Færsluflokkur: Bloggar
10.1.2008 | 02:14
Næturvaktin
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.1.2008 | 20:30
Gleðileg jól!
Það er hálf fúlt að þurfa að kveðja jólin í kvöld. Þessir dagar eru auðvitað krydd í tilveruna og núna tekur grár janúarmánuður við. Reyndar ætla ég ekki alveg að taka skrautið niður, því mér skilst að rússnesku jólin gangi í garð í dag. Orthodox-jólinn eru í dag, en eins og menn vita þá er Gregoríanska tímatalið ekki það sama og það júlíaska. Man þetta ekki, en óska ykkur samt öllum gleðilegrar hátíðar aftur! Nánar um rússnesku jólin hér:
Pozdrevlyayu s prazdnikom Rozhdestva is Novim Godom
![]() |
Óhapp við þrettándabrennu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 7.1.2008 kl. 00:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.12.2007 | 18:55
Gleðilegt ár!
Gleðilegt ár vinir og ættingjar til sjávar og sveita. Árið 2007 einkenndist af mikilli vinnu, en strax frá fyrsta degi ársins vann maður eins og skeppna til að framfleyta fjölskyldunni, enda dvöldum við þrjá síðustu mánuði ársins 2006 í Thailandi. Í byrjun ársins 2007 festum við svo kaup á íbúð osf..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.12.2007 | 14:10
Jól
Auðvitað höldum við Jól. Þau eru hluti af okkar íslensku menningu, þau eru hluta af vestrænni menningu og alheimsmenningu. Þau eru ekki einu sinni kristinn. Sennilega eru þau bara forn heiðin hátíð eins og m.a Ásatrúarfólk og Vottar Jehóvar halda fram. Norrænir menn héldu JUL (Yule) löngu fyrir daga Jesú. Þ.s löngu áður enn þeir höfðu heyrt á manninn minnst. En reyndar eru flestir jákvæðir á jólin. Nema þá helst Vottarnir, en þeir geta þá bara farið upp í bústaðinn sinn með grenjandi krakkana sína sem skilja örugglega ekkert í grimmd foreldranna að hleypa þeim ekki í geðveikina. Hjá Múslimum og Bahaium er Jesú spámaður og í lagi að minnast hans eins og annarra spámanna. Þetta er ábyggilega almenn afstaða flestra múslima og fólks sem tilheyra öðrum "trúarbrögðum". Mér sýnist til dæmis Thailendingarnir vera bara nokkuð ánægðir með þetta tilstand. Og ekki er ég sjálfur í neinum kristnum söfnuði. Samt eiga jólin að vera skilda, því þau hafa fylgt okkur frá landnámi. Hátíð ljóss og friðar. Og við minnumst trésmiðsins frá Nazareth í Galileu, sem stundaði alveg magnaða heimspeki og stjórnamálastúss. Bara setningin: "Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum." er alveg mögnuð Ég greip bara svona eina línu úr guðspjöllunum af handahófi. Hún ætti að vera næg ástæða fyrir því að við minnumst þessa manns. Þótt ekki standi það í biblíunni að við eigum að fagna fæðingarhátíð hans, enda veit enginn hvenær hann var í raun fæddur. Vonandi taka trúleysingjarnir í Siðmennt ekki af okkur jólin. Hef raunar enga trú á því og minnist þess reyndar ekki að þeir hafi verið að agnúast út í jólahaldið. Nei, jólin eru fyrst og fremst ævaforn heiðinn siður. Eða svona bland í poka. Skiptir reyndar litlu máli fyrir mig, því þau mega alveg vera afmælisdagur Hurðaskellis mín vegna. Gleðilega hátíð, vinir, vandamenn, bloggvinir, vinnufélagar og aðrir trúleysingjar
Gleðileg jól
สุขสันต์วันคริสมาส
Hyvää joulua!
Merry Christmas!
God Jul!
Froehliche Weihnachten!
Feliz Navidad!
Glædelig Jul!
Prejeme Vam Vesele Vanoce a stastny Novy Rok!
Ruumsaid juulupõhi!
No eliniz Ve Yeni Yiliniz Kutlu Olsun!
Pozdrevlyayu s prazdnikom Rozhdestva is Novim Godom!
Buone Feste Natalizie!
Gledileg Jol!
Gajan Kristnaskon!
Kerstfeest en een Gelukkig Nieuwjaar!
Boas Festas e Feliz Ano Novo!
Felices Pasquas Y Felices ano Nuevo!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.12.2007 | 13:37
Þorláksmessa
Sem betur fer höfum við misst af Þorláksmessuhátíðinni undanfarin ár. Höfum oftar en ekki verið hinum megin á hnettinum. Segi þetta vegna þess að þessi dagur er sennilega sá dagur sem stressið er mest. Vaknað seint og þurfti að fá mér skötu til að bjarga deginum. Endaði síðan í Múlakaffi og fékk mér eina vel kæsta. Til að poppa þetta aðeins upp þá bragðbætti ég skötuna með rauðbeðum og grænum baunum. Skóflaði þessu svo í mig og hneykslaði með því í leiðinni nokkra eðal-Vestfirðinga við borðið. Vestfirðingurinn fór síðan að tala um fólk, sem borðaði skötu bara til að sýnast og að sjálfsögðu tók ég það sem skot á mig. Annars finnst mér vel kæst skata og tindabikkja vera herramannsmatur, en lyktin er að sjálfsögðu ógeðsleg. Svo er auðvitað fróðlegt að hlusta á þessa gömlu Vestfirðinga tala um verkun skötu og hákarls. Maður þarf ekki að hafa eyrun lengi spert til að fá algert ógeð á þessum afurðum. Eftir að skötuveislunni lauk fórum við svo í verslunarleiðangur og keyptum ýmislegt. Kl. 4.00 fórum við svo heim enda ætlaði ég að horfa á El-Gran-Clasico (Barcelona-Real Madrid).
Því miður þróaðist leikurinn ekki eins og ég hefði viljað. Horfði því miður á leikinn einn, en það er því miður ekki eins skemmtilegt. Flestir fjölmiðlar á Spáni og á Íslandi höfðu spáð því að léttfeitur (Eiður Smári) myndi fá að byrja leikinn, en Rijkaard þorði ekki að taka áhættuna að setja Ronaldinho út úr liðinu aftur. Smárinn hefur átt mjög góða leiki að undanförnu, meðan Ronaldinho hefur vermt bekkinn. Held að liðið spili mun hraðara með þá Eið og Messi, því Ronaldinho vill hanga og mikið á boltanum. Svo vantaði auðvitað Messi, Henry og Eið. Real átti sigurinn svo sannarlega skilið og léku virkilega vel saman.
Um kvöldið var svo haldið í annan verslunarleiðangur. Meðal annars farið í miðbæinn og Kringluna með Bubba Morteins í eyrunum, en útvarpað var frá árlegum Þorláksmessutónleikum hans á Bylgjunni. Það var mjög kalt í bænum og bæjarferðin stóð varla meira en hálftíma, en síðan var keyrt upp í Kringlu. Svo er alltaf gaman að enda daginn með því að hlusta á jólakveðjurnar á Rás 1 og hlusta á gömlu vínilplöturnar. Þs gömlu væmnu jólalögin.
Í gamla daga var Þorláksmessa dagurinn sem maður fékk sér í staupinu, en sem betur fer er partíið búið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.12.2007 | 01:29
Gull
Sigurganga Mastersins heldur áfram, því í gær náði hann að sigra þokkalega sterkt Jólahraðskákmót í Vin. Í húsnæði Vinjar er rekinn einn virkasti skákklúbbur landsins. Um daginn var haldið sterkt mót í Perlunni sem undirritaður náði að sigra, en í síðust viku var svo liðakeppni geðdeildanna, þar sem lið Mastersins náði bara öðru sæti, en deildin hans vann! Masterinn tapaði nefnilega fyrir eigin liðsmanni í fyrstu umferð. Það var eiginlega hálfpartinn svekkjandi að ná ekki að sigra deildakeppnina með liði 32c, en lið D-12 sigraði þriðja árið í röð. En núna náði Masterinn hins vegar að sigra Rafninn og sigra mótið í leiðinni. Henrik Danielsen stórmeistari tefldi að þessu sinni sem gestur, enda 2500 stiga maður og sigraði allar fimm skákirnar. Masterinn var því krýndur sigurvegari að þessu sinni. Úrslitinn komu m.a á skak.is og hrokurinn.is
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.12.2007 | 22:21
Draumalandið?
![]() |
Mál Erlu til rannsóknar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.12.2007 | 05:31
Fréttir
Eins og aðdáendum Mastersins hafa tekið eftir þá hefur bloggið ekki verið í neinum forgangi þessa daganna. Ein ástæða þess er tæknilegs eðlis, því 1 GB myndkortið mitt hefur laskast eitthvað og tæplega 300 myndir hafa sennilega eyðilagst, m.a myndirnar úr nýjustu Thailandsför. Sem betur fer var ég nú með litlu Kodakvélina meðferðis, þannig að einhverjar myndir eiga samt eftir að detta inn á næstu dögum eftir að tæknimálin hafa verið leyst.
Eftir að ég kom heim hefur vinnugeðveikin tekið við, en ekki bara til að borga ferðina, sem var svona í meðal lagi dýr, heldur féllu hlutabréfin okkar í FL Group mikið síðustu dagana fyrir jól. Deng hafði einmitt verið að mjálma um það í sumar að selja nú bréfin, en þá voru þau einmitt í miklum toppi. Ég hélt nú ekki og sagði henni þá skoðun mína að bréfin ættu enn eftir að hækka vegna þess að Hannes Smárason væri alger snillingur og í öðru lagi væri meiriháttar gaman að eiga hlut í fyrirtækinu sem maður vinnur hjá. Ætli ég bæti henni þetta ekki upp og kaupi af henni bréfin á genginu 30. Hef ennþá mikla trú á því að fyrirtækið eigi eftir að rísa upp úr öskustónni undir dyggri forustu Baugsfjölskyldunnar.
Fyrir nokkrum dögum var þriðja kraftlyftingasambandið stofnað og mun það heita Kraftlyftingafélagið Metal og mun það keppa undir merkjum WPF alþjóðasambandsins í Kraftlyftingum. Fyrir var hið gamalgróna Kraftlyftingasambands Íslands og WPC sambandið sem stofnað var árið 2005. Hið nýja samband ætlar að rífa kraftlyftingarnar upp úr þeirri lægð, sem þeir vilja meina að sportið hafi lent í hin síðustu misseri og munu þeir halda vegleg mót á hinu nýja ári og mun fyrsta mót þeirra verða Meistaramóti ÍFK Metal í bekkpressu 19 janúar 2008 ..GLEYMIÐ EKKI ÞEIM DEGI! Masterinn óskar hinu nýja félagi góðs gengis á hinu nýja ári og hlakkar til að horfa á fullt af skemmtilegum mótum á næstu misserum. Hver veit nema hann eigi eftir að hætta við að hætta við að hætta í þessu sporti.
Já, Masterinn ætlar að boða "comeback" sitt í sportinu á hinu nýja ári. Hann er nú orðinn heill heilsu eftir skelfileg meiðsli sem hrjáðu hann síðasta sumar. Þegar hann hafði loks jafnað sig síðasta haust, þá þurfti hann endilega að skella sér hinum megin á hnöttinn til að huga að sveitasetri sínu og þar hóf hann æfingar í hinu afleita "gay-gymmi". Endurkoma Mastersins mun sennilega verða í réttstöðulyftu, en hann hefur skorað á hinn geysiefnilega Emil Tölvu-Trylli að mæta sér í einvígi á Massamótinu í réttstöðulyftu í Reykjanesbæ í febrúar. Þs ef Masterinn fær að keppa sem gestur. Eftir mótið er ætlunin að skreppa í vöfflur til Jónasar Einkunnarmeistara sem er nýfluttur í bæinn. Einnig vonast Master til að hitta fornvin sinn Stefán Spjóta sem einnig er nýfluttur í þennan blessaða bæ. (Kannski Masterinn ætti að fara að skoða einbýlishúsin þarna). Síðan þegar fer að vora ætlar Masterinn svo að mæta hinum efnilega Tvister í einvígi í bekkpressu, en Tvister ætlar fljótlega að taka tvistinn í bekknum. Já ég held bara að andinn sé að detta aftur yfir karlinn, en Masterinn verður auðvitað að byrja að æfa, ef hann ætlar að eiga séns í Tryllir og Tvister. Svo er það auðvitað Spjótinn. Skora líka á hann í einvígi á nýju ári.
Í vikunni vann deildin mín sigur á Íslandsmóti geðdeildasveita í skák. Síðustu tvö árin höfum við Ágúst Örn verið í fararbroddi fyrir því að vinna þessa keppni, en núna í ár vorum við eiginlega orðnir leiðir á því að vinna alltaf, enda var okkur uppá lagt að gefa fleiri sveitum séns. Þess vegna hafði ég forgöngu um það að sveit 32c sendi sendi sterka sveit á mótið, en í ár hafði mótið sjálft forgöngu, en ekki sigur eigin liðs. Magnús "Kólí" Magnússon tók því við fyrirliðahlutverki í hinni löskuðu Sveit deildar-12. Þegar á hólminn var komið, var deild-12 með jöfnustu sveitina, en þriðji borðsmaður þeirra, var lánsmaðurinn Árni "gamli" úr skákklúbbnum Vin. Einnig sendi deild 36 mjög sterka sveit með þá Erling Þorsteins og Björn Sölva Sigurjónsson í broddi fylkingar, en einungis einn vinningur skildi að þrjár efstu sveitirnar. Deildin mín á ekki lengur skápapláss fyrir fleiri bikara og því vonum við innilega að ný sveit nái að sigra á næsta ári. Engu að síður var þetta mjög skemmtilegt mót og úrslit mótsins má m.a nálgast á Skák.is. Úrslit hér
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.12.2007 | 13:15
4. daga veizla
Í húsinu á móti okkur var allt í einu slegið upp fjögra daga veislu, sem stóð allan daginn og langt fram á kvöld. Um sjöleitið alla dagana komu nokkrir munkar og kyrjuðu, en eftir það fóru gestir að streyma að með veitingar og á boðstólum var oft wiskey og bjór, en bjórinn var oftast af tegundinn Chang, en Shinga er ekki svo mikið drukkinn hér um slóðir. Einnig var Heinekenbjórinn til í miklu magni vegna þess að íbúi hússins er norskur sjómaður, Vidar rafeindavirki á stóru olíuflutiningskipi, sem kemur til Thailand sex sinnum á ári til að vera með fjölskyldu sinni. Mikið ljósa-show og tónlist kom frá húsinu, en einnig voru margir að spila í litlum hópum.
En samkvæmið kom því miður ekki til að góðu, því það hafði því miður orðið dauðsfall í fjölskyldunni og sonurinn á heimilinu Sai hafði veikst alvarlega sunnudaginn 4. nóvember og dó seinna sama dag. Upphafið mátti rekja til þess að laugardaginn 3. nóvember hittist öll stórfjölskyldan, meðal annars ungi maðurinn sem var að vinna í Kong Keng sem er í um hundrað kílómetra fjarlægð fra Wangsapung. Hann hitti þar fyrir fjölskyldu sína meðal annars Vidar mág sinn frá Noregi og konu hans, sem býr í Thailandi allt árið. Saman ætluðu þau nokkur saman að keyra um landið og fara m.a til Bangkok og Hua Hin. Allar fyrirætlanir breyttust að sjálfsögðu við þetta, en hópurinn hafði allur hist á laugardaginn og slegið var upp mikilli fjölskylduveislu, en sama dag komum við og heima í gamla húsinu á móti var líka haldin mikil fjölskylduveisla. Ungi maðurinn hafði víst drukkið of mikið í heimsókn sinni, en það kom í ljós að hann hefði verið á lyfjum frá lækni til að hætta að drekka, en sennilega hefur hann tekið inn Antapus og hugsanlega var það þess valdandi að daginn eftir fékk ungi maðurinn heilablóðfall og var keyrður á heimilisbílnum á spítalann í Wangsapung. Þar var enginn læknir, en hugsanlega hefði verið hægt að bjarga lífi hans með því að keyra hann beint á hátæknisjúkrahúsið í Loei, sem er einungis í 20 km. fjarlægð. Um það er ekki gott að segja.
Það voru auðvitað þung skref fyrir okkar að heimsækja þetta vinafólk okkar, en það var samt aðdáunarvert hvernig fólkið tókst á við þennan mikla harmleik og að tælenskum sið var slegið upp fjögra daga jarðarför, til að sem flestir vinir og velunnarar fjölskyldunnar ætti heimangengt. Norðmaðurinn Vidar bauð mér sérstaklega velkominn, en var auðvitað harmi sleginn eins og hinir fjölskyldumeðlimirnir.
Vidar kemur til Thailands sex sinnum á ári eins og áður hefur komið fram. Hann tekur mánaða túr á olíuflutningaskipinu, en stígur síðan upp í flugvél í heimabæ sínum í Noregi og flýgur beint til Amsterdam og þaðan beint til Bangkok, að hluta til á kostnað útgerðarinnar. Síðan leigir hann alltaf fyrsta flokks bílaleigubíl og heldur honum í þrjár vikur og skilar honum svo aftur í Bangkok. Vidar segir að það taki því ekki að kaupa bíl, hérna enda dvelji hann bara hálft árið í landinu. Þar að auki er hann vanur að ferðast mikið um, þannig að í hans tilfelli hentar best að leigja bíl í Bangkok og skila honum svo þrem vikum síðar. Þegar Vidar kemst á ellilaun ætlar hann loksins að byggja sér höll, fá sér Rottwailer og Dopermanhunda og vígvæða heimilið með rafmagnsgirðingu og skotvopnum. Ekki veitir af þegar menn bera ríkidæmið utan á sér. Sérstaklega í vaxtarlaginu.
Jarðneskar leifar Sæ voru settar í kistu, sem útbúin var sérstöku kælikerfi til að jarðneskar leifar hans væri hægt að geyma við húshita í fjóra daga. Vinir og vandamenn fengu síðan að kveðja hann hinstu kveðju alla fjóra dagana. Það var mjög sérkennileg tilfinning að mæti í kveðjuathöfnina til þessa vinafólk okkar, því við hliðina á glerlíkkistunni sátu flest kvöldin ættingjar og vinir og spiluðu á spil og drukku bjór og viskey, en það breytti því ekki að sorgin var mikil á heimilinu, þótt hefðir væru allt öðru vísi en maður sjálfur átti að venjast.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.12.2007 | 01:06
Snilld
Þvílík snilld er þetta lag. Ég á bara ekki til orð og það er langt síðan íslenskt lag hefur fallið mér svona vel í geð. Þetta lag er eiginlega schitzofreniskt. Tvö lög í einu lagi. Einfalt, hallærislegt, kröftugt og mjúkt í senn. Tveir miðaldar karlar, annar fríkaður eins og aðal gaurinn úr Rocky Horror Pictures Show, en hinn eins og feitur handrukkari. En báðir klæddir í gult & bleikt. Ég eiginlega krefst þess að þetta lag komist áfram í aðalkeppnina. Þetta er okkar síðasta von fyrir þetta Eurovision dæmi. Ég er búinn að taka þátt í þessu rugli síðan Gleðibankinn átti að sigra heiminn árið 1986. Síðan þá hef ég marg oft fallið í þá gryfju að halda með litla Íslandi því við værum núna komin með svo frábært lag. Síðast var það Eiríkur Rauði og þar á undan Silvía Nótt, en eins og venjulega þá komust við ekki einu sinni upp úr undanrásunum. En núna er rétta lagið komið og það er bara undir okkur sjálfum komið hvort við höfum vit á því að senda lagið til Evrópu.
Í gamla daga var það aðalbrandarinn hjá okkur vinunum að sjá Dr. Gunna á skemmtilstöðunum. Dr Gunni, sem var ekki mikið eldri en við og varla fríðari, kom iðulega út af skemmtistöðum eins og Laugavegi 22 með 2-3 stúlkur upp á arminn og hvarf svo upp Klappastíginn með þeim í eitthvað heimapartý. Að sjálfsögðu lögðum við saman 2+2 og fengum það út að þessi maður hlyti að vera hinn mesti sjarmör. Það var því viðkvæðið hjá okkur félögum að ef Dr. Gunni gæti náð sér í kerlingu, þá gætum við það líka. En því miður var það nú oftast brennivín og bjór sem við höfðum mestan áhuga á og allt annað klúðraðist að sjálfsögðu. Síðan þá hefur mér alltaf þótt dr Gunni vera yfirburðarmaður á sínu sviði. Ekki það að ég þekki manninn neitt og ekki lítur hann út fyrir að vera neitt sjarmatröll hvorki fyrr né síðar. Svo rifjast það upp núna að ég fyrirgaf honum aldrei fyrir að gefa Herberti Guðmundsyni hauskúpu í einkunn fyrir plötu sína í denn. Ég gat ekki eiginlega ekki fyrirgefið honum þessar árás á besta poppara Íslandsögunar, en núna er þetta allt gleymt. Dr. Gunni er bestur í heimi. Ísland best í heimi!
Dr- Spock : "Hvar ert þú
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Spurt er
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar