Tilkynning

Ég vil hér með nota tækifærið og láta vini og velunnara okkar vita að við erum flutt í "stóru" íbúðina.  Það var vel við hæfi að við létum verða af því á sjálfum afmælisdegi Bobbys Fischers.  Bobby Fischer hefði orðið 65 ára í dag hefði hann lifað.  Í gær átti hins vegar konan hans pabba afmæli, en þá var íbúðin okkar ekki orðin laus.  Núna erum við komin úr 35 fermetrum í 100 fermetra.  Svei, mér þá ef við ég er ekki kominn með snert af víðáttubrjálaði.  Gamla íbúðin er hins vegar komin í leigu innan fjölskyldunnar.    

Í gær kom hins vegar til landsins sjálfur Boris Spassky fyrrum heimsmeistari í skák, en hann ætlar að taka þátt í minningarmóti um Bobby.  Það er mjög gaman að þessari tilviljun að koma sjálfs Spassky skuli  koma upp á sama tíma og sjálft Reykjavíkurskákmótið.  Það eru því fullt af gömlum skákmeisturum staddir hér á landi, m.a Lombardy, Hort og Friðrik Ólafsson. 

Í gamla daga náði ég m.a að vinna Lombardy og Friðrik Ólafsson í fjöltefli, en náði jafntefli við Hort í frægu fjöltefli þar sem heimsmet var slegið.  Ég var líka einn af þeim sem hljóp 1. apríl 1977, þegar frægt aprílgabb birtist í Vísi um að Hort ætlaði að slá heimsmetið í fjöltefli í Laugardalshöll.  Seinna varð aprílgabbið orðið staðreynd.  Hort tefldi við 550 manns seinna sama ár.  Þs, ef ég man þetta rétt.


mbl.is Spasskí kominn til landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju !!

Öllsömul......

elin (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 19:29

2 Smámynd: arnar valgeirsson

til hamingju með fermetrana hundrað. jamm væni, ég hefði náð jafntefli við Hort ef hann hefði teflt við fjögurhundruðfjörutíuogníu í viðbót...

annars droppaði skákfélag vinjar við í sambýli að gunnarsbraut í dag og haldið var átta manna mót. jebbs, vona að fleiri séu að tilkynna komu sína í skákfélagið á hverfisgötunni.

og aðalfréttin er að hann arnar litli varð í öðru sæti. jamm, ekki slæmt. en fékk ekki vinning, færði þeim samt nokkrar skákbækur. boða fagnaðarerindið, væni minn. líka á grænlandi, ekki á morgun heldur hinn. jibbíjei.

arnar valgeirsson, 11.3.2008 kl. 00:24

3 Smámynd: Gunnar Freyr Rúnarsson

Vinjarformaðurinn fer fljótlega að vinna mót.  Þú tekur þetta bara í Grænlandi.  Annars er ég eiginlega ekki viss um að hafa unnið W. Lombardy í fjöltefli.  Gerði sennilega bara jafntefli.  Hann tefldi nokkrum sinnum við okkur í "Collins! ferðunum.  EN ég vann þó nokkra GM í fjölteflum.  M.a vin minn Walter Browne árið 1980, en þá minnir mig að hann hafi unnið alþjóðlega Rkv-skákmótið það árið.  Browne gaf þeim fáu sem náðu að leggja hann skáktímarit.   Núna þegar maður er gamall  maður orðinn verður maður að fara að skrifa þetta niður.  Þs þau "skákafrek" sem maður hefur unnið.  Ég hef t.d oft sagt að ég vann mitt mesta skákafrek aðeins 11. ára gamall, þs þegar ég náði að vinna hr. Friðrik.  Næ aldrei að toppa það.  Friðrik var líka á þeim árum á hátindi getu sinnar.  Vann m.a Karrppov það árið.  Gunnar vann Friðrik.  Friðrik vann Karpov & Karpov vann Kasparov.  Gunnar vann Friðrik, Friðrik vann Fischer!  Heitir þetta ekki afleiðsla?

Gunnar Freyr Rúnarsson, 11.3.2008 kl. 08:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Freyr Rúnarsson
Gunnar Freyr Rúnarsson
Kominn á góðan aldur og í góðu jafnvægi.

Spurt er

Hvað á ég að gera á HM?

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 4738

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband