Færsluflokkur: Bloggar
4.11.2008 | 11:25
Breytingu strax
Það er kominn tími á breytingu á ríkisstjórnarheimilinu. Ég krefst þess af Samfylkingunni að hún höggvi á hnútinn. Annars fellur sá ágæti flokkur niðri í svartholið með íhaldinu, sem hefur stjórnað ríkisfjármálunum síðustu 17. ár. Ég kaus Samfylkinguna og ef ekkert gerist í þessari viku, þá mun ég halla mér að Vinstri Rauðum.
![]() |
Mest verðbólga á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.11.2008 | 21:24
Thor 50. ára
Okkar ágæti Thor geðdeildarstafsmaður er hálfrar aldar gamall í dag. Thor er sprenglærður á mörgum sviðum, en hefur samt heiðrað okkar ágætu starfstétt með vinnuframlagi sínu. Vér óskum Thor hjartanlega til hamingju með áfangann!
Bloggar | Breytt 7.11.2008 kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.11.2008 | 22:07
Muhammad Ali
Muhammad Ali er að mörgum talinn besti hnefaleikamaður sögunnar. Allir þeir sem fylgst hafa með íþróttinni vita að hann var sá besti. Hann var goðsögnin, sem vann alla. Suma þurfti hann að hafa fyrir, en móti öðrum var talið að hann ætti ekki séns, m.a George Formann. En Muhammad Ali vissi ekki sinn vitjunartíma. Hann hætti of seint. Síðustu bardagar hans voru skelfilegir. Hann tapaði tveim síðustu bardögum sínum fyrir Larry Holmes og Trevor Berbick. Svo tapaði hann fyrir Leon Spinks í fjórða síðasta baraganum, en náði svo að vinna hann aftur. ALi hefði ekki þurft að enda svona. Hann vissi ekki sinn vitjunartíma og hann varð því niðurlægður á endanum. Endir Ali er auðvitað endir okkar allra. Við náum ákveðnum toppi, en eftir það liggur leiðin niður á við. Goðsögnin lifir samt.
Einhvernvegin hugsar maður um Ali, þegar maður sér yfirburðamenn á einhverju sviði lenda í svipuðu. Það gerist m.a í pólitíkinni. Menn sem hafa verið yfirburðarmenn eiga að hætta á toppnum, sé þess kostur. Menn vita ekki sinn vitjunartíma og þá getur þetta farið illa. Þeir geta líka með framferði sínu haft áhrif á saklaust fólk og vinna ekki bara sjálfum sér skaða, heldur öllum í kringum sig. Jafnvel allri þjóðinni.
Muhammad Ali minnir mig dálítið á ákveðinn stjórnmálann. Mann sem nær allir dýrkuðu & dáðu, en núna sjáum við manninn í síðasta bardaganum. Bardaga sem hann þurfti ekki að fara í, enda var hann löngu búinn að sanna sig. Tapið gegn Trevor Berbick 11. desember 1981 var ömurlegur endir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2008 | 23:39
Sá besti
![]() |
Anand varði heimsmeistaratitilinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.10.2008 | 07:45
Náttúruhamfarir
Ég er einn af þeim þessum sauðsvarta almenningi sem hef verið alveg brjálaður yfir ástandinu. En geri ekki neitt. Hvað gerði ég td þegar góðærið náði hámarki. Jú, ég raupaði nokkrum yfir ofurlaununum. Var auðvitað helvíti fúll yfir græðginni í Bjarna Ármannsyni og co og skrifaði um það á bloggið mitt. En ég vildi aldrei rífa kjaft við þjónustufulltrúa minn í bankanum. Hefði átt að láta þær heyra um álit mitt á bankastjórninni og bankastjóranum. En hvað átti ég að segja? Hvert átti ég að fara? Átti ég að færa mig yfir í KB, Kaupþing, Kaupthing eða hvað þessi drullubanki hét. Ekki voru þeir skárri, með sín ofurdekurlaun. Eða átti ég að færa mig yfir í Landsbankann. Vissi reyndar þá að bankastjórar Landsbankans væru á ofurlaunum, en ekki eins brjálæðislegum og hinir þrjótarnir. Minn gamli vinnufélagi Sigurjón Árnason var ekki eins gráðugur og hinir, en maður gat bara ekki fært sig neitt, enda eiga bankarnir okkur með öll okkar lán og skuldbindingar. Maður færir sig ekki mikið á milli með allan milljónaslóðann. EN ég hefði átt að gera eitthvað. Segja eitthvað meira!
Það er rétt sem Eiríkur (Reiði) Stefánsson segir oft í pistlinum sínum á Útvarpi Sögu. Við erum ekki þjóð. Það er hægt að raupa um það á tyllidögum hversu vel við stöndum saman og hversu margar þrengingar við höfum gengið í gegnum osf. En þegar náttúrhamfarir sem þessar skella yfir okkur þá gerum við varla neitt. Jú, fólk er ofsareitt og ráðamenn, embættismenn og útrásarvíkingarnir fá sér nokkra lífverði um hríð, en ekkert mun gerast. Sjálfstæðiflokkurinn mun að öllum líkindum halda áfram að stjórna landinu, en velja sér flokk (eða flokka), eftir að Samfylkingin gengur af skaftinu. Hverjir bera eiginlega ábyrgð á ástandinu? Það er í raun allt þetta lið. Meira að segja Vinstri Rauðir, sem hálfpartinn hafa ekkert aðhafst. Framsóknarflokkurinn sem ber höfuðábyrgð með einkavæðingu bankanna til góðvina á sínum tíma, sem flestir eru sammála um að sé stór ástæða fyrir þessu hruni í dag. Og að koma með kosningavíxilinn um 90% húnsæðilánin á sínum tíma, en í framhaldinu dældist 400 milljarðar inn í hagkerfið og þjóðin skuldsetti sig upp að hálsi, húsnæðisverð rauk upp með skelfilegum afleiðingum.
Man einhver eftir Guðmundar Árna-málinu. Guðmundur Árni þáverandi ráðherra þurfti að taka ábyrgð og sagði af sér á sínum tíma, í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar. Man einhver eftir syndum hans? Árni Johnsen þurfti líka að taka sína ábyrgð? Osf. Guðmundur Árni fékk reyndar sendiherraembætti að launum fyrir eftirlaunafrumvarpið góða og það er að mínu mati hans höfuðsynd. En ætlar einhver að taka ábyrgð á versta klúðri Íslandssögunnar? Eigum við t.d að treysta liðinu sem lagði Baugsfjölskylduna í einelti í mörg ár fyrir því að rannsaka málið. Á Björn Bjarnason að stjórna rannsókninni á klúðrinu?
Allir eru að fara aftur í niðrí skotgrafirnar. Ég heyrði af manni um daginn, sem tapað hefur c.a 100 milljónum króna þegar allt er talið. Hafði m.a endurfjármagnað einbílshúsið með gengislánum. Hafði keypt hlutabréf fyrir tugi milljóna og geymt sinn ævisparnað í ýmsum vafasömum sjóðum, sem nú er sennilega glatað fé. Hann er ekki reiður út í Davíð Oddson. Nei, hann er brjálaður út í Jón Ásgeir!
Svo eru það aðrir sem vilja helst sjá hausinn á ákveðnum seðlabankastjóra á gullfati. Þeir kenna því um að hann hafi þjóðnýtt Glitni á sínum tíma, bara til að hefna sín á stærsta eigandanum Hatrið á þeirri fjölskyldu hafi verið svo mikið, að hann hafi ekki hlustað á fjölda manna, sem þó reyndu að benda honum á að ef Glitnir væri tekin, þá myndi þetta allt hrynja yfir okkur. Hvers vegna var þessi embættismaður með svona mikil völd, þegar vitað var að hann hafði marg oft lagt stein í götu þessarar fjölskyldu. Já, þvílíkur endir á frábærum ferli, að fara inn í Seðlabankann sem aðalbankastjóri, eftir að hafa drottnað sem stjórnmálamaður aldarinnar. Skilja svo Ísland eftir í rjúkandi rúst. Er hann ekki maðurinn sem ber ábyrgð á hruni Íslands? En fólk trúir enn á Guðinn. Hann er sá Messías sem við þurfum. Við eigum bara að setja hann aftur í forsætisráðherrann. Minni á flotta varnargrein fyrir Davíð Oddsson, eftir Bald Hermannsson í Morgunblaðinu í gær. Og Kjartan frændi Gunnarsson snéri baki við foringjanum eina kvöldstund, en snérist svo hugur og skrifaði varnargrein honum til handa. Kjartan hefur sennilega tapað um 2. milljörðum á þessu frumhlaupi vinar síns, en hann snéri sem betur fer ekki baki við besta vini sínum. Hvað eru tveir milljarðar milli vina? Stokkhólmsheilkennið?
Nei, ég held að það muni lítið breytast á Íslandi. Menn munu bara hlaupa niðrí í sínar skotgrafir, með eða á móti Davíð Oddsyni. Þrælslund Íslendinga mun verði til þess að menn munu kjósa sömu skussana aftur og aftur. Skiptir þá engu að allt er hér að hruni komið.
Sjálfur hef ég dáðst af Baugsfjölskyldunni og tel að hún beri ekki sök á því sem gerðist. Jón Ásgeir hefur m.a komið fram í Silfri Egils og hjá Inga Hrafni á INN og verið þar mjög málefnalegur og skýr. Gleymum því ekki að það var ekki fjölskylda Jóns Ásgeir sem fékk ríkisbankana okkar á gjafverði. Hefur t.d verið rannsakað það hrikalega klúður, þegar "réttu" mennirnir fengu bankana frá Davíð Oddsyni og Halldóri Ásgrímssyni.
Þjóðin er komin á hausinn og það er ekki þessum mönnum að kenna. Hverjum er um að kenna. Að sjálfsögðu þarf nú að fara fram hreingerning. Fáum útlendinga og óháða í málin. Ég segi það enn og aftur að ég treysti engum úr þessu klíkuþjóðfélagi okkar til að rannsaka málin.
Nú erum við aftur komin á byrjunarreit. Eða "BACK TO BASICS"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.10.2008 | 15:29
Slítum stjórnmálasambandi við Breta
Lönd og stofnanir sem sæta refsiaðgerðum frá hendi Breta:
- Al-Qaida & Taliban
- Belarus
- Burma/Myanmar
- Democratic Republic of Congo
- Federal Republic of Yugoslavia & Serbia
- International Criminal Tribunal for The Former Yugoslavia
- Iran
- Iraq
- Ivory Coast
- Landsbanki
- Lebanon and Syria
- Liberia
- North Korea (Democratic Peoples Republic of Korea)
- Sudan
- Terrorism and terrorist financing
- Zimbabwe
![]() |
Landsbanki í slæmum félagsskap |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.10.2008 | 09:21
Rannsókn
![]() |
Millifærslur milljarðamærings gufa upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.10.2008 | 13:08
Nong
Nong fæddist 9/10 2008, kl. 14.26. Litlu stúlkunni og móður hennar heilsast vel. Sannarlega ljósið í myrkrinu daginn, sem íslenskt fjármálalíf fór endanlega á hvolf. John Lennon er fæddur þennan dag um miðja síðustu öld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.10.2008 | 13:55
Góðærið-Minning
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.10.2008 | 11:06
Sovét-Ísland hvenær kemur þú?
Látum ekki hugfallast kæra þjóð. Þetta er ekki ekki heimsendir. Ef við stöndum saman þá komust við yfir þennan hjall. Kannski koma Rússarnir til hjálpar. Það er auðvitað ekki víst, en í dag erum við bestu vinir Pútíns. Pútín er mikill leiðtogi og hefur rifið Rússa upp á afturlappirnar. Kannski er hann að gera eitthvað slæmt eins og allir stórveldisleiðtogar, en er hann eitthvað verri en Bush-inn? Fullt einfalt, en við höfum átt góð samskipti við Rússa og áður Sovétmenn þrátt fyrir kalda stríðið og Nató aðild. Kannski eignumst við nýja vini í framtíðinni, því þeir gömlu eru augljóslega að snúa við okkur baki. En er þá ekki heimsfriðurinn í hættu ef við fáum lán hjá Rússum? Ísland er eins og byssa sem beint er að Bretlandi og Bandaríkjunum sagði Bjarni Benediktsson í upphafi kalda stríðsins. (eða var það Eisenhower sem sagði þetta?)
Ég hef lengi haft mikið dálæti á Rússlandi og Sovétríkjunum gömlu. Vonandi er eitthvað vit í þessu!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Spurt er
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar