Færsluflokkur: Bloggar

Tinni í Tíbet

Auðvitað veit maður mjög lítið um þetta land.  Eða á ég að segja hérað í Kína.  Veit þó það að Tíbetar hafa mikla sögu á bak við sig.  Hvernig þeir komust síðar undir "verndarvæng" Kínverja er hins vegar önnur saga.  Tíbet er risastórt land eða um 1.3 milljónir ferkílómetrar.  Einhverja hluta vegna líta Kínverjar á Tíbet og Taívan sem óaðskiljanlega hluta af Kína.  Aljóðasamfélagið hefur lítið gert til hjálpar fólkinu í Tíbet.  Hvers vegna var þá alþjóðasamfélagið að leggja blessun sína yfir sjálfstæði Kósóvó?  Ekki miskilja mig því ég hef mikla samúð með málstað þess fólks, en þá eiga líka aðrar "þjóðir" rétt á að samfélag þjóðanna viðurkenni þau í eitt skipti fyrir öll.  Nefni bara ólíkar "þjóðir" og ólík "lönd" eins og Palestínu, Kúrdistan, Baskaland, Katalóníu, Tjetsenía, Taívan og Tíbet.  Eiga þessi "lönd" ekki rétt á að fá sína viðurkenningu líka? 
mbl.is Mannréttindabrotum mótmælt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert þunglyndi

Nei, hér er ekkert þunglyndi.  Er bara ekki nettengdur í nýju íbúðinni.  Var að væflast inn á annað net, en það er því miður ekki hægt lengur.  Það er hins vegar fínt að hvíla sig á þessu neti.  Get alveg sinnt öllum mínum erindum annars staðar.  Get þá tekið tölvuna með á svonefnd heit svæði, þar sem ég kemst á netið.  Já, það er bara gott að hvíla sig á þessari tölvufíkn annað slagið.

Hel & Víti

Er þetta ekki týpískt.  Helvíti er ekki til.  Norrænir menn trúðu á Hel og kristnir á Víti.  Síðan var til íslenska orðið helvíti.  Sem sagt orðskrípi.  Eða það minnir mig alla veganna.

Hef ekkert getað bloggað.  Hef ekki verið nettengdur nema að hluta.  Gleðilega páska vinir til sjávar og sveita!  Vonandi fáið þið gott páska-egg!


mbl.is Helvíti andlegt frekar en líkamlegt?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira frelsi

Sendum þetta lag í "efróvisón".  Þeim hefur farið mikið fram í Mercedes Club.  Lengi getur gott "bestnað".

Myndband hér 


Ruslað upp

Ég skellti mér á Reykjavík Blitz í gær.  Í fyrstu umferð náði ég að sigra andstæðing minn, en í umferð tvö dróst ég á móti ítölskum unglingi Caruana Fabiano að nafni.  Sá hafði tapað fyrir Hannesi Hlífari í næstsíðustu umferð á alvörumótinu um daginn.  Það er skemmst frá því að segja að litli Ítalinn náði að rusla mér upp í báðum skákunum.  Auðvitað var maður ferlega fúll, enda lék ég af mér heilum hrók i seinni skákinni og í þeirri fyrri tefldi ég byrjunina kolvitlaust.  Í næstu umferðum hélt svo "Ítalinn" ungi uppteknum hætti og lagði hvern stórmeistarann að velli með ótrúlega frísklegri taflmennsku.  Við hvern sigur Ítalans lyftist brúnin á mér, því fljótlega gerði ég mér grein fyrir því að gaurinn var klárlega einn af bestu hraðskákmönnum í heimi.  Enda komst hann í undanúrlit mótsins, en tapaði þá óvænt fyrir sterkum Írana.  Kínverjinn Wang Hao tók svo Íranan í úrslitaeinvíginu. 

Tilkynning

Ég vil hér með nota tækifærið og láta vini og velunnara okkar vita að við erum flutt í "stóru" íbúðina.  Það var vel við hæfi að við létum verða af því á sjálfum afmælisdegi Bobbys Fischers.  Bobby Fischer hefði orðið 65 ára í dag hefði hann lifað.  Í gær átti hins vegar konan hans pabba afmæli, en þá var íbúðin okkar ekki orðin laus.  Núna erum við komin úr 35 fermetrum í 100 fermetra.  Svei, mér þá ef við ég er ekki kominn með snert af víðáttubrjálaði.  Gamla íbúðin er hins vegar komin í leigu innan fjölskyldunnar.    

Í gær kom hins vegar til landsins sjálfur Boris Spassky fyrrum heimsmeistari í skák, en hann ætlar að taka þátt í minningarmóti um Bobby.  Það er mjög gaman að þessari tilviljun að koma sjálfs Spassky skuli  koma upp á sama tíma og sjálft Reykjavíkurskákmótið.  Það eru því fullt af gömlum skákmeisturum staddir hér á landi, m.a Lombardy, Hort og Friðrik Ólafsson. 

Í gamla daga náði ég m.a að vinna Lombardy og Friðrik Ólafsson í fjöltefli, en náði jafntefli við Hort í frægu fjöltefli þar sem heimsmet var slegið.  Ég var líka einn af þeim sem hljóp 1. apríl 1977, þegar frægt aprílgabb birtist í Vísi um að Hort ætlaði að slá heimsmetið í fjöltefli í Laugardalshöll.  Seinna varð aprílgabbið orðið staðreynd.  Hort tefldi við 550 manns seinna sama ár.  Þs, ef ég man þetta rétt.


mbl.is Spasskí kominn til landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilverurétturinn

Eftir að hafa reynt að svindla á Sveinbirni Sigurðssyni skákmeistara um daginn hef ég ákveðið að hvíla alla taflmennsku í bili.  Víkingaklúbburinn er auðvitað ennþá eitt af mínum áhugamálum, en næsta keppni er ekki fyrr en næsta haust.  Þá verðum við vonandi búnir að styrkja liðið enn meir, þannig að við verðum enn betri.  Núna hefur maður tekið fram lyftingaskóna aftur og stefnan tekin á léttar bætingar.  Slæm meiðsli frá síðasta sumri sitja enn á sálinni.  Stefnan var tekin á pílukastkeppni og golf, enda hafði eitthvað læknafíflið hvatt mig til að hætta að æfa með lóðum.  Á mánudaginn prófaði ég svo bekkpressuslopp, sem ég hafði falið í kassa í hálft ár.  Þrátt fyrir talsvert máttleysi og tæknivitleysu, náði ég þó að lyfta 180 kg  í bekkpressu.  180 kg í bekkpressubol er tilverurétturinn.  Tilverurétturinn þýðir eins og nafnið bendir til kynna, muninn á manni og krypplingi.  Tilverurétturinn í bekkpressu er 150 kg, en ég las einhverstaðar að tilverurétturinn í útbúnaði væri 180 kg.  Ef menn taka hins vegar undir 100 kg í bekkpressu eru þeir ekki einu sinni krypplingar.  Þeir teljast vera gay.  Gay-þyngdin er því ennþá 100 kg.

Góð byrjun

Í skákinni getur allt gerst.  Björn Þorfinnsson getur t.d unnið hvað skákmann sem er í heiminum.  Það eru töfrar skákarinnar.  Á mótinu keppir líka lítill strákur frá Úkraínu.  Sá litli hefur safnað 2400 eló-stigum.  Eða jafnmikið af stigum og meðal alþjóðlegur meistari.  En sá litli er bara barn, sem fyrir stuttu tefldi með bangsann sinn í fanginu og sigraði í C-flokki á Moskow open.  Þetta eru töfrar skákarinnar. 

Skák Björns Þorfinns má nálgast hér: 


mbl.is Stór skáksigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nettur afleikur

Þessi staða kom upp í síðust umferð á Íslandsmóti skákfélaga um helgina.  Hvítur hafði þegar hér kom við sögu misst niður stöðuna og svartur var komið með örlítið betra.  Svartur lék síðast 32...Re6, en í staðin hefði hann átt að leika Rd5.  Hvítur hefði nú getað fengið yfirburðarstöðu með hinni nettu fórn 33. Hxe6, en í staðin lék Masterinn Hd7, sem var svarað með Rc5 og svartur vann nokkrum leikjum síðar.   Gunnar Fr. úr Víkingasveitinni stýrði hvítu mönnunum, en svart hafði fyrsta borðs maður Fjölnis-B, Erlingur Þorsteinsson.  Það var tölvuforritið Fritz sem fann hinn hinna nettu fórn Hxe6.  Eftir 32. Hxe6, hefði framhaldið getað orðið 

32. Hxe6 fxe6

33. Rxh4 

Og svartur ræður ekki við hótanir hvíts. 

 

Hvítt : Gunnar Fr. Rúnarsson

Svart: Erlingur Þorsteinsson

1. d4 d5 2. Nc3 {3} Nf6 {0} 3. e4 e6 4. Bg5 Be7 5. exd5 exd5 6. Nf3 Bg4 7. h3 Bh5 8. Be2 Nbd7 9. O-O O-O 10. Ne5 Bxe2 11. Qxe2 c6 12. f4 Re8 13. Rae1 Nf8 14. Kh2 Ne4 15. Nxe4 dxe4 16. Qh5 g6
17. Bxe7 Qxe7 18. Qh6 Ne6 19. f5 Nxd4 20. Ng4 Kh8 21. c3 Nb5 22. f6 Qf8 23. Qxf8+ Rxf8 24. Rxe4 h5 25. Ne5 Rad8 26. a4 Nc7 27. g4 Rd2+ 28. Kh1 h4 29. g5 Kg8 30. Nf3 Rxb2 31. Rd1 Ne6



Til hamingju

Gaurinn er búinn að vinna.  Það er því eins gott fyrir okkur öll, mig, frú Clinton og alla þá sem vilja fylgjast með alþjóðamálum að leggja þetta nafn á minnið.  Dmítrí Medvedev er bara strengjabrúða fyrir Pútin.  Eftir fjögur ár sest Pútín aftur í stól forseta, en forseti Rússlands má bara sitja tvö kjörtímabil.  Pútín verður forsætisráðherra þangað til.
mbl.is Forsetakosningar í Rússlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnar Freyr Rúnarsson
Gunnar Freyr Rúnarsson
Kominn á góðan aldur og í góðu jafnvægi.

Spurt er

Hvað á ég að gera á HM?

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband