Áfram Firefox

Ég kann best við Mozilla Firefox.  Siðan ég fór að nota Mozilla hefur orðið minna vesen hjá mér. 

Og annað þessu tengt.  Ég rauk út í búð um daginn og keypti mér nýja mulningsvél, þs nýja öfluga tölvu með tveim örgjörfum og 4 gígabæta innra minni.  Núna ætti maður að geta bætt sig í bréfskákinni, m.a að salta Tölvu-Jónas í stúderingum.  Núna mega menn sko fara að vara sig.Wink


mbl.is Mozilla slær heimsmet?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Steinsson

Til hamingju með nýju tölvuna. Ef þú er að nota 32bita Windows Vista eða XP þá hef ég slæmar fréttir handa þér. Þau stýrikerfi geta ekki nýtt sér nema 3GB innra mynni af þessum 4GB. Þessi stýrikerfi "sjá" allt minnið og opinberlega eru þau sögð styðja 4GB en munu aldrei nota það. Ástæðan er sú að þau taka það sem er fyrir ofan 3GB frá fyrir vélbúnað sem síðan notar það aldrei. Til að nýta það allt þarftu 64bita útgáfu af Vista eða XP eða Windows 2003 eða 2008 server. Og eftir því sem ég veit best getur 32bita Linux nýtt allt minnið ef það er rétt sett upp.

Þetta er eitthvað sem var svo sem skiljanlegt þegar XP var hannað því að þá voru nánast engar tölvur til með meira en 2GB innra minni nema netþjónar, flest móðurborð í borðtölvum og fartölvum studdu það ekki einu sinni. Mér er hins vegar óskiljanlegt að þetta skuli ekki hafa verið lagað í Vista. Upprunalega Vista án "service pack" segir sannleikan og sýnir bara það minni sem hægt er að nota en þegar "service pack 1" hefur verið settur upp sýnir Vista allt minnið en það breytir engu í því hvernig það er meðhöndlað.

Einar Steinsson, 4.7.2008 kl. 08:20

2 Smámynd: Gunnar Freyr Rúnarsson

Takk fyrir góðar ábendingar.  Spurning um að skipta um stýrikerfi með tíð og tíma.  Annars komast tæknimálin hjá mér loksins í lag, því gamla tölvan mín er að hruni komin.  Núna getur maður loksins farið að setja inn myndir, sem hafa legið undir skemmdum!

Gunnar Freyr Rúnarsson, 4.7.2008 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Freyr Rúnarsson
Gunnar Freyr Rúnarsson
Kominn á góðan aldur og í góðu jafnvægi.

Spurt er

Hvað á ég að gera á HM?

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband