Færsluflokkur: Bloggar
6.2.2008 | 11:20
Hræsni
Maður minnir sig á það á hverjum degi hversu miklir hræsnarar við erum. Bara ein lítil frétt. Bandaríkin fóru í stríð gegn hinu vonda Írak. Þar átti að vera hin mesta harðstjórn. Ég held samt viðbjóðurinn í Sadi Arabíu verði aldrei upprættur. Í Sadi Arabíu gilda Sharía lög. Afbökuð lög Kóransins, sem eru sennilega hvergi eins almenn og í Sadí-arabíu. Bestu vinir Bandaríkjanna eru bara villimenn. Hjá Sadam Hússein ríkti einræði, en hann hélt þó niður trúarofstæki. Það kom mér eiginlega ekkert á óvart þegar það fréttist að réttindi kvenna í Írak hafa gjörsamlega horfið eftir að Sadam var steypt. Hjá Hussein var menntunarstig hátt og konur höfðu það hvergi betra í miðausturlöndum. Í Sadi-arabíu og dvergríkjunum við Persaflóa ríkir trúarofstæki og viðbjóður. Ég hef m.a fengið að heyra þó nokkrar sögur frá Íslendingum sem hafa horft upp á aftökur í Jedda.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.2.2008 | 20:20
Myndir á leiðinni

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2008 | 08:39
Föstudagurinn langi
Það er gott að vera þreyttur. Byrjaði um morguninn við sundin blá. Þurfti að vinna morgunvakt, sem var sagt að ég skuldaði. Um kvöldið ætlaði ég að taka þátt í stóru skákmóti á Litla Hrauni, en ég ætlaði að afboða mig vegna anna, en Arnar Skákmógúll fékk mig til að vera með, enda höfðu nokkrir skákmeistarar dottið af skaftinu. Mótið var til heiðurs ungum Víking sem næstu daga mun útskrifast úr betrunarvistinni nýr maður. Meira að segja nýr skákmaður, því hann er grjótharður skákmaður líka, eins og hinir gaurarnir. Virkilegir naglar við skákborðið og allt saman voru þetta helmassaðir náungar, sem taka vel yfir eigin líkamsþyngd í bekkpressu. Meðal gesta á mótinu, voru m.a Hendrik Danielsen stórmeistari sem sigraði mótið. Það kom mér vissulega á óvart hversu marga maður þekkti á staðnum. Á heimleiðinni ákvað ég að kíkja á aðalfund Kraftlyftingasamband Íslands í Laugardal. Ég kom að sjálfsögðu klukkutíma of seint og settist á næstaftasta bekk. Ég hafði því miður ekki atkvæðisrétt því ég var ekki til í að greiða félagsgjöld í mínu gamla félagi, ef ég síðan má ekki keppa eða starfa við mót hjá öðru félagi. En ákvæði þess efnis var samþykkt á fundinum. Það kom mér á óvart hversu fáa ég þekkti á þessum fundi ólíkt hversu marga ég þekkti í Grjótinu fyrr um daginn. Það var líka ljóst að fundargestir tækju fæstir eigin þyngd í bekkpressu, þótt auðvitað hefði mátt finna undantekningar á því. Síðustu ár hef ég mætt sem áheyrnarfulltrúi á aðalþingið, en að þessu sinni þekkti ég fæsta. Flestir af gömlu félögunum eru hins vegar farnir í annað samband og því var enginn andstaða við ákveðnar lagabreytingar. Sérstaklega finnst mér skrítið að hið nýja félag ætlar að meina sínum félögum að keppa á mótum hjá hinum tveim samböndunum. Í sjálfu sér botna ég ekkert í þessu rugli lengur. Var ekki á landinu þegar Kraft klofnaði í annað sinn síðasta haust. Ég veit að ég er ekki einn um að klóra mér í hausnum yfir þessu öllu saman. Kannski eiga kraftamenn á Íslandi aldrei eftir að sameinast aftur, því sennilega er klofningurinn orðinn svo djúpstæður.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.1.2008 | 01:27
Refskák
Ég hef bara verið pínu down yfir ástandinu í þjóðfélaginu. Allir eru að svíkja alla. Menn fá heilu hnífasettin í bakið og þjóðfélagið er gegnsýrt af spillingu. Nýlega birtust hér á klakanum tvær japanskar ekkjur. Fyrst kom Yoko til að sýna okkur friðarsúluna síðasta haust og sama dag sprakk borgarstjórnarmeirihluti framsóknar og íhalds. Núna fyrir nokkrum dögum kom ekkja Bobby Fischers til Íslands og þann daginn sprakk Rei-meirihlutinn í tætlur, þegar Guðfaðir meirihlutans fékk boð um Borgarstjórastólinn. Sagt var að Garðar Sverrisson og Miako hefðu stolist til að jarða meistara Fischer án þess að vinir hans á Íslandi hefðu hugmynd um það. Vinir og ættingjar Fischers urðu auðvitað æfir. Gæti hugsast að Garðar Sverris og Miako hafi verið að uppfylla síðustu óskir meistarans um hverjir mættu mæta í jarðarförina. Ættingjar Fischers fengu sér lögfræðing á Íslandi og gat ég ekki séð betur en hann væri enginn annar en Guðjón Ólafur Þverslaufa, maðurinn sem hrakti Björn Inga úr Framsókn. Guðjón Ólafur sendi bréfið sem kom öllu af stað og mætti síðan í Silfur Egils með heilt hnífasett í bakinu. Hann ásakaði m.a þá Björn Inga og Óskar Bergsson um að ganga í Boss-jakkafötum á kostnað kjördæmisráðs Framsóknarflokksins. Hvað í andskotanum skiptir það mig máli? Ef nokkrar skyrtur og bindi eru spilling, hvað er þá spilling? Var það ekki engillinn hann Guðjón sem var formaður allsherjarnefndar alþingis, þegar tengdadóttir umhverfisráðherra fékk ríkisborgararétt eftir nokkrar vikur á Íslandi. Það var spilling og ég man að ég gekk um gólf froðufellandi af reiði yfir gjörningi þessum og strikaði m.a Guðrúnu Ögmundsdóttir út af lista Samfylkingarinnar í síðustu alþingiskosningum. Skipti þá engu máli, þótt hún væri í heiðurssætinu á lista Samfylkingarinnar. Guðjón Ólafur lét ekki blaðamenn ná í sig í nokkra daga og á endanum voru allir búnir að gleyma Jónínumálinu. Ég hefði viljað að Guðjón hefði verið minntur á þennan gjörning í dag, þegar hann hefur nú hrakið Björn Inga úr pólitíkinni. Það skal taka fram að ég held að tengdadóttir ráðherrans og ráðherrann sjálfur hafi ekki átt skilið fjölmiðlafárið sem geisaði eftir þessa makalausu afgreiðslu, en allt var þetta hnífamanninum að kenna. Hnífamálið hafði síðan óbein áhrif inn í borgarstjórnina, þegar Villi Volgi Bjór og Ólafur tækifærissinni ákváðu að ræna völdum í borginni. Var þetta bara ekki bara ekki nótt hinna löngu hnífa. Já í refskák stjórnmálanna er öllum brögðum beitt og traust og trúnaður eru marklaus orðagjálfur í munni spilltra stjórnmálamanna. Ég vil samt óska nýjum borgarstjórnarmeirihluta og nýjum borgarstjóra til hamingju með nýja embættið. Ég hitti Ólaf Magnússon árið 2000 útí í Sarasóta í Florida. Þar var ég staddur ásamt Narfa bróður og Jóa Johnsen skemmtiferð, en Jóhann var þar vegna mikillar fræðsluráðstefnu með öðrum læknum. Við Narfi ákváðum að kíkja í heimsókn. Ólafur var þá hinn hressasti og þannig vil ég muna eftir honum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.1.2008 | 21:25
Næsti Íslandsvinur
![]() |
Fischer elskaður á Íslandi sem skákmaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.1.2008 | 17:54
Viðeigandi
Mér finnst það viðeigandi að skákmeistarinn Bobby Fischer hafi verið jarðaður í kyrrþey. Samkvæmt fréttum mbl.is var það að ósk hans sjálfs. Eftir 1972 hvarf hann að mestu og birtist ekki aftur fyrr, en árið 1992. Síðan hverfur hann aftur inn í einsemdina og það er ekki fyrr en árið 2005, sem Japanir sendu hann í fangelsi, að hann birtist aftur. Að hann skuli síðan hafa endað líf sitt upp í Espigerði í Reykjavík er auðvitað mjög dapurlegt. Í Espigerði var áður fyrr uppeldisstöð margra skákmanna, m.a bjuggu þar Róbert Lagerman Harðarson, Björgvin Jónsson og Masterinn sjálfur. Að mínu mati hefðu Þingvellir ekki komið til greina, sem hinsti staður. En sjálfur hefði ég valið Lagafellskirkjugarð. Ég segi þetta nú bara, vegna þess að þar liggur annað stórmenni, sjálfur Jón Páll Sigmarsson. Þangað á ég ennþá eftir að koma. Hér má lesa ágæti grein um skákmeistarann, m.a nokkrar mótstöflur frá síðari hluta ferilsins. Þar má sjá hversu mikil yfirburðarmaður Fischer var á sínum tíma.
Greinin hér:
![]() |
Fischer jarðsettur í kyrrþey |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 22.1.2008 kl. 10:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2008 | 21:42
Fischer
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
17.1.2008 | 01:36
Til hamingju!

Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.1.2008 | 05:23
Til umhugsunar
![]() |
Fimm úrskurðaðir í gæsluvarðhald |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Spurt er
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar