9.1.2010 | 20:43
Fitumæling
Eftir að fjölskyldan eignaðist vigtina góðu hefur mikil þráhyggja grasserað á heimilinu. Frúin hefur létt sig með hjál Herbalife duftsins, en húsbóndinn hefur ákveðið að prófa að vera 120 kg flæðimoli til reynslu með hjálp Weight Gainer-duftsins. Margir kraftlyftingamenn hafa náð góðum árangri á kostnað fegurðarinnar. Hins vegar hafa einnig margir verið eins og vaxtarræktarmenn í laginu og orðið goðsagnir í sportinu. Af tillitsemi við flæðimola verða engin nöfn nefnd, en einn molinn Ingvar Ingvarsson hefur m.a haft á þessu sterkar skoðanir. Sjálfur hefur hann verið í hinum fagra flokki að eigin áliti og margra annarra, en hefur ekki alltaf farið eftir eigin heimspeki og oftar en einu sinni þyngt sig upp úr öllu valdi með góðum árangri.
Miklar umræður hafa farið fram um útlit manna í þessu sporti og margir vilja setja bann á flæðimolana, því þeir koma óroði á íþróttina. Eins þeir sem eru svo væskislegir að þeim er ekki sæmandi að keppa í sportinu. Fyrir Evrópumótið á Akureyri í sumar verður settur sérstakur mannskapur í að senda menn til baka með fyrstu flugvél ef þeir uppfylla ekki fegurðarstaðla Ingvars. Dvergar, flæðimolar og aðrir aumingjar verða sendir heim eða meinuð þátttaka á Evrópumeistaramótinu.
Bloggar | Breytt 10.1.2010 kl. 11:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2010 | 23:40
Eftirrétturinn
Svo voru það aukavegtyllur. Fékk alþjóðleg dómaréttindi í kraftlyftingum. Herra yfirdómar Bob lét mig dæma taka próf á sjálfu heimsmeistaramótinu og útskrifaðist ég þaðan með ágætiseinkunn. Í desember fór ég svo á annarskonar próf í fötlunarfræðum, þar sem ég útskrifaðist sem master í fötlunarfræðum. Það var fyrst í kvöld, sem ég fór skjálfandi á beinum inn á vef háskólans til að vita hvernig mér hefði gengið í síðasta prófinu. Og sem betur fer náði ég fyrstu einkunn fyrir ritgerð og heimapróf og er því orðinn fötlunarfræðingur. Nei, ekki alveg því ég var að klára diplómanám í fræðunum. Er auðvitað að plata með mastersprófið, en diplómanámið eru þrír kúrstar á masterstigi. Verð útskrifaður með diplómaprófið í febrúar næstkomandi. Masterinn leggst nú undir felld og hugsar sinn gang. Á hann að halda áfram í mastersnámi eða ekki?
Nú er maður víst kominn með fimm háskólapróf eins og Georg Bjarnfreðarson. Sagnfræði, heimspeki, félagliða, sjúkraliða, fötlunarfæði auk alþjóðlegra dómararéttinda í kraftlyftingum. Já, sælllllll.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.12.2009 | 21:25
Heimsins mesta ofurmenni
Árið 2009 var mjög gott fyrir EGÓ-ið. Varð heimsins besti maður í þrem ólíkum íþróttagreinum. Fyrst ber að nefna að Masterinn varð tvöfaldur WPF Evrópumeistari í réttstöðu og bekkpressu frá Amsterdam & tvöfaldur WPF heimsmeistari frá Las Vegas, þegar heimsins sterkustu öldungar 40-44 voru lagðir í valinn í kraftlyftingakeppni og réttstöðulyftukeppni. Í annarri ólíkri íþróttagrein gekk illa fram eftir ári og missti Masterinn m.a heimsmeistaratitil sinn í Víkingskák frá árinu 2008 á stórmóti í greininni í nóvember. En á jólamótinu um daginn mætti hann aftur bestu Víkingaskákmönnum heims og sigraði það mót með miklum yfirburðum og var þar með besti Víkingahraðskákmaður heimsins í 5. mínútna Víkingahraðskák. Ómdeilanlega sá besti í veröldinni í þessum skemmtilega leik. Í þriðju íþróttagreininni var svo Masterinn líka á toppnum því hann sigraði í heims-þemamóti í Sleijpner byrjun. Heimsins bestu bréfskákmenn áttu keppi í keppni þeirra bestu í greininni. Og hann endaði sem heimsmeistari í Sleijpner byrjun.
Kæru félagar! Heimsins mesta ofurmenni vill óska vinum og velunnurum bestu kveðjur á nýja árinu. Ef þú þurfið einhverja aðstoð hjá Superman, þá hafið þið endilega samband og hann mun aðstoða ykkur eftir föngum. Hann er ekki bara heimsins mesta ofurmenni, heldur er hann góður gæji líka.
Og núna er hann byrjaður að blogga aftur, enda á hann marga aðdáendur.
Gleðilegt ár
Sterkasti poweröldungurinn: hér:
Sterkasti Víkingahraðskákmaður heims hér:
Heimsmeistari í Sleipner-byrjun í bréfskák hér:
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.11.2009 | 01:03
Hvað á ég að gera?
Þar sem ég tek nú þátt í þrem kraftlytingamótum eftir viku, þá er ég í smá vandræðum. Hef sennilega sjaldan eða aldrei verið í betra formi, en málið er ekki svo einfalt
Ég er skráður til leiks í þrem mótum. Í kraftlyftingamóti á fimtudaginn þar sem keppt er í öllum þrem greinum kraftlyftinga. Þar mæti ég rosalegum andstæðinum sem eru margfaldir meistarar, m.a Heims & evrópumeisturum og heimsmethafar. Í kraftlyftingunum ætti ég að bæta minn samanlagða árangur. Er reyndar ekkert eins góður í hnébeygjum og ég vonaði og bekkurinn hefði líka mátt vera betri.
Ég er skráður til leiks í bekkpressu á sunnudaginn þar sem ég mæti sjálfum heimsmethafanum í bekkressu í flokki 40-44 ára í single lift. Er ekkert sérstakur í bekkpressu og er í frekar víðum slopp, eftir að hafa rifið nýja sloppinn minn um daginn. Ég ætti samt að bæta mig.
Ég er skráður til leiks í réttstöðulyftu þar sem mínir mestu möguleikar liggja. Stefni á bætingu c.a 290-300 kg.
En hvað á ég að gera? Á ég að taka endalaust á því í öllum mótunum, vera ferskur í fyrst og spara mig fyrir deddið osf. Ég get eiginleg ekki ákveðið mig og bið því um smá hjálp.
2009 WPF WORLDS -- LAS VEGAS, NEVADA, USA !!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2009 | 17:46
Byrjaður að blogga aftur!
Jæja, elsku félagar! Ég er byrjaður að blogga aftur eftir sumarfrí og tjá mig um dægurþras líðandi stundar. Efst í heila mér þessa stundina er sú staðreynd að Borgarahreyfingin sprakk að sjálfsögðu í frumeindir sína eins og ég vissi allan tíman. Hélt reyndar að það tæki tæpleg eitt kjörtímabil að rústa þessum smábarnaflokki. En ég segi það enn og aftur að fjórflokkurinn lifir meðan litlu flokkarnir læra ekki smá flokksaga & hana-Nú!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2009 | 02:45
Eiríkur Prívatmaður
Við þekktum þennan mann.
Við alloft sáum hann.
Ýmislegt sérkennilegt til fræðgar sér hann vann.
Ég opnaði Frétablaðið á þjóðhátíðardaginn til að finna dagskrá dagsins. Þegar ég renndi yfir dánartilkyningarnar af gömlum vana sá ég að enn einn gamall félagi hafði safnast til feðra sinna. Eiríkur Björgvinsson Prívatmaður var mikill vexti og gífurlega hávaxinn. Maður sá hann oft í bænum og tók eftir þessum glaðlynda manni sem oftar en ekki var léttklæddur með heilsuvindil í kjaftinum og gnæfði yfir fjöldann. Eiríkur átti sér mörg dularfull áhugamál m.a skákina, en því miður náði ég aldrei að tefla við hann. Hann var þó í merkilegum pælingum. Sagt var að í þröngum hóp hafi hann verið kallaður Prívatmaðurinn. Ástæðan var sú að hann tók eitt sinn þátt í skákmóti á Grand Rokk. Þegar hann var spurður að nafni brást hann þannig við að það kæmi viðkomandi ekki við. Nafnið væri Prívat. Undir því nafni tefdi hann síðan á mótinu. Ekkert veit ég um sannleiksgildi þessarar sögu, en ef sagan er góð, þá er hún sönn eins og maður sagði. Oft fannst okkur hugmyndir Eiríks jaðra við að vera geggjaðar. Menn tengdu hann oftar en ekki við Sundin Blá, en ekki nokkur maður hefur staðfest að hann hafi nokkru sinni verið þar. Eiríkur var m.a þekktur fyrir að stofna körfuknattleiksdeild Fram, en það félag var á tímabili mikið stórveli í körfubolta, þau fáu ár sem deildin starfaði. Eiríkur æfði oft með mér í Kjörgarði og Orkulind, sem seinna gekk undir nafninu Stevegym. Eiríkur æfði alveg á sínum forsendum og tók æfingar sem maður hafði aldrei séð áður. Með honum í för var oftar en ekki súrmjölkin góða, sem hann hafði tröllatrú á. Við sem stóðum að frægum kraftavef á sínum tíma tókum við hann viðtal. Það viðtal segir meira en mörg orð um hversu merkilegur Prívatmaðurinn var. Viðtalið er því miður ekki til lengur á vefnum, vegna þess að tölvuþrjótar brutust inn á kraftaheima.net og náðu að eyðileggja mikið efni, m.a myndir. En ég náði sem betur fer að grafa viðtalið upp og það var mjög merkilegt, einkum vegna þess að Eiríkur hafði samþykkt viðtal og myndatöku, en hrökk svo skyndilega í baklás og varð mjög tortrygginn. Við ákváðum því að taka viðtalið og myndirnar án þess að hann yrði þess var. Hann vildi seinna aldrei kannst við neitt viðtal og var stundum að spyrja okkur um meint viðtal. Viðtalið vakti mikla athygli og birti ég það hér og verð þá bara að bera ábygrð á því:
Viðtalið á stevegym.net
Eiríkur Björgvinsson heitir maðurinn og er kallaður prívatmaður, en gengur einnig undir nafninu Eiki Múr, en í símaskránni er hann titlaður sem frímúrarafræðingur.
Eiríkur hefur verið viðloðandi íþróttir í áratugi, stofnaði meðal annars körfuknattleiksdeild Fram og æfði einnig nokkur ár í Kjörgarði, sem Gústaf Agnarsson rak. Margir þekkja Eirík,
en hann sker sig svo sannarlega úr fjöldanum, er mjög hávaxinn maður, rúmlega tveir metrar á hæð, grannur, gengur oftast um í íþrótta-buxum oftast stuttum, jafnvel þótt úti sé 10 stiga gaddur. Buxurnar eru alltaf strengdar langt upp á maga, og hann gengur um með vindil í munnvikinu jafnan skælbrosandi.
Eiríkur er víðfrægur nuddari, heilari og sérstakur sérfræðingur um innkirtlastarfsemi líkams, en er líka fjölfróður um samfélagið og þekkir vel þau leyndu öfl, sem öllu ráða,
því ekki er allt sem sýnist. Hann hefur í mörg ár stúderað hugarheim leynifélaga, sem stjórna bak við tjöldin, frímúrahreyfinguna, sem enginn hefur svipt leynihulunni af, ef undan er skilin frímúrarinn og tónskáldið W.A.Motzart, sem í Töfraflautunni lýsti helgisiðum reglunnar og hlaut að launum eiturdauða. Aðrar leynireglur hafa einnig verið að njósna um Eirík, t.d voru stigamótakonur með hann undir eftirliti og eltu hann öllum stundum.
Viðtalið við Eirík átti sér langan aðdraganda,
enda er hann var um sig, eftir að hafa lent undir eftirliti fyrrnefndra leynifélaga:
Hver ertu og hvaðan ertu?
Eiki: Ég heiti Eiríkur Björgvinsson og er ættaður að vestan, en það er ekki verst að vera að vestan, ég er ættaður vestan af Barðarströnd, en er fæddur í Reykjavík og ég er 29. ára gamall
(nánari vísindalegar rannsóknir benda til að hann sé fæddur 7. ágúst 1948, eða sama ár og foringinn, Steve)
Eíríkur, af hverju ertu alltaf með rúsínur og súrmjólk á æfingum?
Eiki: Sjáðu til, þessi bleika súrmjólk er engin alvöru, bara þessi græna!
Nú varst þú landsfrægur þegar þú lentir í viðtali hjá Eiríki Jónssynni á stöð 2
Eiki: Það var lítið gagn í því, þessi sjónvarps-Eiríkur er allveg kolruglaður maður.
Þú æfir bara vel núna herra prívatmaður
Eiki: Já, svo tek ég líka leynihlaupið, það gefur árangur
Hvað er leynihlaupið langt?
Eiki: Það er upp Skólavörðustíginn og inn í Hallgrímskirkju og upp stigana alveg upp í turn -sko,alls enginn lyfta notuð kall minn.
Og hvað hleypurðu margar umferðir?
Eiki: Það er ekki gefið upp maður því það verður að vera leyndarmál svo ég taki engin met af Stebba.
Er Steve svona leyndardómsfullur líka?
Eiki : Já,hann gefur ekki allt upp svo hann haldi velli sjálfur.
Hvernig er það með svona heilsufrík eins og þig reykirðu nokkuð?
Eiki: Ég fæ mér stundum heilsuvindil á kvöldin þegar skyggja tekur
Hvað finnst yður um konur og lyftingar?
Eiki: Það er ekki verra en hvað annað....en, það er örvandi, já mjög kynörvandi.
Hvað finnst yður um vændi, vændiskonur og súludansmeyjar?
Eiki: Þær eru ágætar, frænka mín vinnur í stjórnarráðinu og sörverar ofan í liðið.
Er hún súlumey?
Eiki: Nei , hún sér bara um þessa menn.
Ert þú þá meðmæltur vændi og vændis-frumvarpinu?
Eiki: Hvað er þetta maður, er ég nú orðin meðmæltur vændi, af því ég ligg hérna flatur eins og skata í sóffanum (Eiríkur hækkaði róminn, enda orðin frekar æstur), en já, reyndar er ég nú á móti þessu, algjörlega á móti þessu vændisfrumvarpi, þess vegna finnst mér allveg ótækt að menn séu að kaupa sér mellur.
Á svo að halda áfram að æfa?
Eiki: Já,já,maður verður að halda sér í formi áfram og mæta hérna á meðan allir eru hressir og ég að verða hálfgerður rúsínuköttur og kannski ætti ég að taka mér það nafn, sökum liðleika þar sem ég slæ Kára ketti við á því sviði-ég er sko ekki hættur að æfa...
Að svo búnu þökkuðum við Eiríki fyrir ágætt viðtal og í sama mund fór prívatmaðurinn að teygja á löngum löppum sínum upp á hnébeygjustadífin í splittstöðu!
Viðtalið tóku í sameiningu: Kári E.(Magister Cat) og Gunnar Freyr(Master) í des 2003 til febr.2004
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.6.2009 | 12:50
Kominn í frí
Þá er maður kominn i sjálfskipað bloggfrí. Það hófst þó fyrir nokkrum vikum, en stefnan er að munda lyklaborðið hérna þegar efni og ástæða þykir til. Það verður þá vonandi í lok júlí eða byrjun ágúst. Það er nefnilega margt að gerast sem maður þarf að huga að, m.a er maður kominn í góðan anda í kraftlyftingum eftir að hafa átt í þrálátum meiðslum í vetur. Einnig hefur maður hafið kartöflurækt og ætla að taka frí mest innanlands í sumar. Sjáumst þá síðar í sumar þegar maður hefur bætt sig í öllu og minni á:
Æfingablogg hér:
Myndir hér:
Víkingaskák hér:
Móturhjólasíða hér:
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2009 | 12:28
Doreamon II
Þetta er auðvitað prýðis barnaefni og tónlistin. Hún er auðvitað einstök. Minnir dálítið á Francisco Tarreca:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spurt er
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Fólk
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari
- Fyrrverandi Playboy-kanína fær ekki aðgang að stefnumótaforriti
- Jarðarför Liams Payne í dag
- Vaknar grátandi af söknuði um miðjar nætur
- Náði botninum við dánarbeð ömmu sinnar
- Aldís Amah með hlutverk í Hallmark-jólamynd
- Dyrnar opnaðar inn í myrkt samband Sonny og Cher