einu standby sæti og fór á undan Kjartani og frænda hans) til Vínar og Bratislava í Slóvakíu! Kjartan vinnur hjá SAS í Osló og var á leiðinni til Thailand eins og við. Hann reyndist líka vera af miklum skákættum.
Mynd 2. Er af Thailending, sem er í raun ekki Thailendingur heldur fæddur á Thailandi, en foreldrar hans eru frá Punjab á Indlandi. Hann er múslimi og af ríku klæðskerafólki kominn. Hann var strandaglópur í nokkra daga í Kúben eins og við. Það er eins og maður hefur sagt oft áður, að ekki kynnist maður Dönum í Kúben, heldur forríkum Punjabgaur, sem drekkur vel, þrátt fyrir að vera múslimi.
Mynd 3. Systir Deng býr í Kaindorf einum fallegasta og minnsta bæ Austuríkis. Þar dvöldum við tvo sólahringa
Bloggar | Breytt 9.11.2007 kl. 07:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.11.2007 | 15:24
Til Bauna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2007 | 23:50
Eyjvi
Ég hef hins vegar ákveðið að styðja EKKI landsliðsþjálfarann minn hann Eyjva (Eyjólf Sverrisson) áfram í starfi sínu sem landsliðsþjálfara. En reyndar er ég ekki svo hrifinn af því að reka hann, vegna þess að við gleymum því alltaf að við erum bara dvergríki í samfélagi þjóðanna. Samt höfum við látið landsliðsþjálfarana fara einn af öðrum, menn eins og Atli Eðvaldsson, Loga Ólafsson og Ásgeir Sigurvinsson svo nokkur dæmi séu tekin. Samt náðu þessir karlar mun betri árangri en Eyjvi. Tvö töp fyrir "stórliði" Letta. Tap og jafntefli við stórþjóðina Liechtenstein. Niðurlægðir af Svíum, Dönum og Spánverjum. Þessi árangur er óásættanlegur. Ég hafði strax í upphafi miklar efasemdir um að ráða landsliðþjálfara sem hafði aldrei þjálfað alvöru lið áður. Jú, hann hafði þjálfað ungmennalið Íslands með góðum árangri, en sennilega var hann ekki kominn með reynslu sem hann hefði seinna fengið og það er ekkert sem segir að Eyjólfur eigi ekki seinna eftir að verða hörku þjálfari, en núna stendur hann of nærri þeim leikmönnum sem hann var að þjálfa í tíma. Hann lék nú með mörgum af þessum strákum í landsliðinu á sínum tíma. Ég er nefnilega skíthræddur um að 14-2 metið fræga sé í hættu. Ísland leikur síðasta leikinn við Dani, sennilega á Parken, þar sem við gætum tapað stór. Það eru fjórir þjálfarar sem koma til greina í stöðuna að mínu mati (fyrir utan mig sjálfan). Í fyrsta lagi er það Óli Jó fyrrum þjálfari FH. Í Öðru lagi er það Willum Þór hinn sigursæli þjálfari Valsmanna. Í þriðja lagi er það Gaui Þórðar, sem náði bestum árangri sem Ísland hefur náð fyrr og síðar og að lokum er það óska þjálfarinn að mínu mati. Það er maður sem hefur þjálfað smærri landslið um allan heim og gert þau öll að stórum liðum. Hollendingurinn Guus Hiddink þjálfaði m.a S-Kóreu, Ástralíu og Rússa og hann væri örugglega til í að taka að sér enn eitt smáliðið fyrir góðan pening. Núna ættu nýríku peningamennirnir að taka upp veskið. Gaf ekki Róbert Wessman milljarð í einhvern háskóla í Reykjavík. Getum við ekki skikkað Bjarna Ármanns til að gefa c.a einn milljarð til knattspyrnulandliðsins (karla) af Rei peningunum okkar. Hann lagði nú hálfan milljarð í Rei, sem síðan varð einn og hálfur milljarður, sem síðar mun verða um tíu milljarðar, samkvæmt mati sérfræðingana. Þetta er frábær hugmynd að Bjarni Ármanns verði skikkaður til að verða Róman Abramovich Íslands.
Það eru bara þrír menn sem hafa vit á knattspyrnu á Íslandi. Það er Willum Þór, Guðjón Þórðarsson og ÉG. En að gefnu tilefni vil ég taka það fram að ég er ekki að taka við Íslenska landsliðnu. Ég hef bara ekki áhuga á því, meðan að efniviðurinn er ekki betra en þetta. Landsiðið í dag er bara Eiður Smári léttfeiti og tíu vélmenni. En hins vega skal ég hugsa málið ef Bjarni okkar Ármannsson réttir mér feita ávísun upp á milljarð yfir borðið og biður mig um að taka við landsliðinu. Ég er í ágætis vinnu og hef ekki tíma til að ferðast um einhver dvergríki með brjálaða fótboltamenn í eftirdragi. Ég veit alveg hvernig þeir haga sér á íslenskum hótelum, en ég segi ekki meira, enda má ég það ekki. Áfram Ísland!
Bloggar | Breytt 20.10.2007 kl. 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.10.2007 | 22:03
Bingi
Ég hef ákveðið að styðja bloggvin min, jafnvel þótt hann sé hættur að blogga hérna og hafi fært sig annað. Bingi (Björn Ingi), sýndi mikið hugrekki þegar hann losaði sig við Villa Volgabjór og dvergana sex. Það ar augljóslega mikill klofningur hjá íhaldinu, sem ætlaði að steypa Villa gamla úr embætti og setja gleraugnagláminn hann Gils Martin í forustuna. Bingi vissi að íhaldstrunturnar myndu hefja rógsherferð um leið til að sverta mannorð hans. Núna veit ég að Bingi tók gífurlega áhættu pólitískt og lagði allt undir. Núna hefur Framsóknarflokkurinn sýnt að það er mikill töggur í honum að losa sig við samstarfsflokkinn og dvergana sex. Gamli góði Villi á hins vegar samúð mína alla að hafa ekki getað haft stjórn á Davíðsarminum og dvergunum sex, sem reyndu að mynda meirihluta bak við tjöldin með Vinstri grænum. Þetta baktjaldamakk skynjaðu Bingi og Don Alfredo, sem tóku af skarið og mynduðu nýjan REI-lista félagshyggjuflokkana á mettíma.
Hver sagði "R-listinn er fallinn og kemur aldrei aftur"?
Bloggar | Breytt 20.10.2007 kl. 05:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spurt er
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar