Færsluflokkur: Bloggar

10.000 manns

Mín spá er að 10. 000 manns verða gjaldþrota á næstu misserum.  Ég hef ekki hundsvit á hagfræði, en núna er allur bærinn að tala um hagfræði.  Gengi, gengisvísitala, stýrivextir osf.  Spái 50% verðbólgu, en það þýðir 50 % launalækkun.  Hvað þýðir það fyrir þá sem tóku gengislán.  Váá.  Mamma mía.

Sjálfur bauðst mér að taka gengislán í fyrra.   70% lán hjá Frjálsa Fjárfestingabankanum.  Því miður gat ég ekki brúað bilið, þannig að ég neyddist til að taka 80% lán hjá Íbúðarlánasjóði.  Mikið djöful var ég svekktur.  Er ekki eins svekktur í dag, en samt óttast ég næstu daga og vikur.

Í dag er ég ekki í sem verstum málum, en maður veit aldri.  Árið 2000 var ég sjálfur á barma gjaldþrots.  Skuldaði marga mánuði í afborganir af öllum lánum.  Þrjá mánuði hér og þrjá mánuði þar.  Vanskilagjöld og dráttarvextir.  Hótanir um fjárnám osf.  Þessi tími herti mig mikið og ég komst að mestu úr þessu.  Tók til hjá mér á mörgum sviðum.  Ég verð kannski ekki sá fyrsti sem verður gjaldþrota, en maður veit aldrei.

Mér skilst að efnahagslægðir taki yfirleitt mörg ár.  Þetta lagast ekki á morgun og við skulum samt ekki láta hugfallast.  Þetta lagast allt vonandi.

Ég var að vinna í fiski á Kirkjusandi í gamla daga.  Síðan þótti mér skrítið að ganga um á marmaragólfinu á Kirkjusandi rúmlega áratug síðar.  Hvernig væri nú að breyta þessu húsi aftur í frystihús og þjóðin læri nú að vinna almennilega.  Fannst rosalega gaman að sjá minn gamla vinnufélaga fyrir utan Kirkjusand, daginn sem íhaldið rændi bankanum.  Hann talaði um skrítna hluti.  Það var líka margt skrítið brallað á Kirkjusandi í gamla daga.  

glitnir1.jpg

 


Aldrei?

Það hvarflar að manni að hin nýja þjóðarsátt verði innsigluð um aðildarviðræður við Evrópusambandið.  Það verður aldrei, meðan valdamesti maður Ísland situr í svörtuloftum.  Sem betur fer er hann æviráðinn og enginn þorir eða getur látið hann fara.  Sem betur fer segi ég nú aftur.  Hvar værum við ef  við hefðum ekki Svarthöfða og Skallagrím í vinstri Rauðum.  Þá værum við sennilega á leið í Evrópu-ginið.  Nei fyrr svelt ég og missi húsið mitt, en að lenda í Brussel-skrímslinu.  Gleymið þessu með ESB, því mér líður bara vel í þrengingunum.  Get lagt bílnum, byrjað að borða grjón osf.  
mbl.is Mætt snemma til funda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Djók

Davíð Oddsson og Björn Bjarnason sitja saman í einu flugi. Þegar Davíð segir skyndilega.
-Ef ég myndi henda þúsund krónum út um gluggann, þá myndi ég gera eina persónu glaða.
-Björn svarar og segir. Ef ég myndi henda 10-þúsund út um gluggann, þá myndi ég gera 10 persónur glaða í dag.
-Flugstjórinn hlustar eftir þeirra tali og segir til þeirra. Ef ég myndi henda ykkur báðum út af fluginu. Þá myndi ég gleðja heila þjóð!!!!

dabbi.jpg


Samsæri

Þetta er auðvitað sæmsæri hjá okkar mönnum

hanneskjarri.jpg


mbl.is Telur Stoðir ekki fara í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðgerðir

Við Sjálfstæðismenn þurfum núna að standa saman.  Hart er sótt að okkur. m.a fyrir það sem Björn Bjarnason gerði, með því að bola Jóhanni lögreglustjóra burt.  En við þurftum að gera þetta því miður.  Jóhann neitaði að handtaka Jón Ásgeri hérna um árið.  Það gengur ekki að menn séu að neita að framfylgja skipunum.  Skipanir koma frá æstu stöðum og ef menn hunsa þær þá verða menn að finna sér aðra vinnu.  Alveg eins og þegar Þorarinn Þórarinsson hjá Símanum fór að semja við Skífu Jón um skuldir í staðinn fyrir að gjaldfella allt á hann eins og foringinn okkar þáverandi vildi.  Auðvitað verða menn að hlýða í einu og öllu.  Það vantar alla hræðslu í þjóðfélagið í dag.  Núna tjá menn sig út og suður og jafnvel góðir Sjálfstæðimenn eru með eigin skoðanir.  Þess vegna verðum við að fá einhvern góðan ráðherra fyrir Þorgerði Katrínu.  Hún er ekki að hlýða skipunum og hún átti aldrei að vingast við Ingibjörgu Sólrúnu.  Hún vissi alveg að foringinn okkar í Seðlabankanum yrði brjálaður.  Sama á við um Guðlaug Þór.  Hann á auðvitað ekki að láta svona...

gaddafi-og-gudlaugur-copy_1796000112_684067.gif

 


Kominn aftur!

Jæja, ég vil ekki bregðast vinum mínum.  Ekki leið nema 10. mínútur þar til ég hætti við að hætta hérna á Moggabloggi.  Vil ekki missa ykkur kæru vinir, þótt ritstífla angri mig um stund.  Hef nóg að gera í Háskólanum við skriftir, þótt ég fari ekki að bulla hérna öllum stundum.  Læt þó heyra í mér eins og ég get, m.a þegar við Sjálfstæðimenn berum gæfu til að fá Davíð aftur í fársætiráðherrann.  Þá förum við aftur að blómstra, því þá mun hann losa okkur við alla djöfulsins lýðskrumara og Evrópufávita.  Annars á ég marga vini og kunningja sem vilja hafa samband við mig hérna.  Það eru ekki allir á Facebook, en þar má m.a finna Masterinn og fjölskyldu hans.  Svo minni ég á einlægt æfingablogg og síðuna hjá Viktoríu.  Fyrirgefið mér allir gamlir bloggvinir. 

siggigamli_682742.jpg


Pása

Jæja, sá tími kemur fyrir alla að menn þurfa á pásu að halda.

Svo er komið hjá mér akkúrat núna.

Ég kveð í bili, en kíki aftur þegar betur stendur á.stilli.jpg


Scot Mendelson lyftir Harley

Ég hef bæði gaman af lyftingum og góðum hjólum.

Hlutabréf

Hvernig ætli hlutabréf "mín" hjá Stoðum standa nú?  Óskráð bréf í Baugsveldi.  Ætli við getum keypt okkur Kók & Prins Póló?
mbl.is Björgunarhringur dugar skammt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnar Freyr Rúnarsson
Gunnar Freyr Rúnarsson
Kominn á góðan aldur og í góðu jafnvægi.

Spurt er

Hvað á ég að gera á HM?

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband