27.8.2008 | 23:32
STRÁKARNIR OKKAR III
Frábær dagur er að kveldi kominn. Strákarnir okkar voru fyrstu verðlaunahafar Íslands í hópíþrótt á ólympíuleikum. Eða hvað? Ísland hefur nefnilega áður átt verðlaunahafa á Ólympíuleikum, fyrir utan handknattleik, Vilhjálms Einarssonar, Bjarna Friðrikssonar & Völu Flosadóttur. Íslendingar áttu nefnilega gullverðlaunahafa í hópíþrótt.
Árið 1920 vann landlið Kanada gullverðlaun í Ice Hockey á Ólympíuleikunum í Andverpen. Megin uppistaða Kanadíska liðsins "Fálkarnir" voru Íslendingar. Sem sagt Vestur-Íslendingar sem unnu gull undir merkjum Kanada. Þetta er í raun mjög merkileg saga, sem mig langar að skoða betur. Aðeins einn leikmaður Winnipeg-Falcons var ekki af íslensku bergi brotinn. Þeir hétu:
Sigurður Franklin "Frank" Fredrickson
Kristmundur N. "Chris" Friðfinnson
Magnús "Mike" Goodman
Halldór (Harold) "Slim" Haldorson
Konráð "Konnie" Johannesson
Jakob Walter "Wally" Byron
Róbert John "Bobby" Benson
Allan Charles "Huck" Woodman (Af enskum ættum)
Þetta var í fyrst skiptið sem keppt var í Ice Hockey á Ólympíuleikum, en deilt hefur verið um hvort keppnin hafi í raun verið sýningakeppni, þs sýningargrein eða fullgild grein.
Fyrir nokkrum árum tilkynnti Íshokkísamband Kanada að merki Toronto Granites yrði á keppnistreyjum kanadíska landsliðsins í íshokkí á Vetrarólympíuleikunum í Salt Lake City 2002, til að minnast þess að liðið hefði fyrir hönd Kanada orðið Ólympíumeistari í íshokkíi 1924, fyrst allra liða. Eins og gefur að skilja féll þetta í grýttan jarðveg víða í Kanada, ekki síst hjá afkomendum Fálkanna og "íslenska" samfélaginu í Manitoba, sem fannst stórlega að Fálkunum vegið. Kanadamenn unnu nefnilega keppnina einnig árið 1924, en þá var keppnin haldin í París. En vetrargreinarnar voru þá aðskildar í fyrsta sinn og fór sú keppni fram í Chamonix.
Kanadamenn unnu gullið á fyrstu fjórum Ólympíuleikum, en árið 1936 unnu hins vegar Bretar, en Kanadamenn urðu þá að sætta sig við silfrið. Eftir Ólympíuleikana í Andverpen var byrjað að tvískipta keppninni í sumar og vetrar Ólympíuleika. Ólympíuleikarnir í Andverpen voru þeir síðustu þar sem vetraríþróttir og sumaríþróttir voru á sömu leikum. Þess vegna var keppt í íshokkí og skautum í apríl & maí, meðan ennþá var frekar kalt í veðri. Mjög skemmtileg saga, sem menn ættu að kynna sér:
3. Fálkarnir
![]() |
"Fálkarnir um alla framtíð" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spurt er
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
heyrði af fálkunum fyrir mörgum árum og hélt reyndar að þeir hefðu allir verið íslenskir. merkileg saga.
við ss "eigum" eitt gull sko. þannig lagað séð.
ertu ekkert að keppa í einhverjum flokki á íslandsmóti ha?
arnar valgeirsson, 28.8.2008 kl. 12:07
Of tímafrekt að tefla. Þs á þessu stóru mótunum. Vonandi tefli ég meira, þegar aldurinn færist yfir. Mót sem tekur 1-3 daga hentar betur..
Gunnar Freyr Rúnarsson, 28.8.2008 kl. 13:56
Píkuskrækir eru þetta í þér Gunnar.
Sigurður Sigurðsson, 29.8.2008 kl. 14:40
Ég hélt að þú værir dauður kæri Ven. Ég ætlaði meira að segja að spyrja um þig á hjartadeildinni. Hvar hefur þú eiginlega verið?
Fórstu kannski í einhverja "Píbb" ferð?
Gunnar Freyr Rúnarsson, 29.8.2008 kl. 16:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.