Færsluflokkur: Bloggar
1.3.2008 | 01:23
Ótrúlegur afleikur
Víkingasveitin mætti með sitt sterkasta lið í fyrstu umferð á Íslandsmóti skákfélaga. Við mættum skemmtilegu liði Akureyrar-C, en á fyrsta borði var enginn annar en Sveinbjörn Sjalli Sigurðsson. Því miður gerði Masterinn mikil mistök í liðstjórn, sem kostuðu okkur nokkra punkta. Þannig var að Haraldur Baldursson þurfti að vera skákstjóri, en gat samt teflt. Það hefði bara þurft að þrýsta á hann, því hann var bæðir skákstjóri og liðsmaður í fyrri hlutanum. John kom inn á fyrir hann og stóð sig vel. Einnig var þriðja borðsmaður okkar Jónas Spari Jónasson að vinna í heimaþjónustu og tafðist, en þá var ákveðið að setja inn seinni varamanninn, Stefán Bjarnason leikara á sjötta borð. Þar með tefldum við án tveggja sterkustu skákmanna okkar, en Bjarni Sæmundsson Bahamameistari færðist upp á annað borð, en Sveinn Ingi sveinsson Al-heimsmeistari í Víkingaskák færðist upp á þriðja borð. Eftir ótrúlega ævintýralegar skákir unnum við norðanmenn með minnsta mun 3.5-2.5.
1. Gunnar Fr. - Sveinbjörn Sigurðsson 1-0
2. Bjarni Sæmundsson- Haki Jóhannsson 0.5-0-5
3. Sveinn Ingi Sveinsson - Akri 0.5-0.5
4.Ágúst Örn Gíslason - Akri II 0-1
5. John Ovinteros- Akri III 1-0
6. Stefán Bjarnason Akri IV 0.5-0.5
En mesti brandari kvöldsins var þó skák Mastersins gegn Sveinbirni. Masterinn hafði hvítt og tefldi að sjálfsögðu óhefðbundið. Sjallinn svaraði, en Masterinn fór síðan frá borðinu, eftir að hafa merkt inn vitlausan leik. Kom svo að borðinu aftur og lék svo fjórða leikinn á undan andstæðingnum, en Masternum sýndist að svartur væri búinn að leika. Sveinbjörn fór með málið fyrir skákdómara, sem var enginn annar en liðsmaður okkar Haraldur Baldursson. Hann gaf að sjálfsögðu málið frá sér og fékk Ólaf Ásgrímsson til að dæma. Ólafur dæmdi svo að Sjallinn fengi tvær mínútur aukalega á klukkuna. Sem betur fer var ekki dæmt ólöglegur leikur tap, sem hefði verið möguleiki. Ég þekki ekki reglurnar nógu vel, en var samt feginn að þetta fór ekki verr. Sjallinn lék svo af sér heilum hrók í fimmtánda leik og gaf svo skákina. Masterinn hefur því unnið allar fimm skákir sínar á mótinu. En því miður gæti þessi fyrirliðamistök kostað okkur sigurinn. Tvær umferðir eru nú eftir og núna er bara að leggjast á skeljarnar og biðja Guð um hjálp í síðust tveim umferðunum. Brandarinn um "afleikinn" fór hins vegar eins og eldur um sinu á skákstaðnum.
Staða efstu liða í fjórðu deild:
- Austurland 20,5 v.
- Fjölnir-b 19,5 v. + 2 fr.
- Víkingasveitin 19,5 v.
- Bolungarvík-b 18,5 v. + 2 fr.
- Sauðárkrókur 18,5 v.
- Hellir-d 18,5 v.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.2.2008 | 05:15
Ö
Karlinn er bara flottur. Hann talaði tæpitungulaust og hann sagði sína skoðun. Var kannski aðeins i glasi eða heitur í hamsi, en hann var ekki í umboði neins nema sjálfs sín. Landsliðsþjálfaramálin eru hvort eð er komin í ógöngur og það er bara mannlegt að reiðast. Biðjast svo afsökunar er líka stórmannlegt. Íþróttamenn vita að það fjúka orð í hita leiksins.
En aftur að landsliðsþjálfarastöðunni. Boð mitt um að taka við landsliðinu stendur enn. Handknattleikforustan hefur ekki enn haft samband við mig, þannig að þeir ættu bara að tala núna við gömlu jaxlana. Viggó er fínn kostur eins og ég hef áður sagt. Menn verða að horfast í augu við það. Þorbergur er jafnvel líka fínn kostur. Maður sem þorir og hefur gert þetta allt áður. Meira að segja Bogdan væri gott innlegg. Siggi Sveins líka, þótt hann hafi ekki tekið nein þjálfaranámskeið eða þjálfað bestu lið í heimi. Guðjón Þórðarson úr fótboltanum væri líka góður kostur, vegna þess að starf landsliðsþjálfara felst ekki í því að þjálfa, heldur felst það í því að ´"módivera" liðið. Berja það saman og byggja upp sjálfstraust. Aðstoðarmenn þjálfarans geta síðan talað um leikkerfin og álíka vitleysu.
En aftur að afsökunarbeiðni Þorbergs. Því það mættu margur maðurinn taka hann til fyrirmyndar. Þá á ég við mann sem að fyrsti stafurinn í nafni hans byrjar á Össur. Ég meina það þótt ég segi líka að ég hef enga sérstaka samúð með Gísla Marteini. Hann á þola "létt grín" og afsökunarbeiðni í kjölfarið. Mig grunar nefnilega að félagi Össur hafi líka verið pínulítið í því eins og ónefndur Þ. Já Ö og Þ eru ekki bara síðustu stafirnir í stafrófinu. Ö & Þ eru breyskir menn sem láta menn heyra það og eiga líka að vera menn til að biðjast afsökunar.
![]() |
Þorbergur biðst afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.2.2008 | 13:54
Ég er til
Ég vil endilega að stjórn HSÍ viti að ég er til í að taka við landsliðinu í handbolta. Þrátt fyrir miklar annir get ég tekið að mér þetta verkefni, vegna þess að landsliðsþjálfaramálin eru komin í ógöngur. Ég ætlaði ekki að bjóða mig fram, en núna þegar nokkrir sæmilegir hafa hafnað starfinu, m.a Dagur, Aron og Geir, þá tel ég brýnt að sá besti verði að bjarga málum. Það eru nefnilega aðeins þrír menn á Íslandi sem hafa vit á handbolta. Það eru Alfreð Gíslason, Viggó Sigurðsson og ÉG. Alfreð hefur ekki tíma eins og alþjóð veit. Viggó virðist ekki vilja taka liðið að sér aftur og telur að sinn tími sé liðinn. Viggó er samt lang bestur að mínu áliti, en hann hefur gefið þetta frá sér og sagt að sinn tími væri liðinn. Einnig er óvíst um afstöðu HSÍ til fyrrum þjálfara eins og Guðmundar GUðmundssonar og Viggó Sigurðssonar. Ég hef því ákveðið að höggva á hnútinn og taka við liðinu. Með mér í verkefninu verða vonandi Ólafur Guðmundsson fyrrum stórstjarna úr Víkingi og Guðmundur Ólsen KA maður. Ég mun fara þess á leit við þessa menn að þeir verði aðstoðarlandsliðsþjálfarar mínir, enda hafa þeir mikla reynslu úr handboltanum. Einnig mun ég leggja mig í líma við að vinna náið með stjórn HSÍ og leikmönnum og fyrirliða liðsins.
Annars fannst mér stórmerkilegt að hlusta á Þorberg Aðalsteinsson stjórnarmanni í HSÍ í þættinum "utan vallar" á Sýn í gær. Maðurinn fór gjörsamlega hamförum. Hann skýrði þó fyrir mér og öðrum sem voru að horfa sína skoðun á því hvers vegna Dagur, Geir og Aron tóku ekki við landsliðinu. Þeir hreinlega þorðu ekki. Það var búið að ganga að launakröfu þeirra Dags og Arons, en þeir hreinlega þorðu ekki að taka slaginn frekar en Geir Sveinsson. Fyrst fannst mér Þorbergur vera mjög ómalefnalegur, en eftir að hafa hlustað á umræðurnar aftur, tel ég gaurinn bara vera að tala mannamál, eins og menn tala saman bak við tjöldin. Ég hef því ákveðið að bjarga heiðri landsliðsins og býð mig hér með fram sem næsta landsliðsþjálfara. Ég er góður kostur, enda með mikið vit á handbolta. Einn af þrem mestu vitringum landsins í þessari íþrótt. En reyndar er þessi íþrótt alger jaðaríþrótt. Indverskt rottuhlaup er m.a mun vinsælla á heimsvísu. Tveim sætum fyrir ofan handboltan. Í 140 sæti að mig minnir.
![]() |
„Þið eruð með besta þjálfarann!“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.2.2008 | 01:12
Viva Kastro
Mikil meistari hefur nú stigið til hliðar og heimurinn er ekki samur eftir. Maðurinn sem hefur ríkt meðan um tíu Bandaríkjaforsetar hafa komið og farið. Morðtilræði CIA hafa að sögn verið nokkuð hundruð og ekkert fékk þó grandað karlinum. Vonandi verða samskipti Kúbu og Bandaríkjanna betri þegar Óbama & Clinton taka völdin í Bandaríkjunum í byrjun næsta árs. Þá líkur vonandi yfir fjörtíu ára viðskiptabanni. Eina skemmtilega sögu heyrði ég um viðskiptabannið á sínum tíma. Jonn Kennedy þáverandi Bandaríkjaforseti hafði verið svo hugulsamur að byrgja sig upp af Cohiba & Monte Carlo vindlum áður en hann bannaði löndum sínum að kaupa þessa afurð. Síðan eru liðin tæplega fimmtíu ár. Í millitíðinni hafa Bandaríkjamenn samið um frið við allar óvinaþjóðir sínar, m.a Kína, Rússland og Víetnam. En litla Kúba er ennþá í ónáð.
![]() |
Kastró segir af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.2.2008 | 18:49
Hluti af leiknum
Hef í raun enga skoðun á þessu. Vill þó benda á skemmtilega umræður um málið hjá Ómari Ragnarsyni og Stefáni Pálssyni.
Össur fer líka hamförum að vanda á sínu bloggi. Skrifar hér um Martein Gísla!
![]() |
Mistök í Gettu betur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2008 | 23:44
Úrslit
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 1 | 2 | 3 | 4 | 5 | Vinningar | |||
1 | Gunnar Freyr Rúnarsson | xx | 1 | 1 | 1 | 1 | xx | 1./2 | 1 | 1 | 1 | 7,5 | |
2 | Haraldur Baldursson | 0 | xx | 0 | 0 | 1 | 1./2 | xx | 1 | 1 | 1 | 4,.5 | |
3 | Sigurður Ingason | 0 | 1 | xx | 1 | 1 | 0 | 0 | xx | 1 | 0 | 4 | |
4 | Bjarni Sæmundsson | 0 | 1 | 0 | xx | 1 | 0 | 0 | 0 | xx | 0 | 2 | |
5 | Ágúst / Ingimundur | 0 | 0 | 0 | 0 | xx | 0 | 0 | 1 | 1 | xx | 2 | |
Bloggar | Breytt 19.2.2008 kl. 06:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.2.2008 | 14:05
Þvílík della
Hvað er eiginlega að þessu liðið? Að loka Bergiðjunni er það sama og gefast upp. Besta endurhæfingin eftir erfiða tíma er að vinna. Það er bara mín skoðun eftir 12 ára starf á geðdeild. Ég er bara svo miður mín að ég get ekki skrifað meira í bili. Bendi þó á ummæli geðlæknafélagsins um ástandið. Til hvers að vera eyða peningum í hátæknisjúkrahús, ef ekki eru fjármunir til að reka geðsviðið. Ekki er peningur til að borga hæfu starfsfólki og fólk fæst ekki lengur til að vinna þessi göfugu störf fyrir þjóðfélagið, vegna þess að launin eru svo lág.
Ekki verður séð hvernig byggja á nýtt sjúkrahús og reka , ef stöðugt er dregið saman og lögð af nauðsynleg og vel rekin þjónusta en Endurhæfingarsvið Geðsviðs hélt sig innan ramma fjárhagsáætlunar á árinu 2007," segir í ályktun stjórnar Geðlæknafélags Íslands.
![]() |
Geðlæknar harma lokun Bergiðjunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.2.2008 | 12:11
Meistaramót
Meistaramót Víkingaklúbbsins verður haldið í kvöld í húsnæði Skáksambands Íslands. Teflt verða 7 umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Hvort mótið verður monrad eða allir við alla ræðst af þáttökufjölda. Nokkrir gestir hafa þegar þegið boð um að vera með í mótinu m.a einn stórmeistari, en fyrirvarinn var að vanda stuttur, en ákveðið var að hið vaska lið Víkingaklúbbsins myndi hittast til að þétta liðið fyrir seinni hluta Íslandsmóts skákfélaga. Víkingaklúbburinn er í 2-3 sæti eftir fyrri hluta mótsins. Í seinni hluta mótsins fær sveitin heldur betur liðstyrk, því til landsins er kominn Bahamameistarinn í skák, en Bjarni Sæmundsson er einn af meðlimum klúbbsins eftir sameiningu Víkingaklúbbsins og sveit Guttorms Tudda, en úr þeirri sveit komu m.a Bjarni Bahamameistari og Þorgeir Einarsson bréfskákmeistari. Einnig ætlar Sveinn Ingi Sveinsson, Íslandsmeistari í snörun 1984 og núverandi Al-heimsmeistari í Víkingaskák 2007 að tefla í seinni hlutanum. Við stefnum að sjálfsögðu á Íslandsmeistaratitilinn í fjórðu deild.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.2.2008 | 05:27
Stuðningur
Ég hef ákveðið að styðja Villa Volgabjór. Ástæðan er sú að ég tel að hann sé ennþá Gamli góði Villi. Gaurinn vill auðvitað öllum vel, en hann er sennilega orðinn frekar gamall og gleyminn, sem gerir hann varla verri manneskju fyrir vikið. Skil ekki þessar árásir fjölmiðlafólks á karlinn í þessu Rei-máli. Skiptir það einhverju máli hvort hann ráðfærði sig við fyrrum borgarlögmannl eða núverandi borgarlögmann. Gleymum því heldur ekki að það voru félagar Villa Volga, dvergarnir sex sem hentu heilu hnífasetti í bakið á honum í haust þegar þeir klöguðu Villi fyrir Geira Feita (ekki Geira í Goldfinger). Núna eru dvergarnir orðnir fimm sem eru farnir að brugga honum launráð. Held að Kjartan Magnússon guðfaðir nýja meirihlutans styðji Villa heilshugar. Menn ættu að horfa á allan feril Villa í heild sinni, áður en menn fara að dæma karlinn of hart. Hann er með áratuga reynslu úr borgarmálum og hefur verið vel liðinn og vinsæll, þangað til þetta Rei-mál komst upp. Hann ber ekki einn ábyrgð á því.
Hins vegar tek ég ekki upp hanskann fyrir dýralæknirinn í Hafnarfirði sem réð son foringja vors í dómaraembætti. Sá gjörningur er og verður auðvitað óverjandi. Það var nefnilega þessi sami dýralæknir sem gekk harðast í því á sínum tíma að fella Guðmund Árna Stefánsson fyrir spillingu á sínum tíma. Man einhver hverjar ávirðingarnar á Guðmund Árna voru? Snérust þær ekki að mestu um ráðningar mágs og vinar í einhver verkamannastörf? Já hver gangrýndi hann mest á sínum tíma? Það las ég allt um í bók um "Guðmundarmálið" upp í Svignaskarði síðasta sumar. Guðmundar Árni varð síðar neyddur til að segja af sér ráðherradómi eins og frægt var. Dýralæknirinn ætti að vera samkvæmur sjálfum sér og segja af sér. Villi Volgibjór á hins vegar að fá tækifæri til að verða borgarstjóri aftur. Áfram VILLI.
![]() |
Forstjóri OR álitsgjafinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Spurt er
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar