Ótrúlegur afleikur

Víkingasveitin mætti með sitt sterkasta lið í fyrstu umferð á Íslandsmóti skákfélaga.  Við mættum skemmtilegu liði Akureyrar-C, en á fyrsta borði var enginn annar en Sveinbjörn Sjalli Sigurðsson.  Því miður gerði Masterinn mikil mistök í liðstjórn, sem kostuðu okkur nokkra punkta.  Þannig var að Haraldur Baldursson þurfti að vera skákstjóri, en gat samt teflt.  Það hefði bara þurft að þrýsta á hann, því hann var bæðir skákstjóri og liðsmaður í fyrri hlutanum.  John kom inn á fyrir hann og stóð sig vel.  Einnig var þriðja borðsmaður okkar Jónas Spari Jónasson að vinna í heimaþjónustu og tafðist, en þá var ákveðið að setja inn seinni varamanninn, Stefán Bjarnason leikara á sjötta borð.  Þar með tefldum við án tveggja sterkustu skákmanna okkar, en Bjarni Sæmundsson Bahamameistari færðist upp á annað borð, en Sveinn Ingi sveinsson Al-heimsmeistari í Víkingaskák færðist upp á þriðja borð.  Eftir ótrúlega ævintýralegar skákir unnum við norðanmenn með minnsta mun 3.5-2.5.

1. Gunnar Fr. - Sveinbjörn Sigurðsson 1-0

2. Bjarni Sæmundsson- Haki Jóhannsson 0.5-0-5

3. Sveinn Ingi Sveinsson - Akri 0.5-0.5

4.Ágúst Örn Gíslason - Akri II 0-1

5. John Ovinteros- Akri III 1-0

6. Stefán Bjarnason Akri IV 0.5-0.5

En mesti brandari kvöldsins var þó skák Mastersins gegn Sveinbirni.  Masterinn hafði hvítt og tefldi að sjálfsögðu óhefðbundið.  Sjallinn svaraði, en Masterinn fór síðan frá borðinu, eftir að hafa merkt inn vitlausan leik.  Kom svo að borðinu aftur og lék svo fjórða leikinn á undan andstæðingnum, en Masternum sýndist að svartur væri búinn að leika.  Sveinbjörn fór með málið fyrir skákdómara, sem var enginn annar en liðsmaður okkar Haraldur Baldursson.  Hann gaf að sjálfsögðu málið frá sér og fékk Ólaf Ásgrímsson til að dæma.  Ólafur dæmdi svo að Sjallinn fengi tvær mínútur aukalega á klukkuna.  Sem betur fer var ekki dæmt ólöglegur leikur tap, sem hefði verið möguleiki.  Ég þekki ekki reglurnar nógu vel, en var samt feginn að þetta fór ekki verr.  Sjallinn lék svo af sér heilum hrók í fimmtánda leik og gaf svo skákina.  Masterinn hefur því unnið allar fimm skákir sínar á mótinu.  En því miður gæti þessi fyrirliðamistök kostað okkur sigurinn.  Tvær umferðir eru nú eftir og núna er bara að leggjast á skeljarnar og biðja Guð um hjálp í síðust tveim umferðunum.  Brandarinn um "afleikinn" fór hins vegar eins og eldur um sinu á skákstaðnum.  LoL

 Staða efstu liða í fjórðu deild:

  1. Austurland 20,5 v.
  2. Fjölnir-b 19,5 v. + 2 fr.
  3. Víkingasveitin 19,5 v.
  4. Bolungarvík-b 18,5 v. + 2 fr.
  5. Sauðárkrókur 18,5 v.
  6. Hellir-d 18,5 v.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

þið eruð heppnir að kátir séu ekki með í fjórðu deildinni. maður er bara með í annarri sko...

og er ekki alveg að rúlla þessu upp en æfingin skapar meistarann. passaðu þig bara.

arnar valgeirsson, 1.3.2008 kl. 17:27

2 Smámynd: Gunnar Freyr Rúnarsson

Það tókst ekki í þetta sinn að vinna sig upp.  4. deildin er miklu erfiðari, en maður hefði ímyndað sér.  Það þarf hreinlega allt að ganga upp.  Sum liðin fengu monrad meðvind, en við vorum hins vegar í toppbaráttunni allan tíman.  Við mætum því ekki Kátum biskupum á næstunni.  Ekki nema bara niðrí Vin.

Gunnar Freyr Rúnarsson, 2.3.2008 kl. 08:52

3 identicon

já,það getur verið skrautlegt að tefla við Sjallaskrímslið...spurning hvaða hrærigrautur var að snúast í höfði Mastersins að ætla knésetja kappann með tveimur leikjum í röð!

Magister Cat (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 15:11

4 Smámynd: Gunnar Freyr Rúnarsson

Já, það er sagt í kraftlyftingum að þegar maður er orðinn alveg út á þekju, þá sé það til marks um að maður sé að verða sterkur.  Ég ætla að taka tvistinn (lágmark) á Ísl. móti Metal í bekkpressu.  Sjallaskrímslið sér til þess

Gunnar Freyr Rúnarsson, 2.3.2008 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Freyr Rúnarsson
Gunnar Freyr Rúnarsson
Kominn á góðan aldur og í góðu jafnvægi.

Spurt er

Hvað á ég að gera á HM?

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband