Færsluflokkur: Bloggar

Heimsmeistarar

Hér má sjá Sigfús Fossdal nýkrýndan heimsmeistara WPF kraftlyftingasambandsins í yfirþungavigt.  Kappinn lyfti m.a 330 kg í bekkpressu sem er að sjálfsögðu mesta þyngd Íslendings í þeirri grein.  Íslendingar unnu til fjölda gullverðlauna á mótinu.  M.a ætlaði Masterinn sjálfur að mæta til leiks og keppa í sínum aldurflokki í réttstöðulyftu.  Því miður komst hann ekki á mótið tapaði hann þar með hugsanlega gullinu í sínum flokki.  Maður vinnur víst ekki lottóvinning, nema að spila með voru einkunnarorð Einkunnameistarans.  Úrslit mótsins m.a meðal annars nálgast hér:

Mynd þessi er tekin vorið 2007 á Akureyri, eftir Íslandsmót Kraftlyftingasambands Íslands.  Sigfús Fossdal vann þá sinn flokk og stigabikarinn, en Masterinn náði bara þriðja sæti í sínum flokk.  Fyrir það fékk hann forláta verðlaunagrip.  En verðlaunin hafa ekki ennþá skilað sér í hans hendur.  Nánar um það síðar!

bikarinn


Ekki kosningar

Nei, ekki kosningar núna. Fáum frekar þann besta til að koma landinu á fætur aftur. Við Sjálfstæðimenn viljum fá Hann til baka. Ég er orðinn þreyttur á því að persónugera þessa svokölluðu reiði. Árásir á ákveðinn mann hafa verið mjög ámaklegar. Það kom skýrt fram hjá Jóni Sigurðssyni í Kastljósi í gær að hrun Íslands er engum að kenna. Þetta er bara hvirfilbylur, sem við réðum ekki við. Sökudólgarnir eru bara tveir. Hannes Hólmsteinn skýrði þetta út fyrir okkur í mjög vandaðri grein í Fréttablaðinu um daginn. Þeir sem bera ábyrgð eru Ólafur Ragnar og Jón Ásgeir. Jón Ásgeir fyrir að starta útrásinni og Ólafur Ragnar fyrir að neita að skrifa undir fjölmiðlalögin. Eftir þann gjörning vissum við Sjálfstæðimenn að Ólafur myndi stoppa okkar mann í hvert skipti sem við reyndum að koma böndum á óreiðumennina. Það sem myndi bjarga landinu væri að Messías myndi snúa aftur og taka við stjórnartaumunum. Ég veit að margir Sjálfstæðimenn eru mér sammála.

Á Austurvelli fantar skulu frjósa (Baugsmenn)
Fræjum ills þeir sá í lundu reiða
En ávallt mun ég Davíð kallinn kjósa
Úr kröggum þessum mun hann okkur leiða

dav_jpg_550x400_q95_733057.jpg


mbl.is Ráðherrar vilja kosningar í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skákin við Sævar

Ég tek þessa dagana þátt í Íslandsmóti öðlinga í skák.  Í fyrstu umferð var ég kominn með kolunnið á IM Sævar Bjarnason og var m.a með hrók yfir.  Því miður lék ég skákinni illa af mér, en í næstu tveim umferðum sigraði ég andstæðinga mína, m.a popparann hressa Óttar Felix.  Ég er því með 2/3, þegar sex umferðir eru eftir.  Vonandi verð ég í toppbaráttunni til enda.

Hvítt:  IM Sævar Bjarnason

Svart:  Gunnar Fr. Rúnarsson

1. d4 Nf6 2. c4 g6 3. g3 3Bg7 4. Bg2 d5 5. cxd5 Nxd5 6. e4 Nb6 7. Ne2 O-O 8. O-O Bg4 9. f3 Be6 10. Nbc3 Bc4 11. Be3 Nc6 12. d5 Bxc3 13. bxc3 Ne5 14. Bh6 Re8 15. Qd2 c6 16. Qd4 f6 17. Rfe1 cxd5 18. Nf4 Nc6 19. Qe3 d4 20. cxd4 Qxd4 21. Bh3 e5 22. Ne2 Bxe2 23. Rxe2 Qxa1+ 24. Kg2 Nd4 25. Rf2 Rad8 26. f4 

Í þessari  stöðu lék ég 26....Re6, sem er frekar slappur leikur en hefði samt átt að vinna auðveldlega.  Ég átti hins vegar að leika 26.....Rc4, sem hefði klárað hann strax.  Heilum hrók yfir og með ágætan tíma.  Veit ekki hvernig ég fór að glutra þessu niður!

pos3.jpg


Sorglegt

Það er sjónarsviptir af Guðna Ágústsyni af þingi.  Hann var mjög skemmtilegur karl, sem maður sér eftir.  Hann var m.a fulltrúi ákveðna gilda, sem eiga alveg fullan rétt á sér.  Fornlegur í tali og þéttur í lund.  Maður hafði gaman af þessum körlum eins og Steingrími Hermannsyni, Ólafi Þórðarsyni og Bjarna Hagðarsyni.  Bjarni og Guðni voru m.a upprunnir í sunnlenskum sveitum alveg eins og ég.  Samt er það leiðinlegt að Guðni skildi hætta með svona látum og láta m.a ekki ná í sig.  Láta kerlinguna svara fyrir sig í dyrasímann er ekki nógu karlmannlegt.  Menn eiga að gefa tækifæri á einu drottningarviðtali, en láta sig svo hverfa.  Guðni ætti að sýna kjósendum sínum smá virðingu, þótt einhverjir vitleysingar í Bændaflokknum hafi náð að æsa hann svona upp.  En ég virði ákvörðun Guðna.  Gleymum því ekki að eftirlaunalögin góðu munu reynast honum góð sárabót að hætta með hærri laun, en Guðni verður 60. ára á næsta ári og sagt er að nýju eftirlauni munu verða c.a 200.000 kr hærri en núverandi laun.  Vona að Birgir Ármannsson og félagar nái að svæfa málið í þingi, þangað til fólk er búið að gleyma eftirlaunaósómanum.  Það verður spennandi að fylgjast með því máli, því ég ætla að éta hattinn minn upp á það að fólk verði búið að gleyma þessu í vor.  Þá verða allir hættir að tala um eftirlaunalögin. 

Nú eiga fleiri að fylgja í kjölfar þeirra Guðna Ágústssonar og Bjarna Harðarsonar og hætta.  Ég skora á ríkistjórnina að segja af sér og boða til nýrra kosninga.  Stjórna og varastjórna fjármálaeftirlitsins á að segja af sér.  Seðlabankastjórnin á að segja af sér.  Seðlabankastjórnin líka og varastjórn þeirrar ágætu stofnunnar.  Ætlar til dæmis gamli komminn Ragnar Arnalds að sitja þetta af sér?  Nei við skulum ekki persónugera þetta, en nú vill ég að allir hætti og drífi sig á eftirlaun, þannig að hreingerningin geti hafist.

1.  Valgerður Sverrisdóttir á að hætta.  Hún er greinilega að hugsa um að verða formaður í kosningum á næsta landsþingi, en ég vil hana burt.  Hún ber m.a sök á mesta spillingarmáli allra tíma á Íslandi þegar bankarnir voru einkavæddir.  

2.  Steingrímur J. Sigfússon á líka að hætta og Einhver sendiherrastaða ætti að duga honum.  Sendum Guðmund Árna heim og sendum Steingrím út.  Guðfríður Lilja á að taka við flokknum.

3.  Ég vil að þeir hætti allir, m.a allir lítilsigldu ungu þingmennirnir hjá íhaldinu, sem gerðu ekkert annað en að verja spillinguna, en höfðu ekkert fram að færa.  Þetta eru auðvitað eldklárir strákar og stelpur, en hafa alla tíð verið í 100% hagsmunagæslu.  Hafa ekki nokkrar hugsjónir, nema ný-frjálshyggju.  Hún er alla veganna steindauð í bili.  

Við skulum ekki persónugera þetta, en ef þetta lið hættir ekki þá verður það borið út úr sínum vinnustöðum fljótlega.  Það er svo mikil reiði í samfélaginu. 

Reyndar er ég eins og Ragnar Reykás.  Segi það enn og aftur að fólk á Íslandi kann ekki að mótmæla.  Margir eru svo stoltir að þeir láta ekkert heyra í sér.  Ekki einu sinni sjá sig.  Þeir munu kjósa allt gamla liðið aftur í vor.  


mbl.is ESB „ýtti við“ Guðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Förum svo í mál við Breta

Svo ætti ríkið (Kaupþing) að fara í mál við Breta.  Að beita hryðjuverkalögum á vinarþjóð vegna Landsbankans er auðvitað ófyrirgefanlegt.  Ég get bara ekki litið á bresk stjórnvöld sömu augum lengur.  Verðum samt að fá þetta lán til að spyrna okkur frá botninum.  Vonandi náum við okkur upp úr þessu hyldýpi.
mbl.is Lánsumsókn Íslands hjá IMF afgreidd á miðvikudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breska sendiráðið

Ég skil eiginlega ekki hvers vegna við mótmælum ekki yfirgangi Bretana.  Með því að beita hryðjuverkalögum á sínum tíma tóku þeir ekki bara Landsbankann, heldur féll stærsta fyrirtæki Íslands eins og spilaborg.  Breski verkamannaflokkurinn með þá Brown og Darling hefur notaði síðan litla Ísland til að fella pólitískar keilur.  Íslendingar létu gjörsamlega vaða yfir sig, sem varð til þess að Íslendingar eru ærulausir og rúnir öllu trausti.  Við blasir fjöldagjaldþrot, seðlabankinn og nýju ríkisbankarnir eru tæknilega gjaldþrota.  Fólkið er skuldsett upp fyrir haus og þúsundir manna eru að missa vinnuna.  Verðtryggðu lánin og gengislánin eru að rjúka upp og allt bendir til þess að meirihluti þjóðarinnar verði gjaldþrota á næstu misserum.  Ekki einn einasti haus hefur sagt af sér þrátt fyrir hrun Íslands.  Fólk lætur reiða sína bitna á vitlausu húsi, því íslenskir þingmenn bera enga ábyrgð.  Það gera hins vegar Bretarnir. 

Auðvitað voru gerð fjöldi mistaka, m.a skelfileg þjóðnýting Glitnis sem felldi næstum alla bankana.  En framkoma Breta var auðvitað dropinn sem fyllti mælinn.  Við hefðum auðvitað átt að bregðast við af hörku frá fyrstu mínútu, en núna er þetta sennilega of seint.  Bretar hafa svívirt okkur og í stað þess að leyfa íslenskum fyrirtækjunum að bjarga sér með því að selja eignir þá skildu þeir eftir sviðna jörð.  Eignir Landsbankans hefðu ábyggilega náð að greiða þessa Icesave reikninga.  En því miður brenna eignirnar nú upp, þökk sé Bretum.

Ég vil ekki sjá þessi ógeð á Íslandi framar.  Mótmælum fyrir utan sendiráð þeirra næsta laugardag og grýtum á þá eggjum & skyri.  Við studdum þessa hunda í blóðbaðinu Írak.  Þar sem Bandaríkjamenn og Bretar fóru í stríð á fölskum forsendum.  Við vitum það núna að sá gjörningur byggður á blekkingum.  Hundruð þúsunda manna liggja í valnum eftir þann hildarleik.  Siðferði Breta ætti því ekki að koma okkur á óvart. 

Burt með Bretana....


mbl.is Þinghúsið þrifið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftirsjá

Það er mikil eftirsjá af Bjarnar Hagðarsyni.  Bjarni hefur verið einn skemmtilegasti kvisturinn á löggjafarsamkundunni.  Maðurinn í lopapeysunni innanum alla hina jakaklæddu karlanna og spilltu kvennanna.  Gleymum því ekki að við erum öll syndarar.

Einkavæðing bankanna var mesti glæpur aldarinnar og lagði grunn að hruni Íslands.  Hverjir báru eiginlega ábyrgð á þeim gjörningi?  Skildi það ekki koma fram í bréfinu fræga frá Bjarna?  Hvernig er það aftur?  Eru íslenskir blaðamann ekki á hverjum degi að leka álíka skúbbi og sést í þessum tölvupósti?  Og núna er einn skemmtilegast þingmaðurinn að hætta og tekur þar með ábyrgð á gerðum sínum.  En hvað um þá ræfla sem bera ábyrgð á hruni Íslands?  Þeir sitja að sjálfsögðu sem fastast.

Er ekki líka kominn tími til að einkavæðing bankana verði rannsökuð.  Sérstakalega sala Búnaðarbankans sem þýddi að nokkrir góðir Framsóknarmenn græddu 16 milljarða á nokkrum vikum.  Það má lesa um þetta í skýrslu ríkisendurskoðunar, bls 65-74.

Sjá hér:

Hræsnarar


mbl.is Óvanalegt að þingmenn segi af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki frétt

Persónan er jafn óáhugaverð og listamaðurinn er hæfileikaríkur.


mbl.is Skilnaður í vændum hjá Winehouse
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er eiginlega að gerast?

Hvað er eiginlega að gerast hjá Íhaldinu?  Þegar Davíð Konungur tók við þeim ágæta flokki í upphafi tíunda áratugarins var allt í upplausn.  Flokkurinn var margklofinn, m.a í Borgaraflokkinn, auk þess sem margir smákóngar ríktu hver í sínu horni.  Við munum öll eftir þessum ósnertanlegu körlum.  En Davíð losaði sig við alla andstöðu og allir smákóngar hurfu eða voru sendir í útlegð.  Enginn þorði lengur að tjá sig, nema eftir flokkslínunni.  Fólkið í landinu kunni að meta þetta og framundan var bullandi góðæri, með styrkri stjórn Framsóknar & Íhalds. 

Enginn þorði að hreyfa við karlinum og hann fór svo á hefðbundið elliheimili fyrir valdamikla stjórnmálamenn.  Hann skipaði sjálfan sig sem aðalbankastjóra Seðlabankans.

En hvað er nú að gerast?  Er tími smákónganna í flokknum að renna upp aftur? 

Þorgerður Katrín viðist vera að stimpla sig inn í framtíðina með sjálfstæðum skoðunum í Evrópumálum.  Hún skýtur líka föstum skotum á seðlabankastjórann, sem er auðvitað algjört guðlast.  Nokkrir þingmenn eru núna að skapa sér sérstöðu, m.a er breytinga að sjá á Pétri Blöndal og Kristjáni hinum norðlenska (Æ, hvað heitir hann nú aftur?)

Og kerlingarnar eru að fylgja í kjölfarið.  Ragnheiður Ríkharðsdóttir er nýi smákóngurinn i flokknum.  Hún hefur m.a þorað að gagnrýna sjálfan foringjann og vill seðlabankastjórnina burt.  Verður ekki Davíð bara að koma aftur og hreinsa til í flokknum, eins og hann gerði á sínum tíma?  Spurning hvort við eigum ekki að kalla á Jón Steinar úr Hæstarétti.  Fá Kjartan frænda aftur til baka í plottið.  Kalla á Hannes í þjóðmálaumræðuna og leiða Davíð aftur til forustu í flokknum.  (þs opinberlega)

Þetta er mjög athyglisvert.  Eru sjálfstæðismenn byrjaðir að hugsa sjálfstætt?

Þingmenn segja valtað yfir Alþingi:

 


Ekki afnema...

Ég treysti þingmönnum vel til að láta ekki klípa af sér eftirlaunin.  Hávær krafa er í samfélaginu um að þingmenn afnemi eftirlaunafrumvarpið.  Ég vona að þeir geri það ekki og ég treysti svo sannarlega á gullfiskaminni Íslendinga.  Sjáið þið bara til, þeir bíða bara rólegir þar til allir hafa gleymt þessari kröfu og ég treysti Birgi Ármannsyni og félögum vel í sinni hagsmunagæslu.  Ég held dálítið með þingmönnum í þessu máli, enda mun það bara sannast að þrælslund Íslendinga mun seint verða dreginn í efa.  Megum við Sjálfstæðismenn koma til baka, sterkari en nokkru sinni.  Helst hefði ég viljað sjá Davíð Oddsson koma aftur inn í stjórnmálin og taka við landsföðurhlutverkinu



Á Austurvelli fantar skulu frjósa (Hörður Torfa)
Fræjum ills þeir sá í lundu reiða
En ávallt mun ég Davíð kallinn kjósa
Úr kröggum þessum mun hann okkur leiða

(höfundur:  Baldur Hermannsson, eðlisfræðingur)

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnar Freyr Rúnarsson
Gunnar Freyr Rúnarsson
Kominn á góðan aldur og í góðu jafnvægi.

Spurt er

Hvað á ég að gera á HM?

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband