19.12.2007 | 01:29
Gull
Sigurganga Mastersins heldur áfram, því í gær náði hann að sigra þokkalega sterkt Jólahraðskákmót í Vin. Í húsnæði Vinjar er rekinn einn virkasti skákklúbbur landsins. Um daginn var haldið sterkt mót í Perlunni sem undirritaður náði að sigra, en í síðust viku var svo liðakeppni geðdeildanna, þar sem lið Mastersins náði bara öðru sæti, en deildin hans vann! Masterinn tapaði nefnilega fyrir eigin liðsmanni í fyrstu umferð. Það var eiginlega hálfpartinn svekkjandi að ná ekki að sigra deildakeppnina með liði 32c, en lið D-12 sigraði þriðja árið í röð. En núna náði Masterinn hins vegar að sigra Rafninn og sigra mótið í leiðinni. Henrik Danielsen stórmeistari tefldi að þessu sinni sem gestur, enda 2500 stiga maður og sigraði allar fimm skákirnar. Masterinn var því krýndur sigurvegari að þessu sinni. Úrslitinn komu m.a á skak.is og hrokurinn.is
Spurt er
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
jamm, herra master gunz. markmið næsta árs hlýtur þá að vera að valta yfir 2500 stiga kallana. þú hefur heilt ár framundan...
ég ætla að halda mig við ungmennafélagsandann áfram, eins og hjá ykkur ríkisstarfsmönnum..... ekki spurningin um að vinna, bara vera með.
en þú hlýtur að hafa hærri markmið. til hamingju samt, þú ert on the run....
arnar valgeirsson, 19.12.2007 kl. 11:22
svo er það redcross.is
http://www.redcross.is/Apps/WebObjects/RedCross.woa/wa/dp?detail=1006340&name=frettasida
þú ættir þó að kíkja á rauðakrosssíðuna svona annað slagið væni minn. sjá hvað er að gerast í heiminum, nú og á íslandi líka.... hverjir eru að standa sig og svona..
arnar valgeirsson, 19.12.2007 kl. 11:42
Gott mál að finna Rauða-krossinn. Verð að vera duglegri við að kíkja þarna við. Annars er verkefni næsta árs að efla Víkingaskákina, Víkingaklúbbinn (skákdeild Víkingaskákarinnar) og systurklúbb Víkingaklúbbsins, Vinjarskákklúbbinn sem er einn virkasti skákklúbbur á landinu. Þið sem hafið ekki mætt, ættuð að koma þarna á æfingu/mót. Flott verðlaun, góðar veitingar, flottur félagsskapur og nóg af skák...
Gunnar Freyr Rúnarsson, 19.12.2007 kl. 13:04
Til hamingju með þennan sigur Master!...
Í leiðinni vil ég benda yður háskólalærðum manninum á það að samkvæmt íslenskri málvenju/lögum þá segir maður ekki: sigrar mótið, heldur sigrar í mótinu/sigra í mótinu...eins segir maður ekki að maður hafi sigrað skákirnar heldur sigrað í skákunum!
Bara létt ábending....Hvernig gastu fundið það út að ég ætti heima á Vesturgötu 64??? með póstnúmer 107??'...lastu ekki stimpilinn aftan á umslaginu sem ég sendi þér....(ég á ekki heima nálægt Vesturgötu 64 eins er póstnúmerið þar 101....Hafðu það gott..ekkert stress!
Sir Magister (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 18:25
Já, ég skrifaði eftir "minni" þegar ég var staddur upp í Smáralind. Kom svo heim og sá að þetta var auðvitað kolvitlaust allt saman. Sendi svo póstinum Páli skilaboð og sagði honum að koma þessu til skila.
Gunnar Freyr Rúnarsson, 21.12.2007 kl. 20:32
Alltí lagi...Ungfrú MM er rosalega ánægð með jólakortið frá ykkur og vill setja myndina af Sigga tiger á einhvern áberandi stað...
Sir Magister (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 00:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.