Tilverurétturinn

Eftir að hafa reynt að svindla á Sveinbirni Sigurðssyni skákmeistara um daginn hef ég ákveðið að hvíla alla taflmennsku í bili.  Víkingaklúbburinn er auðvitað ennþá eitt af mínum áhugamálum, en næsta keppni er ekki fyrr en næsta haust.  Þá verðum við vonandi búnir að styrkja liðið enn meir, þannig að við verðum enn betri.  Núna hefur maður tekið fram lyftingaskóna aftur og stefnan tekin á léttar bætingar.  Slæm meiðsli frá síðasta sumri sitja enn á sálinni.  Stefnan var tekin á pílukastkeppni og golf, enda hafði eitthvað læknafíflið hvatt mig til að hætta að æfa með lóðum.  Á mánudaginn prófaði ég svo bekkpressuslopp, sem ég hafði falið í kassa í hálft ár.  Þrátt fyrir talsvert máttleysi og tæknivitleysu, náði ég þó að lyfta 180 kg  í bekkpressu.  180 kg í bekkpressubol er tilverurétturinn.  Tilverurétturinn þýðir eins og nafnið bendir til kynna, muninn á manni og krypplingi.  Tilverurétturinn í bekkpressu er 150 kg, en ég las einhverstaðar að tilverurétturinn í útbúnaði væri 180 kg.  Ef menn taka hins vegar undir 100 kg í bekkpressu eru þeir ekki einu sinni krypplingar.  Þeir teljast vera gay.  Gay-þyngdin er því ennþá 100 kg.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

shit.... en ef maður er bara 70 kg og ekki í æfingu???

þú getur alltaf komið til okkar og fengið tilsögn í skákinni væni.

arnar valgeirsson, 6.3.2008 kl. 09:33

2 Smámynd: Gunnar Freyr Rúnarsson

Það er alveg rétt.  Meira en 90% manna taka ekki yfir 100 kg í  bekkpressu.  EN hins vegar er ákveðið "joke" í gangi, m.a um þessa gay-þyngd.  Ég fann þetta ekki upp og þetta hefur bara virkað hvetjandi á að menn að komist yfir þennan múr.  Man t.d eftir einum leikara sem æfði með okkur í Orkulind.  Hann var í góðu formi, en átti bara 97.5 kg í bekkpressu.  Hann gerði þó nokkrar tilraunir við "g- múrinn".  Hann náði á endanum markmiði sínu og eins og svo oft gerist þá tók hann miklu meira á endanum.  200 kg múrinn er líka mikill sálfræðilegur þröskuldur og hef ég fullan hug á að klára það dæmi.

Gunnar Freyr Rúnarsson, 6.3.2008 kl. 16:32

3 identicon

http://kraftaheimar.net/?p=646#comments

Sir Magister (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 21:32

4 Smámynd: Gunnar Freyr Rúnarsson

Það er dálítið gaman að þessari goðsögn um ríkidæmi mittJú, ég á 100.000 kr bíl og tveggja hæða hús í Tælandi, en varla mikil verðmæti í því.  Þeir hjá innheimtudeild RUV myndu seint segja að ég sé auðkýfingur...

Gunnar Freyr Rúnarsson, 7.3.2008 kl. 12:47

5 identicon

Það er nú staðreynd að þú ert tveggja íbúða eigandi í Reykjavík og önnur þeirra 4 herbergja burtséð frá húsi í Tælandi..Menn tala nú um minna en svona greifahátt:

http://kraftaheimar.net/?p=362#comments

Sir Magister Cat (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 19:04

6 Smámynd: Gunnar Freyr Rúnarsson

Jæja, þetta eru nú reyndar tvö hús út í Tælandi  Gleymum því ekki að hér á Íslandi er allt að fara fjandans til.  Bráðum kemur hérna óðaverðbólga, c.a 30%.  Gengið fellur um 20% og kjarasamningar falla úr gildi.  Svo fellur fasteignarmarkaðurinn.  Húsin okkar verða verðlaus.  Jæja kannski er bara gott að vita af húsunum út í Tælandi  

Gunnar Freyr Rúnarsson, 7.3.2008 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Freyr Rúnarsson
Gunnar Freyr Rúnarsson
Kominn á góðan aldur og í góðu jafnvægi.

Spurt er

Hvað á ég að gera á HM?

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 4800

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband